Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.2004, Blaðsíða 32

Hugur og hönd - 01.06.2004, Blaðsíða 32
Margt ber fyrir augu í ferðum okkar um landið. Náttúran fangar athyglina en einnig er margt að sjá og skoða á byggðum bólum. Ein er sú perla vestur á fjörðum, mannanna verk, sem vekur aðdáun þeirra sem þar koma, það er Ósvörin, verstöðin, sem kúrir undir hall- anum við sjóinn á leiðinni til Bolungar- víkur. Þar var litast um á liðnu sumri og grandskoðað, hátt og lágt, og dáðst að vel gerðu safni húsa, búnaðar og muna. Gesti varð sérstaklega starsýnt á rúm- ábreiðu eina sem lögð var á rúm upp á lofti í verbúðinni. Var sem lýsti af henni undir súðinni. Hún var í skærum lit og glampaði á snjáða ullina, auk þess að vera vel unnin og merkt eiganda sínum. Oftast eru gamlar rúmábreiður ofnar en þessi var óvenjulegrar gerðar. Leitað var vestur til að fá upplýsingar um gripinn sem umsjónarmaður safnsins veitti greiðlega og vísaði á barnabarn fyrrum eiganda ábreiðunnar. Rúmábreiðan var í eigu Sigurjóns Sveinssonar (d. í jan.1939) sem bjó á Svertingsstöðum í Vestur-Húnavatns- sýslu en var ættaður úr Dölunum. Hún er nú í eigu Sunnu Sigurjóns- dóttur sem býr á Ósi í Bolungarvík. Hún sagði frá því að afi sinn hefði fengið hana að gjöf. Sennilega voru það konur úr Dölum sem unnu og gáfu ábreiðuna, en hún ber ártalið 1920. Ekki er lengur vitað með vissu um tilefni gjafarinnar, en geta má sér þess til að hún tengist brott- för Sigurjóns úr heimahögum. Hann fluttist að Svertingsstöðum 1919 eða 1920. Sunna lánar Ósvararsafninu þenn- an kostagrip. Við nánari skoðun á ábreiðunni má sjá að hún hefur verið notuð lengi og er nokkuð slitin. Aðallitirnir rautt og svart halda sér vel en ljósu litirnir hafa upplit- ast, voru áður fjólublátt og gráblátt. Bandið er togmikið ullargarn. Ábreiðan er 1,67 m á lengd og 1,30 m á breidd. Áttablaðarósir mynda aðalhlutann, á þrjár hliðar er stílhreinn munsturkantur 32 HUGUR OG HÖND 2004

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.