Hugur og hönd - 01.06.2010, Blaðsíða 6

Hugur og hönd - 01.06.2010, Blaðsíða 6
Kamma Gudmand-Hoyer og Sigríður á vinnustoju þeirrar fyrrnefidu í Kaupmannahöfn árið 1994. Heimsóknin var farin í tengslum við rannsókn á famleiðslu vefstof Innréttinganna sem starfœkt var á síðari hluta 18. aldar, að mestu þar sem nú er Aðalstrœti í Reykjavík. við annan tæknibúnað vefstóls á mis- munandi hátt. Það spillir ekki fyrir nem- anda í vefnaði að kunna nokkur skil á undirstöðuatriðum í stærðfræði. Þeir sem hafa góðan skilning á stærðfræði eiga jafnframt létt með að átta sig á mögu- leikum og takmörkunum áhalda til vefn- aðar og samspili við vefjarefni, með öðrum orðum því sem nefnt hefur verið áhalda- og vefnaðarfræði. Þau fræði liggja ákaflega vel fyrir Sigríði Halldórsdóttur og henni er jafnframt gefið að koma hug- myndum um fræðin frá sér á skýran hátt, hvort sem er í ræðu eða riti. Þeir sem notið hafa tilsagnar Sigríðar geta verið sammála um að hún er afar góður kenn- ari. I krafti sömu eiginleika - glögg- skyggni á fræðin og skýrrar framsetning- ar - hefur Sigríður ennfremur markað spor í sögu rannsókna á íslenskum vefn- aði. Framlag hennar til rannsókna á vefn- aði fyrri tíma á Islandi hefur jafnframt skipað henni á bekk með þeim sem tryggt hafa Heimilisiðnaðarhreyfingunni í Skandinavíu aðild að rannsóknum á þjóðlegu handverki og miðlun upplýs- inga um slíkt. Sem dæmi um rannsóknir Sigríðar á vefnaði fyrri alda má nefna túlkun á eldri tilsögnum við verklag við vefnað í vefstað og verklag við að vefa í spjöldum. I Hug og hönd hafa í tímans rás birst greinar Sigríðar um spjaldvefnað og fótvefnað og ennfremur fróðleikur um hið forna áhald kljásteinavefstað, einnig nefnt vefstaður. Arið 1997 kom út myndband undir heit- inu Vefnaður fyrri alda. Gerð mynd- bandsins var styrkt af Minjasafni Reykjavíkur og Islandsbanka og var eitt af fleiri samvinnuverkefnum Sigríðar og höfundar þessarar greinar. Myndbandið er í tveimur þáttum og snýst sá fyrri um spjaldvefnað en sá síðari um vefnað í kljásteinavefstað. Fyrir þetta verkefni var smíðuð eftirlíking af vefstað. Við mynda- töku sýndi Sigríður öll handtök sem tekin voru upp. I fyrri þætti myndbands- ins sýnir hún verklag við að setja upp og vefa tvöfaldan spjaldvefnað og í síðari þætti allnákvæmlega verklag við að rekja í vef, uppsetningu í vaðmálsvoð (2:2) og handtök við að vefa vaðmál í vefstað. Sigríður hafði þá um árabil kynnt sér heimildir, erlendar og innlendar, einkum um tæknina við að vefa í vefstað og gert sjálfstæðar athuganir á verklagi og jafn- framt á textílum sem álitið er að ofnir hafi verið í vefstað. Við uppsetningu í vefstað fyrir myndbandið Vefiiaður jyrri alda mun hún í meginatriðum hafa stuðst við lýsingu sem eignuð er konu að nafni Guðrún Bjarnadóttir og álitið er að rituð sé um 1870. Lýsing Guðrúnar er í vörslu Þjóðminjasafns og hefur birst í Arbók hins íslenzka fornleifafélags (1914). Sum verkefni og atvik eru, eins og gengur og gerist, mönnum minnisstæð- ari en önnur. Sennilega verður okkur Sigríði báðum ógleymanleg vinna við að framkalla hringavefnað í vefstað og birt- ist hluti af þeirri vinnu í fyrrnefndu myndbandi. I því tilviki las Sigríður úr forskrift að hringavefnaði, sem líklegt þykir að sé frá árunum 1760 til 1770 og talin rituð eftir fyrirsögn Skúla Magnússonar landfógeta. Seint gleymist stundin þegar lokið var að setja upp í hringavefinn og Sigríður hóf að vefa. Eftir nokkur fyrirdrög birtist hring- avefnaðarmunstur í vefstaðnum. Á þeim augnablikum var líkt og okkur hefði borist kveðja úr fjarlægri fortíð. Myndbandið Vefnaður fyrri alda og annað sem Sigríður hefur lagt til mál- anna varðandi verklag við vefnað í kljá- steinavefstað hefur án efa stuðlað að því að áhugi á því forna verklagi hefur glæðst á síðari árum. Svipaða sögu má segja af rannsóknum Sigríðar á verklagi við spjaldvefnað. í framhaldi afþessu er astæða til að benda þeim sem áhuga- samir eru um rannsóknir á frásögn og greiningu Sigríðar á sérkennilegum borðum spjaldofnum, sem í eina tíð munu hafa verið áfastir altarisklæði í Höfðakirkju í Höfðahverfi og birt er í Hug og hönd árið 1985, jafnframt á grein hennar um rannsóknir þýsku menntakonunnar Margarethe Lehmann- Filhés á íslenskum spjaldvefnaði, birt í vorhefti Skírnis, tímarits Hins íslenska bókmenntafélags, árið 1995. Ennfremur má benda á greiningu á vend á líndúks- fóðri í hökli úr kirkju Þorláks helga í Þorlákshöfn. Hökullinn er áiitinn ekki yngri en frá fyrri hluta 18. aldar. Grein Sigríðar um hökulinn birtist í Hug og hönd 1991. í sama riti birti hún niður- stöður rannsóknar á vefnaðargerð altar- Ljósmynd: Vilhelm Gunnarsson Spjaldofið band úr jurtalituðu bandi efiir Sigríði. 6 HUGUROG HÖND2010

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.