Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.2004, Blaðsíða 26

Hugur og hönd - 01.06.2004, Blaðsíða 26
Upphlutur Halldóru Bjarnadóttur. Leggingarnar eru kniplaðar úr togi. Ljósmynd: Gunnar Þór Jóhannesson. Guðrún er þekkt fyrir að nýta þráðinn í verk sín og verður að segjast að það er skemmtileg skírskotun til þemans í sýningum safnsins. Aður en lokið er við umfjöllun um þær sýningar sem nú eru uppi í safninu ber að geta þess að stefnt er að því að skipta út munum að einhverju leyti frá ári til árs. Verður það gert bæði til þess að „hvíla“ safngripi, en einnig til að safn- gestir eigi möguleika á að sjá sem mest af munum safnsins. Áætlað er að endurnýja föstu sýning- arnar frá grunni og þá með nýjum áherslum á nokkurra ára fresti og nýta eiginleika hússins til að skapa nýja og ferskari upplifun hverju sinni. Gjafir Heimilisiðnaðarsafnið á mikið safn muna sem bera vitni um listfengar hannyrðir og handverk. Á hverju ári berast safninu margir einstakir munir sem vert er að varðveita, bæði vegna listræns gildis en einnig vegna menningararfleifðarinnar. Þannig getur stagbætt flík verið jafnein- stök og fagur útsaumur eða þráðfínn spuni og sagt sögu fyrri kynslóða. Við vígslu safnsins í vor afhentu Bændasamtökin safninu til varðveislu muni sem Halldóra Bjarnadóttir gaf Búnaðarfélagi Islands árið 1961. Þarna gætir margra góðra muna og má þar nefna skautbúning sem var saumað- ur af móður Halldóru, Björgu Jónsdótt- ur, veturinn 1870-1871. Þar eru einnig peysuföt og er peysan úr þrinnuðu þel- bandi, unnin og prjónuð af móður Hall- dóru. Pilsið er úr vaðmáli, tætt og ofið á Grænavatni í Mývatnssveit. Ekki má gleyma svuntunni sem er sannkallað listaverk, dúksvunta (einskeftudúkur) í sauðarlitunum. Þráðurinn er unninn af Ingibjörgu Þórðardóttur, Hofi í Svarf- aðardal, um aldamótin 1900, og er tal- inn fínasti þráður sem spunninn hefur verið úr íslenskri ull. Dúkurinn var ofinn af Sigurði Jónssyni, Brekkugerði í Fljóts- dal. Þá er vert að geta um upphlut með leggingum á bakinu sem kniplaðar eru úr togi. Millurnar eru heimasmíðaðar úr látúni og reimin við upphlutinn er úr gulli. Skúfurinn við skotthúfuna er spunninn úr togi. Langsjöl og hyrnur ýmist í sauðarlit- unum eða jurta- og steinlituð, unnin úr togi og þeli eru á meðal þessara muna, svo og ýmsir merkir smámunir úr búi Halldóru. Jón Isberg, fv. sýslumaður, afhenti við vígslu safnsins fálkaorðu þá sem Kristján konungur X sæmdi Halldóru árið 1931. Forseti íslands, Kristján Eldjárn, sæmdi Halldóru stórriddarakrossi árið 1971. Eins og lög gera ráð fyrir skilaði Halldóra þá fálkaorðunni. Jón Isberg fékk hana til baka í tilefni þess að þá var verið að koma upp safni sem að hluta til tengdist minningu Halldóru. Guðrún Jónsdóttir arkitekt færði safninu handspunninn ullarþráð eftir ömmu sína, Steinunni Frímannsdóttur frá Helgavatni, og einnig svokallaðar handstúkur prjónaðar af langömmu hennar, Jórunni Magnúsdóttur. Svona handstúkur eru nú í tísku en í þá daga voru þær einkum notaðar til að halda hlýju á úlnliðunum. Ennfremur færði Guðrún safninu að gjöf kjól sem móðir hennar Hulda Á. Stefánsdóttir átti. Kjóllinn er meira en aldar gamall og hefur honum margoft verið breytt. Ullarþráðinn í kjólinn spann Steinunn amma Guðrúnar og efn- ið var síðan ofið undir hennar stjórn. Kjóllinn er bláköflóttur og er blái litur- inn svokallaður steinlitur. Á síðastliðnu sumri gáfu afkomendur Ingibjargar Guðmundsdóttur frá Síðu- múla í Borgarfirði safninu upphlutinn hennar. Hann er forkunnarfallegur, borðar og belti baldérað, svo og beltis- pörin. Snið beltisins er mjög sérstakt þar sem það breikkar í miðjunni aftanverðri og má segja að beltið eitt og sér sé ein- stakt listaverk. Ingibjörg Guðmundsdóttir, sem kennd er við Síðumúla í Borgarfirði, var ættuð frá Mjóadal sem gengur inn af Laxárdal í Austur-Húnavatnssýslu. Mjóadalsheimilið var annálað sem mikið menningarheimili og systurnar Ingi- björg, Elísabet og Þorbjörg afar listfengar í hannyrðum. Einn bróður áttu þær systur sem var Sigurður Guðmundsson, fyrrum skólameistari við Menntaskólann á Akureyri. Heimilisiðnaðarsafnið hefur átt því láni að fagna að fá til varðveislu þó nokkuð af munum eftir systurnar sem unnir eru af þvílíku næmi og full- komleika að orð fá vart lýst. Safninu barst einnig í sumar hluti af flosborða sem er unninn úr sortulituðu togi. Þannig borðar voru gjarnan lagðir framan á hempur og kölluðust þá hempuborðar. Borðinn var unninn um 1820 af Rann- veigu Jóhannesdóttur, húsfreyju að Svaða- stöðum í Skagafirði og er kjörgripur. Þá hefur Guðríður Torfadóttir frá Mörk í Kelduhverfi saumað og gefið safninu Stóra riddaraklæðið. Teppið sem saumað er með gamla krosssaumnum er minningargjöf um Halldóru Bjarnadótt- ur en Guðríður var til náms í Tóvinnu- skólanum á Svalbarði árið 1947. Einnig er vert að nefna kvöldkápu sem Sigríður Bjarnadóttir, kjólameistari í Reykjavík, færði safninu meðal annarra muna í fyrrasumar. Efnið í kápunni var ofið á Vefstofu Guðrúnar Vigfúsdóttur á Isafirði en Sigríður hannaði kápuna og 26 HUGUR 0G HÖND 2004

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.