Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.2004, Blaðsíða 37

Hugur og hönd - 01.06.2004, Blaðsíða 37
Vœri þá ekki eðlilegra og réttara að slíkir þjóðardýrgripir vœru varðveittir í safnbúsi í eigu þjóðarinnar? Þar stendur spjótið í selnum. Safna- safnið hefur frá upphafi, eða byrjun ársins 1994, reynt að koma ráðamönn- um landsins í skilning um ábyrgð þeirra gagnvart þessum sameiginlega arfi en þeir fara undan í flæmingi. Mér er sagt af fólki sem þekkir vel til að það sé einstætt á Vesturlöndum að einstaklingar taki sig til og safni saman þeim þjóðardýrgripum sem stjórnvöld og höfuðlistasafn Iands- ins líta ekki við, þvert á eigin lög. Það er einnig með ólíkindum að ráðamönnum finnist við hæfi að alþýðumyndlist sé sniðgengin purkunarlaust, nú þegar þjóðlög okkar, rímur og vísnagerð hafa gengið í endurnýjun lífdaga með nú- tímalegri framsækni, haslað sér völl á alþjóðlegum markaði og gert garðinn frægan. Þeir virðast ekki skilja að alþýðu- myndlist getur líka varpað ljósi á landið, ekki síður en sú list sem búin er til á fjölmennum verkstæðum, undir áhrifum af byggingarlist, leikhúsi, ljósahönnun og tæknibrellum. Hvaða framtíðaráietlanir hefur Safha- safhið, fyrir utan almenn markmið um söfnun, varðveislu og kynningar? Það hefur hug á því að verða aðdrátt- arafl í menningartengdri ferðaþjónustu á Islandi. Gestafjöldi núna miðast við smæð sýningarýma og erfitt aðgengi, og er um 4 þúsund á ári, en áætlað er að með sértækum aðgerðum megi fjölga gestum upp í 30-50 þúsund á nokkrum árum, og síðan í 80-100 þúsund með stanslausum viðburðum í safninu sem höfði til ungra sem aldinna. Safnið hefur fræðilegt svigrúm og skilyrði til að ná alþjóðlegri stærð, en skortir fjármagn til að leggja grunn til framtíðar, sem skilar sér í vaxandi veltu og afkomu. I réttri stærð yrði það sjálfbært og gæfi af sér arð. Þetta eru örar breytingar, en eru þcer í samrtzmi við undirtektir gesta? Það held ég, mér skilst að orðspor Safna- safnsins sé gott, líklega vegna þess að hvert smáatriði er þaulhugsað og heildarmyndin samfelld. Sýningarnar eru skipulagðar með góðum fyrirvara og uppsettar af fag- mannlegri hæfni sem styðst við ströngustu kröfur alþjóðamarkaðar. Við móttöku gesta er sú regla höfð í heiðri að reyna að ná til sem flestra með hlýju viðmóti, leiðsögn, fræðslu, gamansögum og annarri skemmt- an, ef þeir virðast á annað borð vera mót- tækilegir fyrir slíku. I anddyri eru geymd einstök leikföng sem eru dregin fram til að gleðja fólk á öllum aldri og hafa slegið í gegn. Á bókasafninu eru ótrúlegustu bæk- ur og er sífellt bætt við þær. Gestir fara undantekningarlítið kátir og brosandi úr hlaði, margir skellihlæjandi, aðrir upp- ljómaðir í framan. Þeir kveðja með handa- bandi, faðmlögum og kossum, mest- megnis ókunnugt fólk sem birtist aftur, aftur og aftur. Síðan eru það fastagestirnir sem koma með ættingja og vini til að sýna þeim safnið. Þeir eru vildarvinir, í háveg- um hafðir. Hver eru helstu verkefhin, önnur en þau að afla þvífylgis ráðamanna? Að ljósmynda Iistaverkin og færa þau inn í tölvuskrá, efna til útgáfuraðar um alþýðulist á Islandi, og ramma inn ríflega 400 pappírsmyndir og málverk. Þá viljum við koma upp einu sniðugasta leikfangasafni í Evrópu með því að semja við eigandann þegar nýbyggingin verður í sjónmáli. Aðkallandi er að stunda viðamiklar rannsóknir sem gætu stuðlað að minjagripagerð byggðri á þjóðsögum og goðsögnum, hjátrú og hindurvitnum. Einnig er nauðsynlegt að kaupa fleiri listaverk af eldri mönnum, áður en lífs- starf þeirra tvístrast eða eyðileggst. Síðast en ekki síst er brýnt að taka upp fjöl- breyttari kynni við skólana, en safnið hefur reyndar átt skemmtilegt samstarf við Valsárskóla á Svalbarðseyri síðastliðin 3 ár og sýnt verk eftir nemendur hans, bæði inni og úti. Samstarfið er nú komið inn í námsskrá skólans. Hefurðu von um að einhver taki af skarið og veðji á alþýðulistina? Það er bjargföst sannfæring mín að alþýðulist Islands eigi meira erindi við heiminn en margt annað sem fjallað er um svo fjálglega í fjölmiðlum. Alþýðu- listin er alþjóðleg i eðli sínu og kröftugt afl í menningarlífinu. Alþýðulist Islands er jafngóð og alþýðulist annarra ríkja og gæti jafnvel orðið eftirsóknarverðari, þó ekki væri nema fyrir það eitt að vera til í nokkuð heildstæðri mynd í einu safni á landinu. Það eru einu forréttindin sem hún nýtur. Víðast hvar í heiminum er hún dreifð og vonlaust að ná henni saman á einn stað. Þegar þetta er haft í huga þá hlýtur það að vera frjóum og drífandi eldhuga spennandi ögrun að fá jafneinstakt tækifæri og hér býðst til þess að ávinna sér lof og hylli landsmanna, að grípa inn í öfugþróun menningarlífsins og forða menntamálanefnd og fjárlaga- nefnd Alþingis og ríkisstjórn Islands frá þeirri hneisu að missa fjársjóði þjóðar- innar til útlanda. Til að enda spjallið, þá spyr ég: Hvað er eftirsóknarverðara fyrir listelska peninga- menn en að fylla það skarð sem Ragnar Jónsson í Smára skildi eftir sig, reisa sér óbrotgjarnan minnisvarða og skapa sér glæstan orðstír, sem aldrei deyr? Edda Hrönn Gunnarsdóttir Ljósmyndir: Magnhildur Sigurðardóttir HUGUR OG HÖND 2004 3 7

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.