Hugur og hönd - 01.06.2010, Blaðsíða 14

Hugur og hönd - 01.06.2010, Blaðsíða 14
Skuggaspil - kertastjaki með Guðrún Lilja, húsgagnasmiður og hönnuður. Guðrún Lilja Gunnlaugsdóttir hönnuður hefur yndi af íslenskri handverkshefð. Hún er meðal þeirra sem tekið hafa Islensku sjónabókinni fagnandi. Að hennar mati er það mikill kostur fyrir hönnuði að hafa á einum stað samantekt af helstu munstrum þjóðararfsins. Bókin og geisladiskurinn með munstrunum á stafrænu formi sparar tíma bæði við leit og vinnu auk þess að virka hvetjandi til notkunar á gömlum munstrum í hvers konar hönnun. Meðal verkefna þar sem gömul munst- ur koma við sögu er hönnun Gljúfrastofu, sem er gestastofa Vatnajökulsþjóðgarðs í Asbyrgi í Jökulsárgljúfrum. Verkið vann Guðrún Lilja ásamt samstarfsmönnum sínum hjá fyrirtækinu Studiobility á árunum 2005-2007. I gestastofunni eru Þessir kollar eru með úlfœrðu munstri sem sjá má á bls. 208 í Islenskri sjónabók. Kollana saumaði Lilja Njálsdóttir, móðir Guðrúnar jyrir Gljújrastoju. Margrét Valdimarsdóttir tjiunstri ur Islenskri sjónabók falleg dæmi um hvernig nota má gömul munstur í nýju samhengi. Þannig er einkennismerki gestastofunnar gamalt munstur af jurtapotti sem finna má á bls. 208 í fslenskri sjónabók. Sama munstrið er einnig útfært í níu útsaumuðum kollum. Munstrið fékk Studiobility á sínum tíma hjá Þjóðminjasafninu. Yfirbragð gestastofunnar er fágað og smekklegt og má með sanni segja að þar sameinast menningararfurinn og nútímahönnun. Sú tækni að skera málma, plexígler og önnur efni með geisla eftir tölvuteikn- uðum munstrum opnar nýja möguleika í hönnun og framleiðslu. Studiobility hefur nýtt sér þessa tækni við vöruhönn- un frá árinu 2006. Hillur með munstr- um, ýmist frá útskurði eða hannyrðum eru meðal þess sem starfsmenn fyrirtæk- isins hafa hannað. Þessar hillur eru sann- kölluð vegglistaverk, enda er sumum þeirra ekki ætlað að þjóna sem hirsla heldur vera til prýði, því munstrin varpa fallegum skugga þegar birta skín í gegn eða glampi varpast á vegg vegna króm- húðar. Hugmyndin tengist æskuminn- ingum Guðrúnar Lilju þegar hún dáðist að skugganum sem myndaðist þegar sólin skein í gegnum hekluð blúnduverk í eldhúsgardínum Sigurbjargar ömmu hennar. I þessari hönnun er sóst eftir þeim hughrifum sem vakna þegar ljós skín í gegnum munstur og endurtekur það. Skuggaspil er sprittkertastjaki úr stáli sem kom á rnarkaáfyrir jólin 2009. Hann er seldur í flatri pakkningu sem er aðeins 4 x 18 cm að stœrð og örþitnn. Skuggaspil er seldur eins og aðrar vörur frá Lyng í minjagripaverslunum, hönnunarbúð- um og völdum bókabúðum. Guðrún Lilja stendur ásamt Sigurði Þorsteinssyni að baki fyrirtækinu Lyng sem er nýtt vörumerki í gjafavöru. Hugmyndafræði fyrirtækisins byggir meðal annars á sterkri skírskotun til íslenskrar menningararfleifðar og nátt- úru. Vörurnar hafa þrátt fyrir þjóðlegan bakgrunn á sér alþjóðlegt yfirbragð, enda ætlaðar til sölu bæði hér á landi og erlendis. Ein af vörum fyrirtækisins sem þegar er komin á markað er unnin beint úr Sjónabókinni, það er kertastjaki sem ber heitið Skuggaspil. Kertastjakinn er eins og fleiri vörur frá Lyng seldur í flatri pakkningu sem lítið fer fyrir og því auð- velt að stinga í umslag og senda í pósti. Um er að ræða þunnt útskorið stál með munstri sem finna má á bls. 248 í Islenskri sjónabók. Kertastjakinn er beygður af þeim sem tekur hann úr pakkningunni. Ljósið frá kertinu varpar skugga og endurkasti af munstrinu og ber hann því nafn með réttu, Skuggaspil. Upplýsingar um vörur Lyng má finna á: www.lyng.is Þessi hilla er unnin ejtir gömlu útskurðarmunstri. Hillan varpar skugga ogglampa þegar Ijós fellur á hana og er því sannkallað augnayndi. Guðrún Lilja ásamt Sigurði Þorsteinssyni hefur einnig hannað bókamerki með sama munstri sem selt er í vörulínu Lyng. 14 HUGUR0G HÖND2010

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.