Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.2004, Blaðsíða 20

Hugur og hönd - 01.06.2004, Blaðsíða 20
Elsta prentuð mynd af íslensku langspili. Birt í ferðabók eftir Sir George Steuart Mackenzie árið 1810. Hljóðfierið var gjöfÞórunnar dóttur Magnúsar Stephensen til Mackenzie. Koparstunga eftir E. Mitchell. sjálfa sig og aðra, ýmist sem hljóðfæri til tónlistariðkunar eða sem vandaða smíðisgripi og minjagripi, í seinni tíð einnig til gjafa. Sá langspilssmiður, sem mest lét að sér kveða á 20. öldinni, var Friðgeir Sigurbjörnsson (1896-1983). Hann var smiður að iðn og mennt og lagði sem ungur maður stund á þá starfs- grein. Eftir veikindi og þriggja ára dvöl á sjúkrahúsi hóf hann nokkru eftir 1950 að gera við og smíða hljóðfæri. Stofnsetti hann til þess verkstæði á Akureyri sem nefnt var „Strengir". Þar fékkst Friðgeir bæði við nýsmíði og viðgerðir á ýmiss konar hljóðfærum, einkum strengja- hljóðfærum, gíturum og kontrabössum. Þekktastur varð hann þó fyrir mjög vönduð langspil sem hann smíðaði um áratuga skeið (Dagur, 10. febr. 1983). Bandarískur sérfræðingur í tónlistar- uppeldi, dr. David G. Woods, ferðaðist um Island árið 1981 og rannsakaði lang- spil í söfnum og í einkaeigu víða um landið, í Reykjavík, á Selfossi, í Skógum, á Akureyri, Dalvík og Húsavík. Samtals athugaði hann tuttugu og eitt hljóðfæri, mismunandi að aldri, stærð og gerð. Tilgangurinn var að kanna sérstaklega smíði og gerð hljóðfærisins með það íyrir augum að hanna nokkrar mismunandi eftirlíkingar af íslenska langspilinu, svo og að setja saman smíðispakka til kennslu og notkunar íyrir skólabörn í tónlistarnámi. I framhaldi af því var sett upp tilraunaverkefni í hljóðfærasmíði sem fram fór í Tónmenntaskóla Reykja- víkur. Að rannsókninni lokinni var skrifuð grein um niðurstöður verkefnis- ins sem birtist á prenti alllöngu síðar í íslenskri þýðingu (Woods 1994). Er það ítarlegasta samantekt sem gerð hefur verið um smíði og handverk langspilsins og sú eina sem til er um kennslufræðilegt gildi hljóðfærisins. Helsti langspilssmiður íslenskur nú á tímum er Hans Jóhannsson fiðlusmíða- meistari sem einnig hefur fengist nokkuð við að smíða langspil. Hann hefur jafn- framt kennt langspilssmíði, meðal ann- ars á fyrstu þjóðlagahátíðinni sem haldin var á Siglufirði sumarið 2000. A því námskeiði voru smíðuð 12 langspil. Fleiri hafa staðið fyrir slíkum nám- skeiðum, m.a. hélt Heimilisiðnaðarfélag Islands norrænt sumarmót á Akureyri árið 2000 og voru þar smíðuð 10 lang- spil sem dreifðust í allar áttir. Loks ber að geta nokkurra tónlistar- manna sem öðrum fremur hafa lagt sinn skerf til endurvakningar langspilsins sem hljóðfæris á síðari árum. Söngkonurnar Guðrún Sveinsdóttir (1901-1986) og Anna Þórhallsdóttir (1904-1998) lögðu sig eftir alþýðlegum söng og þjóðlögum og léku báðar á lang- spil. Þeim var mjög umhugað um að glæða áhuga á þessu gamla alþýðuhljóð- færi sem íslenskt tónlistarfólk sinnti lítið á þeim tíma. Langspili bregður einnig fyrir í þjóð- lagatónlist af léttara taginu. Á þjóðlaga- plötum Savannatríósins leikur Þórir Baldursson t.d. á langspil (Folksongs from Iceland 1992). Síðast en ekki síst skal nefndur til þess- arar sögu Sigurður Rúnar Jónsson, betur þekktur sem „Diddi fiðla“. í síðasta tölu- blaði þessa rits er greint frá því hvernig hann hóf að kynna og endurvekja gömlu íslensku tveggja strengja fiðluna eftir að minnst var 125 ára afmælis Þjóðminja- safnsins árið 1988 (Njáll Sigurðsson 2003). Allt upp frá því hefur hann unnið mjög merkilegt brautryðjandastarf við að kynna íslensku alþýðuhljóðfærin, fiðluna og langspilið og hefur hann leikið á þessi hljóðfæri á fjölmörgum tónleikum bæði innan lands og utan. Jafnframt hefur hann kynnt íslensku hljóðfærin í útvarpi, sjónvarpi, á námskeiðum og í skólum. Verður hans framtak á þessu sviði seint fullþakkað. A okkar tímum bregður langspilinu fyrir sem eins konar táknmynd þess sem íslenskt getur kallast á vettvangi tónlist- arinnar. Það er til dæmis notað sem myndefni í félagsmerki fyrir Félag ís- lenskra hljómlistarmanna og jafnframt í fána félagsins. Njáll Sigurðsson Heimildir og ítarefni. Getið er tilvitnaðra rita og fáeinna ann- arra. Prentuð rit: Anna Þórhallsdóttir (1961). Langspil. Tíminn 29. ágúst (bls. 11). Ari Sæmundsen (1855). Leiðarvísir til að spila á langspilog tilaðlœra sálmalögeptir nótu Akureyri. Arne Magnussons private brevveksling (1920). 20 HUGUR OG HÖND 2004

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.