Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.2004, Blaðsíða 31

Hugur og hönd - 01.06.2004, Blaðsíða 31
mjóar ræmur og unnið úr þeim. Til að sauma saman og skreyta er síðan notuð hrosshúð sem unnin er á sama hátt. Yfirleitt eru ekki notaðir málmhlutir, s.s. sylgjur og hringir, í þessi reiðtygi heldur er allt unnið úr hráskinninu. Hnappar úr hráskinni eru t.d. notaðir til að festa mélin við höfuðleðrið og „hring- hnútar" sem eru nokkurs konar flétta úr einum þræði eru notaðir til að festa saman og fela sauma o.þ.h. Er þá fléttað eða ofið með einum þræði utan um það sem á að festa saman eða fela þannig að hringurinn lítur út svipað og flétta úr þremur, fimm eða fleiri þáttum en er einn órofinn hringur. Reiðtygi sem eru eingöngu ætluð til „ófínna“ brúks eru oftast einföld að gerð og ekki mikið lagt í útlitið; notagildið ræður frekar og það að hlutirnir séu ein- faldir og fljótgerðir. Þegar meira er lagt í verða hins vegar oft til sannkölluð lista- verk þar sem hráskinnið er ýmist fléttað eða útsaumað með hrosshúð. Fléttur eru gerðar úr allt frá 3 þáttum upp í 21 þátt og eru ýmist flatar, rúnnaðar eða kantað- ar. skinni og ýmist snúnar úr þremur þátt- um eða fléttaðar úr fjórum með rúnnaðri fléttu. Snörur eru mislangar en oftast 8- 10 metra langar. Þær eru unnar úr einni samfelldri lengju þannig að ekki eru í Uruguay eru hins vegar í nokkrum lögum eða aðskildum stykkjum. Næst hestinum er sett ofið teppi, þar ofan á er settur hnakkurinn sjálfur sem er saum- aður úr leðri og með tveimur undir- dýnum sem leggjast hvor sínum megin við hrygg hestsins og þetta er svo fest á hestinn með gjörð. Ofan á þetta kemur svo sauðargæra og yfir allt saman er svo sett önnur gjörð sem kallast yfirgjörð. Þessir hnakkar eru notaðir í allri sveita- vinnu í Uruguay og eru sérstaklega hentugir til lengri ferða því að hægt er að hengja flest sem þarf að nota á hnakkinn og stinga minni hlutum og t.d. regn- fötum undir gæruna. Snaran sem er Það hentar vel að reiða barn fyrir framan sig i hnakknum. Ymislegt annað en reiðtygi er unnið úr hráskinni og hefur Julio til að mynda gert belti og lyklakippur úr þessu efni auk alls kyns hluta sem tengjast hesta- mennsku, s.s. múla, höfuðleður, tauma, svipur og fleira. Eitt af því sem er mikið notað í Uruguay eru snörur. Þær eru úr hrá- samsetningar á þeim. Nautshúðin er skorin í hring til þess að ná þægilegri lengd. Fjölnota hnakkur Julio saumaði sér fyrir nokkrum árum hnakk eins og þá sem mest eru notaðir í Uruguay og hentar hann sérstaklega vel til að reiða barn fyrir framan sig því að sætið í honum er það langt að pláss er fyrir tvo í honum. Þessi hnakkur er veru- lega frábrugðinn því sem venjan er að nota hér á landi. „Islenskir“ hnakkar eru ýmist með virki úr plasti eða öðrum sterkum efnum og með dýnum undir og yfir eða virkislausir, þ.e. svokallaðar dýnur. Dýnurnar hafa verið að ryðja sér til rúms á síð- ustu árum á kostnað hefð- bundinna hnakka. Hnakkar alltaf við höndina er fest í neðri gjörðina og er því tilbúin til notkunar með stuttum fyrirvara og alltaf á sínum stað. Fest er í þessa sömu gjörð þegar hestur er teymdur og þegar eitthvað er dregið, t.d. girðingarstaurar. Lesendur hafa vonandi haft gaman af að fræðast um þessa hluti sem eru nokkuð framandi hér á landi þótt hér sé farið mjög grunnt í hludna. Lilja Grétarsdóttir greinarhöfundur og Ijósmyndari. HUGUR 0G HÖND 2004 31

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.