Hugur og hönd - 01.06.2010, Blaðsíða 22

Hugur og hönd - 01.06.2010, Blaðsíða 22
Hulda Orradóttir Dansi dansi dúkkan mín - postulínsbrúður Rúnu Gísladóttur Ljósmyndir Vilhelm Gunnarsson Rúna Gísladóttir er fædd árið 1940 í Kaupmannahöfn. Hún er elst fimm barna Gísla Kristjánssonar frá Brautarhóli í Svarfaðardal og Thoru Kristjánsson, konu hans. Þrjú systk- inanna fæddust í Danmörku en þar bjó fjölskyldan fram að stríðslokum þegar hún fluttist til Islands. Rúna var tæplega fimm ára gömul þegar hún kom til landsins og kunni þá enga íslensku, enda töluðu foreldrar hennar alltaf dönsku sín á milli og við börnin. Tungumálið lærði hún þó fljótt og varð því tvítyngd. Eftir heimkomuna bjó fjölskyldan lengi í Lækjargötu 14B í Reykjavík þar sem nú er Tjarnarskóli. Á þeim tíma var húsið í eigu Búnaðarfélags Islands, en heimilis- faðirinn starfaði þar um árabil. Thora móðir Rúnu var hjúkr- unarfræðingur að mennt, en hún saumaði mikið á fjölskyld- una og fórst henni það verk einkar vel úr hendi. Áhuginn á handverki vaknaði snemma hjá Rúnu og voru fyrstu verkefni hennar, eins og hjá svo mörgum ungum stúlk- um, að sauma og prjóna föt á dúkkurnar sínar. Var Rúna dugleg að næla sér í afgangs efnisbúta og garn hjá móður sinni í dúkkufötin. Þessi áhugi hennar hefur haldist alla tíð. Eftir nám í Miðbæjarskólanum ákvað Rúna að fara í Kvennaskólann enda mikil áhersla þar á hand- menntir. Á kvennaskólaárunum saumaði hún og prjónaði mikið á sjálfa sig og fleiri. Hannyrðir voru ekki eina hugð- arefni Rúnu á þessum árum því í Kvennó vaknaði áhugi hennar á íslensku og fór hún að skrifa bæði ljóð og sögur. Upp frá því hafa rit- Rúna Gísladóttir stendur hér við skáp með handgerðum brúðum sínum ogýmsum gömlum brúðum úr safni sínu. störf verið hluti af lífl hennar en hún hefur skrifað tíu barna- bækur og þýtt fjölda bóka. Einnig má nefna að Rúna starfaði í skólanefnd Heimilisiðnaðarskólans 1983-1985 og í ritnefnd Hugar og handar á árunum 1985-1993 og skrifaði á þeim tíma talsvert af greinum um myndlist og handmenntir. Eftir árin í Kvennaskólanum fór Rúna í Kennaraskóla íslands þaðan sem hún útskrifaðist árið 1962. Hún starfaði við kennslu í nokkur ár, en ákvað þá að hefja nám við "\ Ltm d 1 T r~\ ♦— /\ f~r E >1 /—1 1 Frá vinstri: Nadía, Gullborg og Kristín íprjónuðum bómullarkjólum, en Hildur er í hekluðum, hvítum kjól með silki undir. Brúðurnar eru klœddar hekluðum undir- kjólum, blúndunœrbuxum og sokkum. Hæðþeirra er 28-37 cm og allar eru þær eftirgerðir rúmlega 100 ára gamalla brúða. 22 HUGUR OG HÖND 2010

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.