Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.2004, Blaðsíða 36

Hugur og hönd - 01.06.2004, Blaðsíða 36
hafa árvissar sérsafnasýningar okkar gefið tóninn: safnarasýningin í Gerðubergi í janúar er dæmi um framtak sem varla hefði verið sett í gang án þeirra fjölbreyti- legu tilrauna sem hér hafa farið fram. Síðan eru ótalin þau áhrif sem safnið hefur haft á skapandi myndlistamenn, einkum þá sem hafa óvart fengið staðfestingu á því hér, að þeir væru á réttri leið og þyrftu ekki að fyrirverða sig fyrir eitt né neitt. Hvert er hlutverk safhsins og söfhunar- stefha? Við getum sagt að safnið gegni lykil- hlutverki og mikilvægu brautryðjanda- starfi í listalífi þjóðarinnar, það styður lífsþrungna tjáningu listafólks á útjöðr- um, í grasrót og afskiptum menningar- kimum, en lítur einnig inn að miðju al- þjóðlegrar myndlistar til að fá saman- burð, meta andstæður og hliðstæður og spegla hræringar nútímans. Burðarás safnsins er einstakt safn 2800 alþýðu- listarverka sem það varðveitir, en milli 300 og 350 verk bætast við árlega. Þetta eru listaverk sem við kaupum á ferðum okkar um landið, í bæjum og sveitum, en margt er líka gefið. Þá eigum við einnig flott safn af nútímalist. Nýlega fékk safnið stóra gjöf verka eftir lærða myndlistar- menn, en þau voru í farteski Ferðafuðu, bráð- skemmtilegrar sýningar sem fór hringinn um landið á tveimur árum og var sett upp í stærri bæjum, en endaði á Kjarvalsstöðum. Þá nefni ég stórgjöf frá Katrínu Guðmunds- dóttur, ekkju Ragnars Kjartanssonar mynd- höggvara og börnum þeirra, á 43 svipmynd- um sem 32 listamenn gerðu af honum á ár- unum 1946-1992, flestir þeirra landsþekktir og einn heimsþekktur. Að lokum vil ég geta 30 vatnslitamynda eftir Svövu Skúladóttur í Reykjavík sem vinkona hennar, Sigríður Ag- ústsdóttir leirkerasmið- ur á Akureyri, færði safninu fyrir stuttu. Fólk sœkist sem sagt efiir því aS safnið eignist verk efiir það? Verk efiir Ragnar Hermannsson á Húsavík, gert 2002. Já, það er gaman að geta sagt frá því að erfingjar nokkurra alþýðulistarmanna hafa afhent safninu fallega myndlist og aðrir eru að hugsa slíkt hið sama því að þessar arfleifðir hrannast upp í geymsl- um. Margt fólk er sem betur fer orðið meðvitaðra um ábyrgð sína og hve nauð- synlegt er að rannsaka listaverk, forverja þau, gera á þeim úttektir og skrifa um þau fræðilega. Svo að ekki sé minnst á að mæla þau og ljósmynda og færa á tölvu- skrá, kynna þau svo á heimasíðum, í sérútgáfum og tímaritum, tengja þau við aðra íslenska alþýðulist og setja þau í alþjóðlegt samhengi. Sem sagt: gefaþeim nýtt líf. Hvað áttuðþið mörg verk áður en safnið var formlega stofnað? Nálægt því 1000 verk, og eigum ennþá því að við höfum ekki afhent þessi verk með formlegum hætti og eigum mörg að auki sem við höfum keypt fyrir eigið fé eftir stofnun safnsins. Þetta breytir þó engu í grundvallaratriðum því að við lítum svo á að það sem safnið varðveitir sé þjóðareign og skylda þjóðar- innar sé að greiða fyrir varðveislu hennar. Drengurinn efiir Sœmund Valdimarsson, gert 2002. kynntar í vorheftum tímaritsins þannig að alþýðulist okkar hlýtur að vekja athygli fagfólks og áhugafólks og hvetja það til að heimsækja Island. Hefur safnið haft einhver önnur áhrif? Já, margvísleg og stundum óvænt. Mér dettur í hug sýning sem ég setti upp og opnaði á baráttudegi verkafólks, 1. maí 1998, en hana byggði ég á tilbúnu bréfi sem ég lét unga stúlku skrifa frá Akureyri til foreldranna heima í dal. I bréfinu lýsti hún lífi sínu og starfi á sjúkrahúsinu og hvernig það var að breytast fyrir áhrif nýrra tíma. Eg raðaði tækjum og áhöld- um í kross á stórt vinnuborð og stillti persónulegum hlutum hennar í gler- skápa, annars vegar þeim sem tilheyrðu gamla sveitasamfélginu og hins vegar þeim sem hún hafði keypt í kaupstaðn- um. Mér til ánægju hreifst safnafólk af þessari sýningu en taldi þó erfitt að taka hana sér til eftirbreytni vegna rótgróinn- ar vanafestu við framsetningu hluta í byggðasöfnum. Fólk setur líka oft það skilyrði fyrir gjöfum að þær séu ítarlega merktar og það gæti móðgast ef brugðið væri á leik með ættargripi og önnur verð- mæti. En það hefur hreyft við mönnum hvað sýningar hér í safninu eru óvenju- legar og engin hræðsla við að hræra í hlutunum, svo sem að sýna verk lærðra og ólærðra listamanna í sömu andrá. Þá 36 HUGUR OG HÖND 2004

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.