Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.2004, Blaðsíða 8

Hugur og hönd - 01.06.2004, Blaðsíða 8
Listvefnaður Herdísar Tómasdóttur Að baki hvers veflistaverks liggur langt ferli sköpunar, hugar og handa, mikil undir- búningsvinna, ögun og langar setur við vefstólinn. Hugur og hönd fékk að fylgjast með slíku ferli hjá Herdísi Tómasdóttur á vinnustofu hennar á vistlegu heimili hennar við Vesturströnd á Seltjarnarnesi. Listvefnaður er listgrein sem einkum virðist höfða til kvenna líkt og aðrar textílgreinar. Þegar Herdís Tómasdóttir settist í Myndlista- og Handíðaskóla Islands hafði hún helst hugsað sér að læra grafíska hönnun, en textíldeildin heillaði hana. Hún hafði löngum haft þörf fyrir að búa eitthvað til í höndunum að eigin sögn og hafði til dæmis mikið fengist við útsaum. Það voru kannski áhrif frá móður hennar, Sigríði Thor- oddsen, sem hafði áhuga á íslenskum út- saumi og taldi út munstur, sem henni fundust áhugaverð í Þjóðminjasafninu og voru ekki til prentuð, setti þau saman og saumaði mörg falleg veggteppi. Herdís Tómasdóttir viS vefinn. Ljósmynd: SigurSur K. Oddsson. Herdís útskrifaðist frá Myndlista- og Handíða- skóla íslands 1985 bæði úr textíldeild og vefn- aðarkennaradeild. Auk myndlistarnámsins er hún menntaður bóka- safns- og upplýsingafræð- ingur frá Háskóla Islands og vinnur nú í hlutastarfi við bókasafn Listaháskóla Islands. Hún hefur teldð þátt í fjölda samsýninga og haldið einkasýningu í Norræna húsinu árið 1998. Árið 1997 var hún valin bæjarlistamaður Sel- tjarnarnesbæjar. „KveSja"gagnsatt verk d einkasýningu í Norrœna húsinu, 1998. Hör, hörruddi, nœlon. StœrS: 240x120 cm. Ljósmynd: SigurSur K. Oddsson. Hugmyndir að myndverkum sínum segist hún fá við að horfa á íslenska landslagið sem er svo tilkomumikið, stórbrotið og áhrifaríkt. Ekki þarf annað en að horfa á stórkostlegt útsýnið, hafið og fjöllin sem blasa við fyrir utan glugg- ann á vinnustofu hennar á Seltjarnarnes- inu. Náttúran og form er það sem heillar hana. Ljósmyndir, sem hún tekur, verða stundum fyrirmyndir sem hún hugsar út frá og notar í myndverk Landslagið er ekki endilega sýnilegt í verkum Herdísar, hún einfaldar formin og reynir að leysa þau upp í fletinum. Mikill tími getur farið í þá vinnu. Hugmyndina þarf síðan að skissa á blað. Við skissugerð notar hún blýant, tréliti, túss, vatnsliti, þráð og fleira. Næsta skref er að stækka myndina upp í vinnustærð. Þá þarf að velja efni í uppi- stöðu og garn. Herdís segist oftast nota hör í uppistöðu og ull í ívafið en stund- um annað efni, einkum þegar hún vefur gagnsæ verk. Sú tegund vefnaðar þekkist vel á Norðurlöndunum, einkum í Finn- 8 HUGUR OG HÖND 2004

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.