Hugur og hönd - 01.06.2010, Blaðsíða 8

Hugur og hönd - 01.06.2010, Blaðsíða 8
Katrín Úlfarsdóttir Handverkshátíðin að Hrafnagili - nokkrir fróðleiksmolar úr 17 ára sögu Ljósmyndir Karl Frímannsson Handverkshátíðin við Hrafnagil í Eyjafjarðarsveit hefur fyrir löngu unnið sér fastan sess í fjölbreyttu viðburðadaga- tali sumarsins. Hátíðin hefur vaxið með þeirri miklu grósku sem er í hönnun og handverki, almenningur er áhugasamur og tekur góðum hugmyndum og nýstár- legu hráefni vel. Sumarið 2009 var hand- verkshátíðin haldin í sautjánda sinn en þá tóku yfir hundrað einstaklingar, félög og fyrirtæki þátt og gestir voru hátt í tuttugu þúsund. Fátt bendir til annars en að hátíðin verði um ókomin ár spenn- andi vettvangur handverksfólks. Rúningsmeistari og spunakona að störfum á sýningunni 2009. Upphafið Handverkshátíðin rekur sögu sína til upphafs tíunda áratugar síðustu aldar. Þá stóðu sveitarfélög víða um land fyrir átaksverkefnum þar sem heimafólk var vakið til umhugsunar um atvinnusköpun heima í héraði. Ahersla var lögð á atvinnumál kvenna til sveita og í fram- haldinu var hrundið af stað mörgum nýjungum til að skapa fleiri atvinnutæki- færi. I kjölfarið spruttu upp handverks- hópar og handverkshús víða um land, sem mörg hver eru enn starfandi. Um svipað leyti varð hugarfarsbreyting gagnvart handverki. Þeir sem áður höfðu af eigin áhuga viðhaldið gömlum vinnu- aðferðum fóru að þróa nýjar aðferðir í bland við þær eldri, skapa nýjungar og miðla þekkingunni til annarra. Það við- horf hafði verið ríkjandi að einstaklingar gætu ekki búið til söluvöru úr handverki og haft af því tekjur sér til framfærslu heldur aðeins vasapening til að auka ánægju sína af þessu frístundagamni. Tími var kominn til breytinga á því viðhorfi. Atvinnusköpun fyrir konur í dreifbýli Eyjafjarðarsveit stóð að átaksverkefninu Vaka með stuðningi þáverandi Iðn- þróunarfélags Eyjafjarðar síðla árs 1991. Grýtubakkahreppur, Hálshreppur og Svalbarðsstrandarhreppur tóku einnig þátt í verkefninu. Ur sveitarfélögunum fjórum var fólk valið af handahófi til að taka þátt í skipulagðri hugmynda- og hópavinnu með það að markmiði að efla atvinnusköpun. Einn hópurinn fjallaði um handverk og skoðaði atvinnutækifæri tengd því. Upp úr hópastarfinu var handverks- hópurinn Hagar hendur í Eyjafjarðarsveit stofnaður snemma árs 1992 með það aðalmarkmið að framleiða og selja hand- unna vöru. Elín Antonsdóttir, atvinnu- ráðgjafi hjá Iðnþróunarfélaginu, stýrði átaksverkefninu Vaka og það kom í hennar hlut að fylgja Högum höndum úr hlaði. Ein úr handverkshópnum, Petrea Hallmannsdóttir, varpaði fyrst Séðyfir íþróttasalinn við Hrafnagilsskóla. Þar er þröngt á þingi sýningardagana. Frá sýningunni 2009. 8 HUGUROG HÖND2010

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.