Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.2004, Blaðsíða 5

Hugur og hönd - 01.06.2004, Blaðsíða 5
Heimilisiðnaðarfélag íslands 90 ára Á afmœlishátíðinni 15■ júní 2003 í Árbœjarsafhi. Á síðasta ári varð Heimilisiðnaðarfélag Islands 90 ára. Félagið hélt upp á af- mælið með eftirminnilegum hætti í Ár- bæjarsafni sunnudaginn 15. júní. Varla er hægt að hugsa sér betur viðeigandi umgjörð um afmæli Heimilisiðnaðarfé- lagsins en Árbæjarsafn þar sem gömul hús minna á lífshætti fólks fyrr á tímum og kúra í grænu túni, hljóðlátri vin í há- vaðasamri borginni. Svo skemmtilega vill til að nákvæm- lega 90 árum fyrr, þann 15. júní árið 1913, var Iíka sunnudagur og þá kom saman hópur fólks í Reykjavík til að ræða stofnun heimilisiðnaðarfélags. Um aðdragandann að því að hópurinn hittist má lesa í Kvennablaðinu frá sama ári. Þar segir frá því að veturinn 1911-12 hafi Lestrarfélag kvenna tekið til um- ræðu hvort ekki ætti að stofna félagsskap til að efla íslenskan heimilisiðnað. Ekki er annað hægt en að undrast af- stöðu og áhuga þessara kvenna. Lýsingar á störfum kvenna á fyrstu árum síðustu aldar sýna að heimilisverk hafa verið ær- in og ætla mætti að konur fögnuðu frekar verksmiðjuframleiðslu og inn- flutningi, t.d. á fötum og skóm, heldur en að stofna félagsskap til að efla og auka heimilisiðnað. Kannski var það framsýni kvennanna sem réð gerðum þeirra. Þær hafi séð fyrir mikilvægi þess að viðhalda menningararfi handverksins sem þjóðin hafði iðkað í 1000 ár en var að víkja fyrir alls kyns tækninýjungum þess tíma. Lestrarfélag kvenna kaus sjö kvenna nefnd til þess að finna ráð til að stofna heimilisiðnaðarfélag. Nefndin komst að þeirri niðurstöðu að Lestrarfélagið hefði ekki tök á að beita sér fyrir stofnun slíks félagsskapar en málið væri hins vegar gott og þarft og æskilegt væri að eitthvað væri í því gert. Lestrarfélagið fól sjö kvenna nefndinni að halda verkinu áfram. Næsta vetur ákvað nefndin að fá fleira fólk til liðs við nefndina svo að hún yrði skipuð 12 mönnum. Meðal þeirra sem þarna komu inn í nefndina voru embættismenn ríkisins, fræðslumála- stjóri, fornminjavörður og húsagerðar- meistari. Þessi tólf manna nefnd ákvað enn að stækka hópinn og snéri sér til for- manna ýmissa félaga í bænum. Félögin voru beðin um að taka málið til umræðu og kjósa fulltrúa úr sínum röðum til að vinna með 12 manna nefndinni að stofnun heimilisiðnaðarfélags væru þau málinu hlynnt. Leitað var til fjórtán fé- laga og öll nema eitt kusu fulltrúa í und- irbúningshópinn. Það var þessi hópur, líklega 25 manns, sem fyrst hittist sunnudaginn 15. júní 1913 oghópurinn samþykkti að stofna skyldi heimilisiðn- aðarfélag. Þetta er hér rifjað upp til að sýna hvað Formaður Sigrún Helgadóttir og varafor- maður Þorgerður Hlöðversdóttir skarta faldbúningum. Formaður er í eigin bún- ingi en Þorgerður búningnum semfélagar unnu í sjálfboðavinnu fyrir Heimilisiðn- aðarfélagið. HUGUR OG HÖND 2004 5

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.