Hugur og hönd - 01.06.2010, Blaðsíða 2

Hugur og hönd - 01.06.2010, Blaðsíða 2
Formannspistill Miklar sveiflur hafa verið í íslensku þjóðlífi á síðastliðnum árum og hafa fáir farið varhluta af þeim. Efnahagslegar þrengingar hafa haft áhrif á flest heimili. Neyðin kennir naktri konu að spinna, segir máltækið og er það ekki orðum aukið, það sjáum við vel núna þegar kreppir að og landsmenn þurfa að draga úr eyðslu og nýta betur það sem í boði er. Það er óhætt að segja að þjóðin hafi dregið fram prjónana og prjóni nú af kappi, til að mynda mæta iðulega um og yfir tvö hundruð konur í Prjónakaffi Heimilisiðnaðarfélagsins sem haldið er fyrsta fimmtudagskvöld í mánuði á Amokka. Allt sem nöfnum tjáir að nefna er fram- leitt; peysur í öllum stærðum og litum, vettlingar, sokkar, húfur, treflar og sjöl svo fátt eitt sé nefnt. Saumavélar hafa verið dregn- ar fram, föt eru saumuð, endurnýtt, löguð og bætt. Þjóðerniskenndin vex og aukinn áhugi er nú á þjóðbúning- um. Námskeið í peysufata- og upphlutssaumi fyllast og fjöldi nemenda sem skráðu sig í faldbúningagerð hjá félaginu síðast- liðið haust hefur sjaldan verið meiri. Samstarfsnámskeið Heimilisiðnaðarfélagsins, Þjóðbúningastofu og Endur- menntunar Háskóla íslands verður í apríl og nefnist Frá fald- búningum til nútímans. Allt er þetta til að auka þekkingu almennings og vekja athygli á íslenskri arfleiíð sem er það mikilvægasta sem við eigum þegar upp er staðið. Félagasamtök hafa fengið kynningar á Heimilisiðnaðarfélaginu og íslenskum þjóðbúningum og mæta þá félagar í búningum sínum, stoltar og kátar. Þjóðbúningadagur, sem er samstarfs- verkefni Heimilisiðnaðarfélagsins og Þjóðminjasafns íslands, verður í Þjóðminjasafninu 14. mars og er það von okkar að sem flestir mæti og skarti sínu fegursta. Þessi dagur er nú haldinn öðru sinni og verður vonandi fastur liður í vordagskránni og liður í því að fjölga tækifærum fólks til að klæðast búningum sínum. Islenskri sjónabók hefur verið afar vel tekið. Fyrsta prentun bókarinnar seldist upp en önnur prentun kom í verslanir fyrir jól. Margir hafa nýtt sér hana til hönnunar og víða sjást verk sem unnin eru upp úr bókinni. Sjónabókin hefur selst jafnt og þétt og eru áhugasamir kaupendur jafnt innlendir sem erlendir. Dagsferð funda- og fi'œðslunefndar vorið 2009 var á Snœfellsnes. Meðal dag- skrárliða var heimsókn í liákarlasafnið hjá Hildibrandi í Bjarnarhöfn. Solveig Theodórsdóttir formaður félagsins (lengst til vinstri) ásamt fríðum hópi pjóðbúningakLeddra kvenna á Heimilisiðnaðardaginn í Árbœjarsafni í byrjun sumars 2009. Þegar starf Heimilisiðnaðarskólans hófst í haust varð strax ljóst að bæta þurfti aðstöðuna í húsnæði félagsins í Nethyl þar sem mikil eftirspurn var eftir námskeiðum og mörg þeirra síendurtekin. Ráðist var í gagngerar lagfæringar á skólahúsnæð- inu og opnað á milli rýma sem er mikil hagræðing. Breytingarnar þykja hafa tekist vel og duga því vonandi til frambúðar. í haust voru oft 4-5 námskeið á kvöldi í húsinu og því oft glatt á hjalla. Ymissar nýbreytni gætti í námskeiðahaldi og má sem dæmi nefna „Prjónatækni-frágangur“ þar sem kenndur er frágangur á lopapeysum. Námskeiðin „Skírnarkjólasaumur" og „Víkingabúningar" eru meðal nýjunga á vorönn. í maí 2009 fór af stað svokallað „opið hús“, þriðja miðviku- dag hvers mánaðar frá kl. 13 - 16, og hefur það gefist afar vel. Þá mæta félagsmenn með hannyrðir sínar og jafnvel eitthvert góðgæti með kaffinu sem hefur verið í boði félagsins. Þarna hafa komið 20 - 30 konur og eru margar þeirra að koma í fyrsta sinn í húsakynni félagsins. Auk þessa hefur skólanefnd staðið fyrir Hannyrðakvöldum þriðja föstudagskvöld hvers mánaðar og hafa konur átt þar ánægjulega samverustund með handavinnu og kaffisopa. Opnunartími verslunarinnar hefur verið lengdur og er nú opið aila virka daga frá kl. 12-18. Með þessari breytingu er verið að koma til móts við þarfir viðskiptavina. Aukið úrval er nú af bandi fra fstex og öðru þvi sem fylgir prjónaskap sem og vörum sem tilheyra þeim námskeiðum sem haldin eru. Funda- og fræðslunefnd hefur staðið fyrir vorferðum félags- ins. Þessar ferðir hafa verið vel sóttar og verður ferðin í vor á Suðurlandið væntanlega engin undantekning. Þetta hafa verið fróðlegar og skemmtilegar ferðir sem orðið hafa perlur í sjóð minninganna. Mikilvægt er að við sem félagsmenn stöndum vörð um að efla og styrkja félagið okkar. Ómetanlegt starf er unnið af sjálf- boðaliðum og ber að þakka það. Heimilisiðnaðarfélagið væri ekki til ef ekki hefðu allar þessar frábæru, óeigingjörnu hug- sjonakonur og -menn varið omældum tíma í störf sín fyrir félagið. Ég vil að lokum senda þeim öllum mínar bestu þakkir. Solveig Tbeodórsdóttir, formaður Heimilisiðnaðarfélags íslands.

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.