Hugur og hönd - 01.06.2010, Blaðsíða 4

Hugur og hönd - 01.06.2010, Blaðsíða 4
Áslaug Sverrisdóttir Um Sigríði Halldórsdóttur og framlag hennar til heimilisiðnaðarhreyfingarinnar á Islandi Meðal þeirra sem hafa markað Heimilis- iðnaðarhreyfingunni farveg á Islandi á síðari hluta 20. aldar er Sigríður Halldórsdóttir vefnaðarkennari. Þessari grein er ætlað að bregða ljósi á störf Sigríðar innan Heimilisiðnaðar- hreyfmgarinnar og skerf hennar til mót- unar þeirra gilda sem hreyfingin stendur fyrir í íslensku þjóðfélagi í upphafi 21. aldar. Megináherslan verður á framlag Sigríðar til aukinnar þekkingar á vefnaði fyrr og nú. Aður en lengra er haldið er rétt að gera grein fyrir nokkrum atriðum sem varða Heimilisiðnaðarhreyfinguna. Hreyfing um heimilisiðnað Heimilisiðnaðarhreyfingin er fjölþjóð- legt fyrirbæri og hluti af frjálsum félags- hreyfingum sem blómstruðu á seinni hluta 19. aldar og fyrri hluta 20. aldar í Evrópu og víðar. Rætur hreyfingarinnar á Norðurlöndum má rekja til 18. aldar - til viðleitni stjórnvalda til að auka fram- leiðslu þegnanna, sporna við innflutningi og stuðla að sjálfsþurft. Þegar líða tók á 19. öld fékk hreyfing um heimilisiðnað á Norðurlöndum sjálfstætt yfirbragð og á seinni hluta aldarinnar höfðu verið stofn- uð í grannlöndunum allmörg formleg félög um heimilisiðnað. Undir aldamót- in 1900 höfðu áhrif Heimilisiðnaðar- hreyfingarinnar borist til Islands og á öðrum áratug 20. aldarinnar voru stofn- uð hérlendis formleg félög um heimilis- iðnað, þar á meðal það félag sem langlíf- ast varð, Heimilisiðnaðarfélag Islands - landsfélag um heimilisiðnað - stofnað í júní árið 1913. Þeir sem komu að stofn- un Heimilisiðnaðarfélags Islands voru framfarasinnaðir íslendingar, konur og karlar. Viðleitni til að koma upp heimilis- iðnaði á grundvelli nýrra verkhátta var drifkrafturinn í starfsemi félagsins fyrstu áratugina. I tímans rás hafa sjónarmið breyst innan Heimilisiðnaðarhreyfingarinnar. Líkt og í svipuðum félögum í nágranna- löndunum snýst starf Heimilisiðnaðar- félags íslands nú að miklu leyti um varð- veislu þekkingar á handverki sem á einn eða annan hátt má rekja til gamla sveita- samfélagsins. Heimilisiðnaðarfélag Islands stendur nú, í upphafi 21. aldar, vörð um þann þátt íslenska menningar- arfsins sem nefna má þjóðlegt handverk. Þetta gerir félagið með því að leitast við að halda lifandi þekkingu á verklagi sem tíðkaðist við gerð hluta í gamla íslenska sveitasamfélaginu, jafnframt því að finna þeirri þekkingu ný hlutverk og beita henni í frumlegri og nútímalegri hönn- un. I þessum tilgangi hefur félagið meðal annars haldið reglulega námskeið, í vefn- aði, útskurði, prjóni og gerð þjóðbún- inga svo fátt eitt sé nefnt af því námsefni sem í boði hefur verið á vegum Heimilis- iðnaðarfélagsins. Frá árinu 1966 hefur komið út á vegum Heimilisiðnaðarfélagsins ritið Hugur og hönd. Ritið veitir upplýsingar um starfsemi félagsins og kemur á fram- færi viðhorfum Heimilisiðnaðar- hreyfingarinnar hér á landi og að ein- hverju marki upplýsingum um samstarf við Heimilisiðnaðarhreyfingar í nágrannalöndunum. I Hug og hönd er að finna fjölda uppskrifta að handverki, ekki síst vefnaði og prjóni, sem hentar í nútíma samfélagi. Ritið hefur jafnframt nokkra sérstöðu meðal tímarita að því leyti að þar má finna fróðleik um verldag sem tíðkaðist við gerð hluta í gamla íslenska sveitasamfélaginu. Nám og starfsferill Sigríður Halldórsdóttir er fædd í Reykjavík þann 8. janúar 1930 og varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1950. Hún fór síðan utan og nam vefnaðarkennslu við Handarbetets ván- ners vávskola í Stokkhólmi á árunum 1952-1954 og lauk þaðan vefnaðarkenn- araprófi. Vefskóli Handarbetets vánners á rætur að rekja til Föreningen Handarbetets Vánner sem stofnað var 4 HUGUR0G HÖND2010

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.