Hugur og hönd - 01.06.2010, Blaðsíða 12

Hugur og hönd - 01.06.2010, Blaðsíða 12
Birna Geirfinnsdóttir Islensk sjónabók - fyrir skapandi fólk Snemma árs 2009 leit Islensk sjónabók dagsins ljós en í henni eru öll munstrin úr eldri íslenskum sjónabókum sameinuð á einum stað. I handritum sjónabóka eru munstur sem notuð voru í útsaumi, vefnaði og til ýmissa hannyrða. Vitað er um tíu íslenskar sjónabækur frá 17., 18. og 19. öld. Níu þeirra eru varðveittar í Þjóðminjasafni Islands en ein í Þjóðminjasafni Dana í Kaupmannahöfn. Nýja bókin er mikil að vöxtum, tæp- lega átta hundruð síður, og henni fylgir geisladiskur með munstrunum á tölvutæku formi. Utgefandi er Heimilisiðnaðarfélag Islands en bókin er samstarfsverkefni HFI, Listaháskóla Islands (LHI) og Þjóðminjasafns Islands. Forsaga útgáfunnar Haustið 2007 hélt HFl norrænt heimilisiðnaðarþing í Reykjavík. A þinginu var sjónum beint að heimilisiðnaði á Norðurlöndum og sérkennum hvers lands. Einnig var hugað að því hvernig menningararfur hverrar þjóðar gæti veitt fólki innblástur við hönnun og sköpun eigin verka. I þessu samhengi vöktu íslensk sjónabókahandrit sérstaka athygli en um þau var fjallað í fyrir- lestri á þinginu. Vegna undirbúnings fyrir þingið boðaði HFI í janúar 2006 hugsanlega samstarfsaðila til fundar. Á þeim fundi kom fulltrúi Listaháskólans, Guðmundur Oddur Magnússon fram með uppástungu um að gefin yrði út íslensk sjónabók. Hugmyndinni var vel tekið og þremur árum síðar kom bókin út. I ritstjórn voru fýrir hönd Heimilisiðnaðarfélagsins fyrst Sofffa Magnúsdóttir og síðar Lára Magnea Jónsdóttir, fyrir hönd Þjóðminjasafnsins Margrét Hallgrímsdóttir og Lilja Árnadóttir og fyrir hönd Listaháskólans Guðmundur Oddur Magnússon, Jóhannes Þórðarson og undirrituð. Spennandi verkefni Lokaverkefni mitt í grafískri hönnun við Listaháskóla íslands vorið 2006 sneri að íslenskum munstrum. Skoðuð voru gömul hefðbundin munstur fyrir prjónaða vettlinga og í kjölfarið hannaðar nýjar útfærslur byggðar á áttablaðarósinni. Vegna áhuga á munstrum og því sem þeim tengist var ég beðin um að taka þátt í útgáfu nýrrar íslenskrar sjónabókar. Námskeið við Listaháskólann I tengslum við útgáfuna kom upp sú hugmynd að skipuleggja námskeið um sjónabækur fyrir nemendur í grafískri hönnun við Listaháskólann. Námskeiðið hlaut nafnið Þjóðararfur. Haft var samband við mig varðandi aðstoð við skipulagningu og fram- kvæmd námskeiðsins í samráði við ameríska listakonu að nafni Jana Stockwell. Fyrsta verk nemenda var að hreinteikna öll munstrin í sjónabókunum. Þetta fól í sér mikla nákvæmnis- vinnu. Hverjum nemanda var falið að teikna í tölvu um það bil fimm blaðsíður úr einhverri sjónabókanna eftir ljósmyndum af upprunalegu handritunum. Lokaverkefnið var að nota munstr- in, nú stafræn, til þess að hanna veggspjöld fyrir komandi heim- ilisiðnaðarþing. Utkoman var frumleg, nemendur unnu úr mismunandi efnum og hugmyndirnar voru einstaklega fjölbreyttar. I framhaldi af fyrsta námskeiðinu hafa þrjú námskeið til við- bótar verið haldin undir yfirskriftinni Þjóðararfur. Á öðru nám- skeiðinu haustið 2007 var leitað út fyrir síður sjónabókanna og nokkur útskurðarmunstur valin til þess að setja á stafrænt form og vinna áfram. Utskurðarmunstrin eru ólík útsaumsmunstr- unum að því leyti að þau eru ekki reitamunstur heldur línu- munstur eða teikningar og því mun meiri nákvæmnisvinna að teikna þau upp. Á þriðja námskeiðinu haustið 2008 var aftur unnið með sjónabækurnar. Um það bil 25 leturmunstur eru í bókunum og þótti því tilvalið að skipuleggja þriðja námskeiðið til að vinna með þau. Nemendum var falið að fullvinna letur- munstrin og gera þau aðgengileg á tölvutæku formi. Nemendum gekk vel að leysa þetta vandasama verkefni. Haustið 2009 lauk svo fjórða námskeiðinu. Þar áttu nemendur að sækja munstur á Þjóðminjasafn íslands og aðlaga þau að þrívíðum hlut. AÁSCD©E£FaSfHJf K£5f5fjfí©Ó!PQS.STíííí ^ íí X 7 7 2 HE © W «5» % *■ iS -S 'w íí <5le- *s> # i£i S Letrið Isafold unnið afBergþóru Jónsdótturá Þjóðararfinámskeiði við Listaháskóla Islands haustið 2008. Nemendum var falið að fullklára letur ásamtþví að hanna tákn og skreyti sem fylgir letrinu. 12 HUGUR0G HÖND2010

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.