Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.2004, Blaðsíða 17

Hugur og hönd - 01.06.2004, Blaðsíða 17
Ævintýrafugl. snör handtök til að bjarga lífi sinna góðu fugla, því ekki er það aðeins mannfólkið sem hefur hrifist af þeim, heldur hefur kötturinn freistast til að hremma þá. Margrét sem er fædd og uppalin í mið- bæ Reykjavíkur hafði þegar í bernsku unun af því að vinna í höndunum. Eftir að hafa starfað í mörg ár í Fossvogsskóla og aðstoðað þar við kennslu í meira en 20 ár, fæst hún nú við handverkið allar stundir sem gefast. Fjölmörg námskeið á sviði handverks og lista hafa nýst henni vel. Þannig lærði hún að gera pappírinn sem hún nýtir í mörg verka sinna. Við fuglagerðina sameinar hún áhugann á handverkinu og dálæti sitt á iuglum en hún hefur safnað fuglum úr ýmsum áttum og mismunandi efnivið. Hennar eigin fuglar bera það með sér að hún hefur íylgst náið með fyrirmyndunum og þekkir hreyfingar þeirra og háttalag og laðar þessi einkenni fram með ná- kvæmum og fínlegum vinnubrögðum. Seint kemur það upp í hugann að þessa fagurlega unnu fugla hefur Mar- grét skapað úr efni, sem oftast ratar beint í ruslakörfuna hjá fólki. Heiður Vigfúsdóttir Ljósmyndir: Binni HUGUR 0G HÖND 2004 17

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.