Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.1997, Blaðsíða 6

Hugur og hönd - 01.06.1997, Blaðsíða 6
fyrr en harrn er búinn. Skúlptúr byrjar einhvers staðar og endar einhvers staðar. Hann getur farið inn í annan skúlptúr, setið fastur þar og jafnvel aldrei farið þaðan út, en hann klárar sig sjálfur". Fantasíuandlitin eru með margskonar persónuleika, sem bera sjálfsagt keim af hugarheimi Bigga er myndin verður til. Þær eru ýmist kampakátar og jafnvel hrekkjóttar eða leyndardómsfullar og alvarlegar. Vafalítið endur- speglast í þeim kynjaverur úr þjóðsögum, álfar og jafnvel tröll og tengslum við æðri máttarvöld bregður einnig fyrir, ef vel er að gáð. Sérstæðastar eru skafmyndir Bigga af ákveðnum einstakling- um. Þar er hann greinilega í essinu sítru. Myndirnar sýna ekki aðeins höfuð einstaklingsins heldur sjálf- an persónuleikann líka, því að höf- uðið er hlaðið táknmyndum eða hlutum sem tengjast persónunni Vinnufélagi. og ganga inn og út úr höfðinu eða vefjast um það. Hver mynd verð- ur því að skoðast allt um kring og þar eru ótal sjónarhorn yndislega samofin persónuleika höfuðsins. „Það sem hafði mest að segja að ég fór út í andlitsmyndir eru áhrif frá Sigmund Jóhannssyni. Mig langaði að reyna að geta gert eitt- hvað álíka og flottu andlitin hans. Andlitsmyndirnar eru ýmist bara einhver andlit eða andlit af á- kveðnum persónum. Akveðin Vinnufélagi í prófíl og pamfíl. Viðgerðarmaðurinn sem lagaði saumavélar. andlit krefjast þess að maður verð- ur að halda sig innan vissra forma, en ef um óákveðin andlit er að ræða getur þú búið til hvaða per- sónuleika sem þér dettur í hug. Ég reyni að gera fólk eins fallegt og ég sé það, en svo er ekki víst að þér finnist það líka fallegt og stundum næ ég ekki að gera það eins fallegt og ég vil. Myndirnar sem ég geri með alla hlutina í kringum sig geri ég af því að mér finnst leiðinlegt að horfa á sama andlitið í mörg ár. Hefð- bundinn stíll að búa bara til höfuð með hnakka býður upp á lítið. En að búa til höfuð með allskonar hlutum gefur andlitinu gildi. Myndin má ekki alltaf vera eins. Þér er boðið upp á að sjá myndina fullkomnari, persónan sem hvílir í steininum fær þar með sín sérein- kenni. A höfði bakarans er auk bakara- húfunnar kökukefli, kleinujárn, egg, rjómasprauta, brauðform, Fantasíuandlit þar sem smágrjótið í móberginu fær að móta persónuleik- ann. hnífur og fleira. Hjá fatahönnuðin- um er saumavél, nál, skæri, prjón- ar, tala, snið, efni, málband og fingurbjörg. Tónlist, sem hrífur mig, eflir mig við verkið. Ég hætti að hugsa um núið og fer í annarlegt form, ég veit ekki hvað á að kalla það. Ég hugsa léttar og það kemur létt- ari blær á það, sem ég er að búa til. Þegar ég er að vinna svona myndir finnst mér gott að hafa 6 Hugur og hönd 1997

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.