Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.2004, Blaðsíða 28

Hugur og hönd - 01.06.2004, Blaðsíða 28
y " vera fyrst og fremst safn fyrir tóvinnu- og textílmuni og eiga áhöld sem notuð voru við slíka vinnu. Við lítum svo á að safnið sé menning- arstofnun sem gegnir margþættu hlut- verki, við sýningarhald, rannsóknir og fræðslu. Island er heimili okkar og ríkt af nátt- úru, menningu og sögu, sem ber að varð- veita, miðla og koma á framfæri til kom- andi kynslóða. Heimilisiðnaðarsafnið er virkur þátt- takandi í því. Safnið verður opið frá 1. júní til og með 31. ágúst, alla daga frá kl. 10 til 17. Þá er safnið einnig opnað til sýninga á öðrum tímum árs eftir samkomulagi. Elin S. Sigurðardóttir, forstöðumaður Heimilisiðnaðarsafhsins. Heimildir: Áslaug Sverrisdóttir (2001). Þjóðlyndi, framfara- hugur og handverk: Barátta Halldóru Bjama- dóttur fyrir endurreisn íslensks heimilisiðnaðar 1886-1966. Ritgerð til M.A.-prófs í sagn- fræði. Reykjavík: Háskóli Islands. Elín S. Sigurðardóttir (2000). Heimilisiðnaðar- safnið á Blönduósi. 1 Magdalena Ingimund- ardóttir (ritstj.), Kvenfélagasamhand íslands 70 ára, 1930-2000 (bls. 38-42). Reykjavík: Kvenfélagasamband Islands. Elín S. Sigurðardóttir (2002). Heimilisiðnaðar- safnið á Blönduósi. Húnavaka 2002, 42 (bls. 107-116). Nœrflík. Sýnishorn á útsaumssýningu. Fyrirsnttan er Sigrún Sigurðardóttir. Ljósmynd: Högni Sigurpórsson. verður hlutur svo gamall að hann teljist safngripur? Heimiiisiðnaðarsafnið er eina safn sinnar tegundar á íslandi og má segja að það geymi fyrst og fremst hina gleymdu iðju frá fortíð til nútíðar. Lögð er áhersla á að veita innsýn í vinnu kvenna og karla sem fram fór á heimilunu og var stór þáttur hins daglega lífs. Þetta var út- flutningsiðnaður um aldir - stóriðja þess tíma. Það hefur verið of hljótt um þessa vinnu og hvernig hvert heimili var sjálf- bjarga um að breyta ull í fat og nýta til fullnustu það hráefni sem til féll. I safninu má greina hluta af atvinnu- Dúkur saumaður með Hedebosaum. Steinunn Jósefidóttir frá Hnúki i Vatnsdal saumaði (sennilega) árið 1905- Ljósmynd: Gunnar Þór Jóhannesson. Baldýrað belti frá upphlutsbúningi Ingibjargar Guðmundsdóttur frá Síðumúla í Borgarfirði. Athyglisvert er að beltispörin eru líka baldýruð. Ljósmynd: Gunnar Þór Jóhannesson. sögu þjóðarinnar og sjá hvernig sjálf- þurftar- heimilisiðja og viðskiptabúskap- ur mættust á seinni hluta nítjándu aldar og fram á þá tuttugustu. Heimilisiðnaðarsafnið er sérsafn og leggur áherslu í söfnunarstefnu sinni á að 28 HUGUR0G HÖND 2004

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.