Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.2004, Blaðsíða 44

Hugur og hönd - 01.06.2004, Blaðsíða 44
Taska unnin úr fiskroði eftir Arndísí Jóhannsdóttur. fleiru. Reynt var að blanda saman hefð- bundnu og nútímalegu handverki og listiðnaði. Sýningin stóð allt sumarið og lauk ekki fyrr en í lok ágúst. Opið var á Menniiigarnótt Reykjavíkur og þann dag lögðu mörg hundruð manns leið sína á sýninguna. Aðsókn var mjög góð allt sumarið og ákveðið hefur verið að halda sérstaka Sumarsýningu sumarið 2004. Haustið 2003 voru haldnar tvær þemasýningar. Það var annars vegar sýning sem kölluð var Box, ílát, öskjur og hins vegar Töskusýning. Sýningarnar voru vandlega kynntar og öllum opnar. Dómnefndir völdu síðan muni inn á sýningarnar. Umsækjendur voru fjöl- margir á báðar sýningarnar. Umsækjendur á sýninguna Box, ílát, öskjur voru rúmlega fimmtíu og inn- sendir munir voru um eitthundrað og fimmtíu. Valin voru verk frá tuttugu og sjö aðilum, alls um fimmtíu verk. ÁTöskusýninguna voru umsækjendur rúmlega sextíu en innsendar töskur voru um tvö hundruð og fimmtíu. Dóm- nefnd var því mikil vandi á höndum við að velja úr þessum mikla fjölda, en niðurstaðan var að á sýningunni voru um fimmtíu töskur eftir 36 aðila. Árleg jólasýning verkefnisins „Allir fá þá eitthvað fallegt” var opnuð í byrjun aðventu. Þar sýndu 33 aðilar. Jólasýning- in var haldin í fimmta skipti árið 2003. Afmælissýning Eins og áður kom fram er Handverk og hönnun 10 ára árið 2004. Af því tilefni verður ýmislegt gert. Afmælissýning var opnuð 27. mars í Aðalstræti 12. Ákveðið var að fá nokkra aðila sem vel þekkja til handverks og listiðnaðar á Islandi til að velja muni á sýninguna. Hópurinn valdi verk frá 23 aðilum. Sýningin mun standa í einn mánuð í Aðalstræti 12 og mun síðan fara hringferð um landið. Vegleg sýningarskrá var gefin út af þessu tilefni. Sýningin verður fyrst sett upp í Lista- safni Árnesinga í Hveragerði 1. maí. Næsti viðkomustaður verður Norska húsið í Stykkishólmi. Ferðalagið mun síðan halda áfram og sýningin fer líklega til Isafjarðar, Akureyrar, að Skriðu- klaustri, í Reykjanesbæ og Höfn í Hornafirði. Önnur verkefni Þessu til viðbótar er starfsemin mjög fjölbreytt. Leitað er til Handverks og hönnunar með margvísleg mál. Markaðs- ráðgjöf til einstaklinga er töluverð, ásamt annarri ráðgjöf. Starfsfólk skrifstofunnar fær ýmsar fyrirspurnir bæði frá starfandi handverks- og listiðnaðarfólki, svo og almenningi. Þessum fyrirspurnum er reynt að sinna eftir bestu getu. Við viljum að lokum hvetja fólk til að kynna sér starfsemi og þjónustu verkefnisins. Sunneva Hafsteinsdóttir Vasi lír íslensku birki eftir Úlfar Sveinbjömsson. * ; "■ . .■ - ■ ■ \ ; Aðalstræti 12 101 Reykjavík - .... ................. . www.handverkoghonnun.is sýningar-ráögjöf-bókastofa-f réttabréf 44 HUGUR 0Q HÖND 2004

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.