Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.2004, Blaðsíða 39

Hugur og hönd - 01.06.2004, Blaðsíða 39
Kleinutreflar Treflarfrá Kristínu Bjarnadóttur og Eddu Hrönn Gunnarsdóttur, prjónaðir 2004. Uppskriftin er af hvíta treflinum. Ljósmynd: Binni. Á bak við yndi okkar af prjónaskap liggja margvíslegar ástæður. Flestir njóta þess mest að hafa fullunnið plagg í höndun- um og síðan að færa sjálfa sig eða ástvini sína í flíkina. Sumir prjóna eingöngu sér til dægrastyttingar eða hafa af því tekjur. En hjá mörgum liggur líka að baki þörf- in til að skapa. Við hvunndagshetjurnar í amstri dags- ins höfum ekki alltaf svigrúm til að sinna þessari sköpunarþörf. Dagarnir og vik- urnar þjóta hjá án þess að peysan fína í danska blaðinu eða alklæðnaðurinn sem við ætluðum að prjóna á litla barnið sem fæddist í íjölskyldunni fyrir tveim mán- uðum, verði til. Og við fussum og svei- um yfir því að koma engu í verk. Svo er líka orðið svo dýrt að prjóna svo að erfitt er að réttlæta garnkaupin með því að það hafi sárlega vantað þessa flík og sængur- gjöfm fengist líklega ódýrari í Kringl- unni. En sköpunarþörfmni er oft hægt að fullnægja með litlum hlutum en skemmtilegum. Á einum af mörgum stórskemmtilegum ritnefndarfundum kom upp umræða um gömlu barnatrefl- ana sem öll smábörn áttu hér áður. Þessa litlu, þar sem öðrum enda trefilsins var stungið inn í hólk á hinum enda trefils- ins til að festa hann um lítinn háls. Allar þekktu auðvitað trefilinn. Höfðu gengið með þá sjálfar og gert nokkra á sín eigin börn. Og auðvitað á glænýjar ömmu- stelpur. Meðfylgjandi er einföld uppskrift af einum slíkum trefli sem heyrst hefur að sumir kalli „kleinutrefil“. Auðvelt er að breyta uppskriftinni, hafa perluprjón í stað garðaprjóns eða hekla fallegan kant á trefilinn og auðvitað stækka hann á stærri notendur. Efni: Smart ullargarn, ein 50 g dokka sl = slétt prjón Prjónar: 2 stk. sokkaprjónar nr. Vh gprj = garðaprjón aukaprjónn eða næla prj = prjóna Lengd trefils: 51 cm L = lykkja Prjónfesta: 10 cm jafngilda 24 1 gprj umf = umferð Fitjið upp 2 1, og prj gprj fram og aftur. Utaukning: auka skal út um 1 L í byrjun hverrar umf þar til 18 L eru á prjóninum. Miðja: þegar 8 L eru á prjóninum skal byrja að prj. sl. í miðjunni þannig: aukið út um 1 L, prj gprj 3 1, prj sl 2 L, prj gprj 3 L og aukið út um 1 L. Nú eru 12 L á prjóninum. Prj með sama hætti þar til eru 4 L gprj, 10 sl L og 4 L gprj eða 18 L og 11 umf í viðbót. Hólkur: setjið 2. hverja L á aukaprjón, 9 L. Prj þær snúið stroff, 15 umf. (Snúið stroff: prj aftan í hverja L, þannig verður teygjanleikinn í stroffinu meiri.) Setjið þessar 9 L á aukaprjón og prjónið hinar 9 L á sama hátt 15 umf. Prj svo til skiptis af sitt hvorum prjón- inum saman á einn, 18 L. Þessar 18 L eru prj með gprj þar til æskilegri lengd er náð, hér eru það 64 garðar. Hinn endinn er prj á sama hátt nema í öfugri röð þannig: Prj hólkinn eins og áður er lýst. Nú eru aftur 18 L á prjóninum. Prj 4 L gprj, 10 L sl, 4 L gprj, 12 umf. Fellið svo af 1 L í byrjun hverrar umf og fækkið þar með sl L um 2 í hverri umf þar til 2 L gprj eru á prjóninum, prj þær saman, slítið frá og dragið endann í gegn. Gangið frá endum og saumið út að vild. Edda Hrönn Gunnarsdóttir HUGUR 0G HÖND 2004 3 9

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.