Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.2004, Blaðsíða 35

Hugur og hönd - 01.06.2004, Blaðsíða 35
Brot afhandavinnuhlutum í eigu safhsins, sýnt 1999. er svo ósjálfstæð myndgerð þar sem mál- að er eftir númerum, eða steypt í mót og skreytt samkvæmt leiðbeiningum. Orðið alþýðulist er samheiti yfir allt þetta, hvort sem það er myndlist eða handverk og nytjahlutur, og meira til, ef menn vilja kafa dýpra. Er hœgt aðgreina á milli alþýðulistar og annarrar listar? Það verður sífellt erfiðara og ástæðan er sú, að margt ungt fólk sem fer í listnám ræktar persónuleik sinn á varfærnari máta en áður þekktist og kannar hvort það hefur eitthvað sérstakt að bjóða. Verk þess eftir útskrift líkjast því æ meira alþýðulist, því að sömu gildi ráða ferðinni. Þá gerist margt í þjóðfélag- inu sem kallar á breytt viðhorf og svör- un. Skólar eru umburðarlyndari og kröf- ur um klassískan undirbúning ekki eins afdráttarlausar og áður fýrr. Kennararnir eru flestir ungir og frjálslyndir og líta fram hjá hnökrum sem voru brottrekstr- arsök áður íyrr. Þeir eru kannski meng- aðir sjálfir eða með dýpri rætur en þeir héldu og þorðu að láta sjást er þeir voru í námi. Alþýðulist er áhrifavaldur í nú- tímalist og er smátt og smátt að ná undirtökunum, það held ég að fari ekkert á milli mála. Þegar við skoðum ströglið og bröltið og allt það nýtilega sem menn eru búnir að tína úr fyrri stefnum, með því að svívirða gömul meistaraverk og minningu látinna snillinga, þá verður okkur bumbult. En við munum efalaust ganga hnarreist inn í nýja tíma þar sem sértæk lífsreynsla hvers og eins skiptir öllu máli og hvernig unnið er úr henni. Þetta er athyglisverð þróun, og vekur upp þá spurningu hvort mönnum hafi yfirsést eitthvað eða ofinetið annað? Eg held að það sé hugarástandið sem skiptir mestu í sköp- unarferlinu, ekki vits- munastig eða mennt- unarstig, fjárráð og félagsleg staða, að meðvitund og undir- vitund leiki býsna jöfn hlutverk í því. Viðbragð listamanns- ins er svo nokkurs konar driffjöður í myndgerð hans, en það eru alltaf vissir þættir í sálarlífinu sem hafa áhrif, líka erfðir og uppeldi, aðstæður og margs konar samneyti við aðra. Þess vegna skiptir það ekki höfuðmáli frá sjónarhóli listrænnar sköpunar hvort listamaður er heilbrigður eða á við erfíðleika að etja. Eg get hnykkt á þessu með því að segja að lærður myndlistarmaður hafi ekki ríkari forsendur til að búa til gott verk en ólærður listamaður, um það vitna mýmörg dæmi. Frábær listamaður getur gert nútímalega hluti þótt hann hafi aldrei farið í skóla og fjöldi lærðra listamanna býr til í einlægni það sem fellur undir einhvers konar alþýðulist, án þess að svindla. Hitt má svo skoða hvort geðsveiflur og fjölbreytileg reynsla skerpi og dýpki myndmálið, geri það sannara og eftirsóknarverðara. Snúum okkur að Safhasafhinu, hefur því orðið eitthvað ágengt? Já. Islensk alþýðulist nýtur nú vissrar viðurkenningar og hefur vakið aðdáun og eftirtekt stærsta safns veraldar, Smith- sonian Institution í Washington D.C., virtra listhúsa í New York og listaverka- safnara. Safnasafnið var kynnt í síðasta hausthefti Raw Vision, sem er gefið út í London og New York, einnig á heima- síðu þess. Raw Vision er leiðandi tímarit um alþýðulist í heiminum og hélt frábært myndþing um hana í Tate Modern í desember 2002. Sýningar safnsins verða vonandi upp frá þessu Valgerður Guðlaugsdóttir kemur með verk á einkasýningu sína 2000. HUGUR 0G HÖND 2004 35

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.