Hugur og hönd - 01.06.2010, Blaðsíða 15

Hugur og hönd - 01.06.2010, Blaðsíða 15
Margrét Valdimarsdóttir Peysur Ljósmyndir Vilhelm Gunnarsson - með munstri að eigin vali Lopapeysur með munstrum að eigin vali eru persónulegar flíkur. Það er skemmti- leg áskorun að velja saman munstur í peysu svo að úr verði falleg heild. Utkoma íslenskrar sjónahókar með ótölulegum fjölda fjölbreyttra munstra auðveldar slíkt verk. Höfð er til hliðsjónar upp- skrift af mátulegri peysu. Síðan eru fund- in munstur sem falla að henni hvað varðar fjölda á lykkjum og umferðum. Hægt er að fjölga eða fækka lykkjum upp að vissu marki í samræmi við munstrin og á opnum peysum er stundum hægt að aðalaga munstrin að samskeytum við rennilás eða tölur. Munstrið neðst á ermum og bol þarf einungis að aðlaga lykkjufjölda en á berustykki þarf líka að taka tillit til úrtöku. Þægilegt er að velja munsturbekki sem falla innan úrtöku- umferða svo að munstrin riðlist ekki með úrtökun- um. Þegar búið er að sam- eina ermar og bol á einn prjón eru oft margar umferðir án úrtöku. Þar má því velja tiltölulega breiðan bekk eins og hér er gert á ljósu peysunni. f lok hans er tekið úr, prjón- aður mjór bekkur og svo aftur tekið úr. Þá eru aftur prjónaðar nokkuð margar umferðir án úrtöku svo að þar er aftur nokkuð breiður bekkur. Þegar komið er nær hálsmáli þarf að taka ört úr og þar henta því einföld munstur eða lóðréttar rendur. A karlmannspeys- unni má sjá hvernig efsta munstrið er látið halda áfram upp að hálsmáli. Þessar fallegu peysur prjónaði Sigrún Helgadóttir eftir sinni uppskrift á sig og bónda sinn úr lopa frá Þingborg. Útsaumaðir púðar - fást í tilbúnum pakkningum Álfheiður og Margrét eru heiti púðanna sem hér eru sýndir. Þeir eru eftir textíl- hönnuðinn Láru Magneu Jónsdóttur, sem útskrifaðist frá Textíldeild Myndlista- og handíðaskóla íslands árið 1989. A árunum 1990-1995 starfaði Lára hjá versluninni íslenskur Heimilisiðnaður í Hafnarstræti. Hún hefúr alltaf verið áhugasöm um íslenskan menningararf en við störfm í versluninni vaknaði áhugi hennar á íslensk- um munstrum og útsaumi. Lára heillaðist af gamla krosssaumnum og hefur nær eingöngu notað hann í verkum sínum. Hún hefur sótt sér innblástur í íslenskan menningararf og hefur safnað, unnið með og útfært gömul útsaumsmunstur. Henni er umhugað um að þekking á gömlu íslensku handverki viðhaldist. Safnkostur Þjóðminjasafns íslands og rannsóknir á aldagömlum textílverkum og þá sérstaklega Elsu Guðjónsson hafa verið henni hvatning. Lára sat í Skólanefnd Heimilis- iðnaðarskólans og var for- maður Heimilisiðnaðarfélagsins á árunum 2007-2009. Hún var einnig einn af þrem- ur ritstjórum Sjónabókarinnar. Hönnun púðanna er byggð á þjóðlegri hefð og eru pakkningar með efni í þá til sölu í verslun HFI við Nethyl. Pakkningarnar innihalda allt sem til þarf til að sauma út púðana og verða þeir til í fleiri litasamsetningum. Hægt er að útfæra uppsetningu og frágang púðanna með ýmsum hætti. Stefnt er að framleiðslu fleiri pakkninga með úrvali þjóðlegra útsaums- munstra. Púðinn til vinstri nefnist Álfheiður. Munstrið er hnútur með fylltum bakgrunni. Púðinn er saum- aður eftir munstri sem birtist í Hug og hönd árið 1973 (bls. 23) og er þekkt munstur í gömlum íslenskum textílverkum. Svipað munstur má finna í Sjónabókinni á bls. 610. I þennan púða er notað Kambgarn frá ístex og útsaumurinn skreyttur með glerperlum. Púðinn til hagri nefnist Margét og er hann saum- aður með gamla krosssaumnum í brúnan ullarjava. Hann er unnin með hliðsjón af munstri úr Skafiafellsbók, sjónabók Jóns Einarssonar (1731- 1798) hagleiksmanns í Skafiafelli, sem birt er á bls. 602. íútsauminn eru notaðir tveirþrœðir afZephyr ullargarni og skreytt með glerperlum. HUGUR OG HÖND 2010 15

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.