Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.2004, Blaðsíða 13

Hugur og hönd - 01.06.2004, Blaðsíða 13
sem er að mati hans fallegasta skrautið í íslenskum útskurði. Hann er uggandi um framtíð þess og vekur því athygli nemenda sinna á því og kennir þeim það til að forða því frá gleymsku — svo að hefðin lifi. Sjálfur hefur hann gert fjölda muna sem hann hefur áletrað með höfðaletri. En þeir munu vera fáir sem enn nota höfðaletur. Matthías birtir hér stafrófið, sem hann hefur lagað að sínu höfði, líkt og aðrir hafa gert á undan honum. I útskurði reyndust drættir í stöfunum vera mörg- Á gestabókinni er texti skorinn út i höföaletri. ÁSur en verk er hafiðþatfað reikna út hver stœrð á stöfum má vera miðað viðflötinn. Hér notar Matthías einniggotneskt letur. um erfiðir, því að stilkar voru svo grannir að þeim hætti til að brotna. Helstu breytingar hans á letrinu miða að því að gera slíka stilka traustari í útskurði. Staf- ina skreytir hann líka á sinn eiginn hátt og bætir við þá einstökum dráttum. Hann segir það vera mun vandasamara að skera út letrið en almennan mynd- skurð. Antia Lilja Jónsdóttir Heiður Vigfiísdóttir Heimildir: Fróðleik um höfðaletur er að fmna í eftirfarandi ritum: Guðmundur Finnbogason og Ríkarður Jónsson (1943). Skurðlist Guðmundur Finnbogason (ritstj.), Iðnsaga lslands I. (bls. 376 — 400). Reykjavík: Iðnaðarmannafélagið í Reykjavík. Kristján Eldjárn (1975). Hagleiksverk Hjálmars í Bólu. Reykjavík: Helgafell. Gunnlaugur S.E. Briem (1981). Höfðaletur — íslensku stafirnir sem enginn kemst fram úr. Hugur og hönd, 25-32. Kistill skreyttur höföaletri og akantus, geirnegldur og úr amerískri hnotu (1976). höfðaletrinu, þessu rammísienska ietri, Fundarhamar ogaskja unninfyrir ungmennafélagið Glæsibœ, Eyjafirði (1962-3). Berjanesi undir Austur-Eyjafjöllum. I uppvexti var hann einatt að tálga til spýtur og gera sér smáhluti. Arið 1950, tvítugur að aldri, innritaðist hann í Handíða- og myndlistarskólann. Þá var nýlega stofnuð kennaradeild við skólann sem var eins árs nám. Lúðvíg Guð- mundsson, þáverandi skólastjóri, tók honum vel og veitti honum leyfi til að vera í öllum þeim tímum sem hann lang- aði að sækja. Þetta nýtti Matthías sér til hlítar því að margt var þar að sjá og nema sem hann hafði ekki kynnst áður. Hóf hann því daginn snemma og endaði seint. Hann hreifst sérstaklega af út- skurðardeildinni sem Friðrik Friðleifsson stýrði, en hann var meistari í útskurði. Friðrik veitti áhugasömum nemanda góða tilsögn og sýndi honum einnig hlýhug og skilning. Matthías stefndi að því að verða teiknikennari og lauk námi sínu á því sviði. Að loknu því prófi bauð Friðrik honum að stunda áfram nám hjá sér í útskurði, en úr því varð ekki, fjár- hagurinn leyfði það ekki. Þetta námsár í Handíðaskólanum var Matthíasi dýrmætt, hann aflaði sér reynslu og þekkingar sem hann bjó að síðan. Nám í útskurði stundaði hann ekki frekar en hélt áfram að skera út í tómstundum sér til gamans og gerði gjafir fyrir vini og ættingja. Eftir því sem Matthías kynntist út- skurðarhefðum betur hreifst hann æ meira af íslenska útskurð- arletrinu, höfðaletr- inu, og kynnti sér það sem best. Hann skoðaði gamla gripi á Þjóðminjasafninu og aflaði sér ýtarlegra upplýsinga í Iðnsögu Islands og víðar. Ahugi á útskurði og útskornum munum dalaði mjög á 5. og 6. áratugnum að mati Matthíasar. Er áhugi almennings tók að glæðast aftur, fór hann að segja öðrum til. Hann kenndi í mörg ár á námskeið- um við Heimilisiðn- aðarskólann og víðar. Matthías ann HUGUR OG HÖND 2004 1 3

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.