Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.1997, Blaðsíða 7

Hugur og hönd - 01.06.1997, Blaðsíða 7
kveikt á útvarpinu. Byrja á að hlusta á góða tónlist, eins og rokk, fer svo að vinna og dett inn í verk- ið og heyri þá ekki tónlistina. Ég byrja bara að skafa og skef eða gref mig inn í steininn og móta hann um leið. Maður bætir aldrei á efn- ið eftir á. Maður tekur bara af, þegar maður skefur stein. Annað er til dæmis með leir, þá er hægt að laga formið mikið betur, en steinn- inn getur jafnvel brotnað í vinnslu og þar með eyðilagt formið. Stundum kemur svo flott lag í út- varpinu að ég þýt upp úr stólnum, út á gólf, gef myndinni auga á meðan og þá sé ég margt sem ég gæti haft öðruvísi. Með því að taka létta sveiflu með sjálfum mér slappa ég aðeins af frá myndinni og sé þá allt í einu að það vantar eitthvað í hana, ég fæ jafnvel nýja hugmynd, verð frjórri, og sé hvað ég hef gert of mikið eða of lítið. Þar með koma léttari sveiflur, form í myndina. Einnig er gott að fara frá Bifvélavirkinn. myndinni og koma að henni dag- inn eftir. Þannig verða bestu myndirnar til. Mér finnst líka gott að horfa á verkið úr fjarlægð, þá koma fram myndir í huganum, sem ég er búinn að leggja drög að með því að krota og strika í efnið". Lokaorð „Mér finnst þetta ekkert vera list, þetta er bara sköpunarþörf. Það hefur enginn hingað til getað sagt með sanni hvað sé list. Allt sem menn gera af innlifun, einlægni, og Valdabarátta um Ráðhús Reykjavíkur í síðustu borgarstjórnarkosningum. gera vel er list. Bak við listina er líka ákveðin útsjónarsemi. Útsjón- arsemi til að sjá hvernig hlutum er haganlega komið fyrir". Hver er þá listamaður? „Mér hefur alltaf fundist, að sá sem hefur verið í listaskóla, sé þar með talinn listamaður. Hann veit allavega hvernig hlutirnir eiga að vera, þrátt fyrir að hann geti oft ekki sjálfur unnið þannig í raun. Hann er samt listamaður eins og ég er smiður, af því að ég hef lært það. En maður lærir ekki einu sinni fyrir alla ævina, maður verður að þroskast áfram af ein- lægni. Ég held að allir sem geta gert hlutina vel og ógallað, þeir séu listamenn". Orðin list og listamaður eru að margra mati misnotuð og flókin hugtök sem flestir eiga æ erfiðara með að skilja og skilgreina fyrir sjálfum sér og öðrum. Ekki bætir úr að margir sérfræðingar gera oft einfalda hluti flókna með háfleyg- um skýringum á þessum orðum, þar sem því miður er stundum stutt í snobb og fordóma. Margir eru þeirrar skoðunar, að skynjun á eða fyrir því sem er nefnt list sé smekksatriði í hvert sinn og háð því, hvað hver og einn hefur yndi af að virða fyrir sér og hafa um- hverfis sig. En sjálfsagt er listin á- líka og sérstæður persónuleiki sem lýtur eigin lögmálum og þess vegna dulúðug og umdeilanleg Bifvélavirkinn. „Á Itöfði bifvélavirkj- ans eru kambhjól, pinjón, drifhlutur, lax (veiðimaður) og tværfjórar, því að hattn gerði allt svo sterkt, ekkert mátti klikka". en samt ávallt háð tilfinningum og einlægni listamannsins. Listin verður líklega seint njörvuð niður í fastmótaðar reglur vegna þess að hún er einmitt svo yndislega óút- reiknanleg og þar með eilíf. Fríður Ólafsdóttir Ljósmyndir: Guðmundur Ingólfsson/ímynd Hugur og hönd 1997 7

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.