Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.1997, Blaðsíða 13

Hugur og hönd - 01.06.1997, Blaðsíða 13
gaman af að segja nemendunum alls konar sögur á meðan hann vann himneskar „fattningar" eins og ekkert væri. Stundum birtist hann með fullan poka af eplum úr garðinum heima og heimtaði að nemendur borðuðu öll eplin strax! Samhliða námskeiðunum unnu nemendurnir að hönnunarverk- efnum, yfirleitt var unnið að einu verkefni á hverri viku. Það var mjög erfitt. Katrín var sívinnandi, var með verkefnið í huganum, fór með það í rúmið, dreymdi það um nætur og vaknaði með það í hug- anum á morgnana. Hugmyndirn- ar fékk hún á hinum furðulegustu tímum og stöðum. Sumar hug- myndirnar voru það góðar að á- kveðið var að gera úr þeim hlut, en stundum voru þær einungis „loftkastalar". Alltaf þurftu nem- endur að útskýra hugmyndir sínar út í hörgul, bæði fyrir kennaran- um og einnig fyrir hinum bekkjar- systkinunum. Dóma um hug- myndimar felldu svo kennarinn og aðrir í bekknum. Þetta fyrir- komulag var mjög lærdómsríkt. Það var í framhaldi af einu af þessum verkefnum að Katrínu datt í hug að nota vefnaðartækni við ákveðið verk. Verkefni hennar var að hanna skartgrip á öxl. Katrín hafði um tíma verið að gæla við þann möguleika að tengja smíðina við hefðbundna kvennahandavinnu, t.d. prjón. Eftir að hún hafði gert nokkrar til- raunir með að prjóna með málm- þræði ákvað hún að reyna ein- hverja aðra tækni því henni fannst útkoman ekki eins og hún hafði hugsað sér. Það má geta þess að núna er í tísku í Danmörku að smíða keðjur þar sem hlekkirnir mynda eins konar prjónamynstur þegar þeir eru settir saman. En eftir að Katrín hætti við að nota prjónamynstur við gerð þessa umrædda skartgrips fór hún að gæla við hugmyndir um að nota vefnaðartækni við gerð gripsins. Hún „óf" skissu sem henni fannst ekki líta nógu vel út, en þó áleit hún að þarna væru fleiri möguleikar. Þegar nemend- urnir gerðu tillögur að gripum notuðu þeir ekki blað og blýant við skissugerðina heldur alls kon- Annband og brjóstnál úr eirþræði. ar hluti og efni, t.d. rafmagns- leiðslur, garn, plaströr o.s. frv. Katrín segist hafa fengið niður- drepandi dóm þegar hún sýndi axlarskartið sitt, og henni var sagt að nælan hefði alveg eins getað verið á bringunni eins og á öxlinni og m.a. þess vegna væri lausnin ekki nógu góð. Engum datt í hug að hún myndi halda áfram á þess- ari braut, en þrátt fyrir hrakfarirn- ar ákvað hún að halda áfram og byrjaði að fikra sig áfram með vefnaðartæknina. Það var alls ekki auðvelt því nú var enginn til að veita leiðbeiningar. Þegar loks eftir langa mæðu eitthvað fór að ganga með þessa tækni hjá Katrínu fannst henni viðmót bekkjarsystk- inanna gagnvart sér hafa breyst. Seinna var henni sagt að það hefði sprottið af öfund yfir því að nú væri hún komin af stað með eitt- hvað sem væri hennar eigið á með- an að þau voru ennþá leitandi. Við lok fyrsta námsársins fékk Katrín danska Kunst- og hánd- værker-prisen. A þeim tíma var hún alvarlega að hugsa um að hætta í þessu námi. Viðmótbekkjarfélaganna gagn- vart henni var það neikvætt að henni fannst hún varla geta þolað það lengur. En sem betur fór hætti hún ekki og á næsta ári lagaðist á- standið og bekkjarandinn varð góður á ný. Katrín segir að í svona hönnun- arnámi sé gífurlega mikil sam- keppni, nemendur séu oft við- kvæmir og öfundin spretti stund- um upp, og þá getur andrúmsloft- ið orðið leiðinlegt og stundum næstum óbærilegt. Katrín minnist námsferðar sem bekkurinn fór til Parísar. Þau höfðu frábæran leiðsögumann, silfursmiðinn Carsten Form And- ersen. Hann lét þau arka á tveim- ur jafnfljótum um alla Parísarborg. Hugur og hönd 1997 13

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.