Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.2004, Blaðsíða 29

Hugur og hönd - 01.06.2004, Blaðsíða 29
Heimilisiðnaðarskólinn býður upp á fjölbreytt, áhugaverð og skemmtileg handverksnámskeið. Baldýring: 32 kest. Baldýrað með silki, gull- eða silfurvír. Settir upp upphlutsborðar. Hekl: 16 kest. Kenndar grunnaðferðir við hekl, gerðar prufur og unnið með valin verkefni. Knipl: 32 kest. Kniplað er úr hör og gerðar eru prufur úr blúndum. Orkering: 16 kest. Aðferð til að gera blúndur og dúka. Perlusaumur og applikering: 12 kest. Aðferðir sem notaðar voru á faldbúningstreyjuborða og kraga. Útsaumur: 20 kest. Kenndar eru ýmsar eldri gerðir af útsaumi. Leðursaumur: 20 kest. Töskur mótaðar og handsaumaðar. Fatasaumur: 32 kest. Farið í helstu grunnatriði í sniðum, saumaskap og gerðar flíkur. Prjón- og prjónatækni: 20 kest. Farið í ýmsar aðferðir og unnið með valin verkefni. Tauþrykk: 24 kest. Munstur þrykkt á efni, nokkrar aðferðir, og gerð veggstykki, dúkar og púðar. Jurtalitun: 20 kest. Garn litað úr algengum litunarjurtum og gerð vinnumappa. Tóvinna: 20 kest. Kenndar hefðbundnar aðferðir við ullarvinnu, kembt og spunnið. Vattarsaumur: 16 kest. Aðferð sem notuð var við gerð fatnaðar áður en prjón þekktist. Þæfing: 20 kest. Kennt er að móta og þæfa ullarkembu í skraut- og nytjahluti. Faldbúningur, skautbúningur: Námskeiðaröð í gangi. Möttull: 24 kest: Möttull saumaður. Sauðskinnsskógerð og íleppar: 8 kest. Gerðir eru sauðskinnsskór og prjónaðir íleppar. Þjóðbúningar karla: 44 kest. Saumaður herraþjóðbúningur, jakki, vesti, skyrta, hné- eða síðbuxur. Þjóðbúningar kvenna: 44 kest. Upphlutur eða peysuföt eru saumuð. Fótvefnaður: 8 kest. Kennt að gera bönd þar sem engin áhöld eru notuð. Myndvefnaður: 32 kest. Myndir ofnar í ramma og kenndar helstu aðferðir. Vefnaður: 36 kest. Kennd uppsetning í vefstól og ofin veggstykki eða mottur. Spjaldvefnaður: 20 kest. Kennt að setja upp og vefa nokkur tilbrigði af böndum. Að vefa svuntur eða langsjöl: Hægt er að leigja aðstöðu í uppsettum vefstól. Að setja upp vef: Uppsetning og upprifjun við að reikna út og setja upp í vefstól. Kortagerð: 6 kest. Farið er í listrænar útfærslur á tækifæriskortum og búin til kort. Ljósaseríuskermar: 6 kest. Gerðir eru skermar með listrænum útfærslum. Útskurður: 20 kest. Kennd handtök, beiting verkfæra, farið í viðarfræði og gert prufustykki. Hnýtingar: 16 kest. Farið er í helstu hnúta og gerð bönd, hengi og ýmis form. Keðjugerð: 12 kest. Aðferðir er notaðar voru á víkingatímanum til keðjugerðar, gerðar hálsfestar og armbönd. Víravirki: 12 kest. Farið er í grunnatriði víravirkis og gerður smáhlutur. Misstu ekki af því sem þig langar til að læra og vertu á skrá hjá okkur. Við látum þig vita þegar þitt námskeið hefst. Innritun og upplýsingar: Sími: 895-0780, fax: 551-5532 netfang: hfi@islandia.is. - Heimasíða: www.islandia.is/~heimilisidnadur Þjónustudeild Heimilisiðnaðarfélags íslands Við eigum til efni í þjóðbúninga; ullarefni, skyrtuefni, svuntuefni, kniplinga, orkeringar, húfur og skúfa. Við seljum einnig jurtalitað band, hörgarn og bóm- ullargarn í vefnað og vefnaðaráhöld. Þá er gott úrval íslenskra útsaumsmynstra, t.d. Riddarateppið og Ævi Jesú ásamt stökum mynstrum og útsaumspakkningum. Er velkomið að leita til okkar eftir margvíslegum upplýsingum um það sem við- kemur þjóðbúningunum, ýmsu handverki og heimilisiðnaði, hráefni, vinnu- brögðum, handverksfólki og ítarefni. Nýtt í versiuninni: Merínóull í þæfingu, margir litir. HUGUR OG HÖND 2004 2 9

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.