Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.2004, Blaðsíða 46

Hugur og hönd - 01.06.2004, Blaðsíða 46
Bókafréttir Skagfirskir rósavettlingar Skagfirskir rósavettiingar □ Út er komin bókin Skagfirskir rósavett- lingar eftir Elísabetu Steinunni Jóhanns- dóttur. Þar er vakin athygli á fáséðri gerð íslenskra vettlinga, þ.e. sléttprjónuðum vettlingum úr ein- litu prjónabandi með útsaumi á handarbaki, þumli og uppábroti og er mynstrið saumað með ís- lenska krosssaumnum. Þessi gerð af vett- lingum mun helst hafa tíðkast í Skagafirði og er rakin til Svaðastaða og Brimness og nafngreindra prjónakvenna þar. I bókinni er sagt frá vettlingunum og prjónakon- unum á líflegan og skemmtilegan hátt og er bókin hin ágætasta lesning. Fjöldi afbragðsgóðra ljósmynda af vett- lingum prýðir bókina, ásamt uppdráttum af rósamynstrunum og leiðbeiningum um saumaskapinn. Uppskrift af vett- lingum fylgir sem hafa má til viðmiðunar við prjónaskapinn. Bókin er tii sölu í þjónustudeild Heimilisiðnaðarfélagsins. Útgefandi er Elísabet Steinunn Jóhanns- dóttir (2003). ISBN 9979-60-844-7. Endurútgáfa bókarinnar íslenskur útsaumur Bók Elsu E. Guð- jónsson Islenskur útsaumur hefur verið gefin út aftur, endur- skoðuð af höf- undinum. Bókin kom upphaflega út hjá bókaforlaginu Veröld 1985 en hefur lengi verið ófáanleg með öllu. Mikill fengur er að því að hún skuli nú birtast aftur enda er í henni gott yfirlit yfir íslenskar útsaumsgerðir og sagt frá fjöldamörgum góðum gripum sem flestir eru á íslenskum söfnum. Bókin er sannkallað grundvallarrit um íslenskan útsaum og ríkulega myndskreytt. Hún er einnig fáanleg á ensku undir nafninu Traditional Icelandic Embroidery. Báðar útgáfur eru til sölu í þjónustudeild Heimilisiðnaðarfélagsins. Útgefandi er Elsa E. Guðjónsson (2003). ISBN 9979601426 Ib. og ISBN 99979920262. Perluprjónaðar handstúkur I síðasta tölu- blaði Hugar og handar var grein um perluprjón- aðar handstúkur, öðru nafni hand- smokka. Nú hef- ur þjónustudeild Heimilisiðnaðarfélagsins borist norska bókin Perler pá pulsen eftir Kirsten Romcke og Nina Granlund Sæther. Handstúkurnar virðast hafa verið notað- ar um allan Noreg og eru þær enn hluti af karlabúningnum í Hallingdal. I bókinni eru uppskriftir af ýmsum gerðum, ásamt leiðbeiningum um að- ferðir og efnisval og stuttu sögulegu yfir- liti. Bókin er 50 síður, ríkulega mynd- skreytt og er til sölu hjá þjónustudeild Heimilisiðnaðarfélagsins. Útgefandi er Norges husflidslag og kom bókin fyrst út árið 2000. ISBN 82-91195-18-8, 3. útg. 2002. Kristín Bjarnadóttir Funda- og fræðslunefnd Heimilisiðnaðarfélagsins I maí var farin vorferð og haldið í austur- átt. Fyrst var komið að Álafossi þar sem saga staðarins var kynnt og verksmiðju- húsið skoðað. I Hveragerði var ullar- þvottastöðin heimsótt og snætt síðan á Heilsuhælinu. A Hvolsvelli var sögusafn- ið skoðað undir leiðsögn. Á heimleið var svo áð við Úlfljótsvatn. Nefndin og fráfarandi formaður, Anna María Geirsdóttir, skipulögðu 90 ára afmæl- isfagnað Heimilisiðnaðarfélagsins þann 15. júní í Árbæjarsafni. Á dagskrá var erindi um sögu félagsins sem Sigrún Helgadóttir for- maður flutti, kynning á íslenskum þjóðbún- ingum, erindi um vattarsaum og árabáta- smíði. Félagar sýndu margs konar handverk og félagar úr Þjóðdansafélaginu dönsuðu. Á menningarnótt var opið hús á Lauf- ásveginum frá kl. 13 til miðnættis. Starf- semi félagsins var kynnt með sýningu á verkum nemenda og þjóðbúningum. Gorblót var haldið í nóvember á hefðbundinn hátt. Gestir mættu með heimagerðar veitingar. Að venju var farið í stutta hressingargöngu með fróðlegu ívafi. Gestaþrautir voru til skemmtunar við borðhaldið en Gorblótinu lauk með því að gestir stigu gamla dansa. Fræðslukvöld voru haldin þrisvar Marianne Guckelsberger endurflutti erindi sitt um vattarsaum. Gestur frá Norðaustur-Finnlandi, Merja Heikinen, flutti fyrirlestur um menningu Sama, handverk þeirra og búninga í máli og myndum. Myndband var sýnt frá norrænni þæf- ingarnámstefnu og annað um hand- verkskonuna Lene Zachariassen á Hjalt- eyri um skinnaverkun hennar og galleríð Skruggu. Steinunn J. Asgeirsdóttir 46 HUGUR OG HÖND 2004

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.