Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.2004, Blaðsíða 6

Hugur og hönd - 01.06.2004, Blaðsíða 6
Þjóðbúningar kvenna voru sýndir og Kristín Schmidhauser Jónsdóttir lýsti búningunum og gerð þeirra. vel var vandað til verka við stofnun Heimilisiðnaðarfélags Islands. Konur úr áhugamannafélagi hófu verkið og fengu svo til liðs við sig menn sem höfðu völd og sambönd. Skemmtilegt er að segja frá því að eina félagið sem leitað var til og ekki kaus fulltrúa í undirbúningshóp fyrir stofnun heimilisiðnaðarfélagsins var Búnaðarfélagið. Það ágæta félag var þó ekki þarna að segja sitt síðasta orð hvað varðaði stuðning við heimilisiðnað. Arið 1924 réði Búnaðarfélagið Halldóru Bjarnadóttur, þann mikla eldhuga, sem sérlegan ráðunaut almennings í heimilis- iðnaði. Sinnti hún því starfi í 33 ár og átti stóran þátt í að efla og auka vand- aðan heimilisiðnað og fagurt handverk. Á fundinum þann 15. júní 1913 var kosin nefnd til að undirbúa lög verðandi félags. Sú nefnd lét ekki bíða eftir sér en boðaði hópinn aftur til fundar á Jóns- messunni, rúmlega viku síðar, og þar voru lögin samþykkt. Nokkrir vildu drífa í að stofna félagið þennan Jóns- messudag en aðrir vildu bíða til að gefa öðrum kost á að taka þátt í stofnun fé- lagsins og kjósa um lög þess og stjórn. Það varð ofan á og stofnfundur Heimil- isiðnaðarfélagsins var auglýstur á götum úti, í blaðinu Isafold og öllum alþingis- mönnum var sérstaklega boðið á fund- inn. Stofnfundurinn var haldinn laugar- daginn 12. júlí. Þar skýrði Ingibjörg H. Bjarnason frá undirbúningi málsins, en hún var forvígismaður í málinu frá upp- hafi, og Matthías Þórðarson fornminja- vörður hélt erindi um heimilisiðnað og þýðingu hans. Lög félagsins voru sam- þykkt og stjórn kosin en fyrsti forseti fé- lagsins var Jón Þórarinsson fræðslumála- stjóri. I fyrstu lögum Heimilisiðnaðarfélags- ins var tilgangur þess sagður vera að „... auka og efla þjóðlegan heimilisiðnað á Islandi, stuðla að vöndun hans og fegurð, og vekja áhuga manna á því, að framleiða nytsama hluti.“ Störf félagsins skyldu aðallega fólgin í því að halda námskeið í ýmsum greinum heimilisiðnaðar, gefa út ritgerðir um það efni, fyrirmyndir, uppdrætti og fleira. Enn í dag er þetta kjarninn í starfsemi félagsins. Greinin sem hér hefur verið í vitnað, í Kvennablaðinu frá árinu 1913, var skrif- uð af Ingu Láru Lárusdóttur. Hún var í hópnum sem Lestrarfélag kvenna fól að undirbúa stofnun félagsins og fylgdi málinu eftir og var kosin í stjórn félags- ins, eða fulltrúaráð, á stofnfundinum. Inga Lára endar grein sína á því að segja að í upphafi hafi félagar í Heimilisiðnað- Upphlutir í stíl 19. aldar sem hafa verið saumaðir á námskeiðum Heimilisiðnaðarskólans. 6 HUGUR OG HÖND 2004

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.