Hugur og hönd - 01.06.2010, Blaðsíða 7

Hugur og hönd - 01.06.2010, Blaðsíða 7
isdúks frá Oddakirkju á Rangárvöllum. Alitið er að altarisdúkurinn sé ekki yngri en frá 17. öld. Hér má einnig minna á greiningu Sigríðar á renningi með margbreytilegum vefnaðargerðum sem Gunnar Hinriksson (1845-1932) hefur ofið og er nú í vörslu Þjóðminjasafns. Greining Sigríðar birt- ist ásamt yfirliti um æviferil Gunnars í Hug og hönd árið 1993. I þeirri grein segir Sigríður meðal annars að það sem vakið hafi athygli hennar á renningi Gunnars var hugkvæmnin sem fólst í verkinu. Gunnar var á sinni tíð annálað- ur vefari. Trúlega á Sigríður margt sam- eiginlegt með Gunnari þegar kemur að hugkvæmni við vefnað. Meðal annarra athugana Sigríðar á eldri textílum má nefna rannsóknir á framleiðslu vef- smiðju svonefndra Innréttinga. En á síðasta áratug aldarinnar sem leið voru Sigríður og höfundur þessarar greinar vinnufélagar í Minjasafni Reykjavíkur og áttu meðal annars samstarf um rann- sóknir á starfsemi vefsmiðju Innréttinganna sem starfræktar voru á árunum 1755 til 1803, að mestu leyti á svæðinu þar sem nú er Aðalstræti í Reykjavík. Sigríður skrifaði um athug- anir sínar á framleiðslu vefsmiðju Innréttinganna í Hug og hönd 1996. Þríhyrnur og langsjöl Auk þess sem Sigríður hefur sett fram af fræðandi efni um vefnað hefur hún lagt til talsvert efni sem stuðlar að áhuga á prjóni á Islandi. Auk greina og tilsagna sem birst hafa eftir hana um prjón í Hug og hönd er Sigríður höfundur að ritinu Þríhyrnur og langsjöl, safni af leiðbein- ingum sem gefið var út fyrir atbeina Heimilisiðnaðarfélags Islands árið 1988 í tilefni að 75 ára afmæli félagsins. Ritið var síðan endurútgefið árið 2005.1 kynn- ingu á efninu kemur fram viðleitni Sigríðar til að setja handverkið í sögulegt samhengi. Ritið um þríhyrnur og lang- sjöl hefst á samantekt hennar um nokkur söguleg atriði varðandi prjón á hyrnum og langsjölum. Þar segir hún meðal ann- ars: „Enda þótt hefðin að prjóna útprjón- uð langsjöl og þríhyrnur sé ekki ýkja löng í landinu eigum við þó verðmætan, þjóðlegan arf í þeim sem leitast er við að varðveita að hluta í þessari bók.“ Varðveisla menningararfs Islendinga, eins og hann birtist í handverki sveita- samfélagsins, hefur ævinlega verið Sigríði ofarlega í huga. Að lokum Lesefni - fróðleikur og tilsagnir - sem Sigríður hefur samið einkennist jafnan af því hve látlaust það er, laust við orðskrúð en fyrst og fremst hve skýrt og skil- merkilega því efni sem um er fjallað í hverju tilviki er komið til skila. Slík framsetning í rituðu og mæltu máli ein- kennir jafnan góða kennara og fræði- menn og hvort tveggja á við Sigríði Halldórsdóttur. Sigríður er einn af stofn- endum Félags íslenskra vefnaðarkennara og var formaður stjórnar félagsins á árun- um 1976-1982. Hún er heiðursfélagi í Heimilisiðnaðarfélagi Islands frá 1996 og jafnframt heiðursfélagi í Textílfélaginu frá 1982. Hér vinnur Sigríður við hökul sem hún óf jyrir Hólaelómkirkju árið 1989 í vinnustofu sinni Annríki í Þingholtsstmti. Fjallað er umgerð hökulsins igreininni Tvœr kirkjur - tveir höklar íHug og hönd árgangi 1990 (bls. 8-10). Sigríður HaLldórsdóttir. Helstu heimildir Oprentaðar heimildir Lbs. An númers. Gjörðabók Heimilisiðnaðarjjelags íslands 1913-1962. Aðrar heimildir Arv og Eje 1980. Arbog for Dansk Kulturhistorisk Museumsforening, Den ideologiske husflid. Husfliden i Andelstiden [án útgáfustaðar] 1983. Áslaug Sverrisdóttir og Sigríður Halldórsdóttir, Vefnaður fyrri alda. Spjaldvefnaður og kljdsteinavef staður, myndband, Reykjavík 1997. Danielson, Sofie, Den goda smaken och samhálls- nyttan. Om Handarbetets vánner och den svenska hemslöjdsrörelsen, Stockholm 1991. Den vackra nyttan. Om hemslöjd i Sverige, ritstj. Gunilla Lundahl, Hedemora 1999. Gulliksen, Gunvald, Den Norske Husflidsforening gjennem 40 ár 1891-1931, Oslo 1931. Ísofold41, 86 (nr. 22, 18. mars 1914). Matthías Þórðarson, „Ymislegt um gamla vefstað- inn“, Árbók Hins íslenzka fornleifafélags 1914 (Reykjavík 1914), 17-26. Sigríður Halldórsdóttir, „Forn spjaldvefnaður“, Hugur og hönd (Reykjavík 1985), 23-29. Sigríður Halldórsdóttir, „Gunnar Hinriksson vef- ari. Ofinn renningur á Þjóðminjasafni“, Hugur og hönd (Reykjavík 1993), 13-18. Sigríður Halldórsdóttir, „Klæðavefsmiðjur og tauvef- smiðjur“, Hugur og hönd (Reykjavík 1996), 38-40. óigríður Halldórsdóttir, „Margskeftir líndúkar frá 17. og 18. öld“. Hugur og hönd (Reykjavík 1991), 8-11. Sigríður Halldórsdóttir, „Spjaldvefnaður“, Hugur og hönd (Reykjavík 1968), 14-16. Sigríður Halldórsdóttir, „Spjaldvefnaður á Islandi“, Hugur oghönd (Reykjavík 1970), 7-10. Sigríður Halldórsdóttir, „Spjaldvefnaður endurvak- inn“, Skírnir. Tímarit Hins íslenska bókmennta- félags, 169, vor (Reykjavík 1995), 135-146. Sigríður Halldórsdóttir, Þríhyrnur og langsjöl, Reykjavík 1988. Stefán Jónsson, „Heimilisiðnaðarfélag Islands 70 ára, 12. júlí 1983“, Hugur og hönd (Reykjavík 1983), 11-14. Þjóðviljinn 28, 68 (nr. 19, 27. mars 1914). HUGUROG HÖND2010 7

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.