Hugur og hönd - 01.06.2010, Blaðsíða 24

Hugur og hönd - 01.06.2010, Blaðsíða 24
Sigurlína Sigurbjörnsdóttir ... nema fuglinn flj úgandi - útskurðarverk með vísun í þjóðsögur Ljósmyndir Anna Melsteð Það var mörgum ánægjuefni að skoða sýningu sem haldin var í Norska húsinu í Stykkishólmi sumarið 2009. Segja má að hún hafi verið byggð á menningararfi okkar Islendinga bæði í orði og verki. Sýningin sem hér um ræðir nefndist ...nema fuglinn fljúgandi og höfundur hennar er listakonan Ingibjörg Helga Agústsdóttir sem er búsett í Stykkishólmi. Á sýningunni voru útskurðarverk byggð á íslenskum þjóðsögum. Sýning í Norska húsinu Sýningin vakti mikla athygli og hlaut einróma lof gesta. Þess má geta að Norska húsið í Stykkishólmi er eign Byggðasafns Snæfellinga og Hnappdæla. Auk þess að vera sjálft safngripur hýsir Norska húsið fasta sýningu á miðhæð, sem nefnist Heldra heimili á 19. öld. Sú sýning er tileinkuð Árna Thorlacius sem árið 1832 keypti tilsniðna viði frá Arendal í Noregi og lét reisa húsið. I risi hússins er svo opin geymsla byggðasafnsins. Á jarðhæð er forvitnileg safnbúð og sýningarrými í tveimur herbergjum, eld- húsi og mjólkurstofu. I Norska húsinu eru haldnar fjölbreyttar sýningar og um 14.000 gestir heimsækja húsið árlega. Mjólkurstofan reyndist vera verðug umgjörð um sýningu Ingibjargar og þar tókst að skapa andrúmsloft liðinnar tíðar með því að setja þar inn rúm, kistil og þjóðsögur til að glugga í. Hugmyndir og handverk Ingibjörg lærði fatahönnun í London og Kaupmannahöfn og segja má að aðal vettvangur hennar sé á textílsviðinu. Hún er meðlimur í Faldafeyki, hópi innan Heimilisiðnaðarfélags Islands, sem stofnaður var árið 2000 í þeim tilgangi að safna upplýsingum um íslenska faldbúninginn, gerð hans og það fjöl- breytta handverk sem einkennir hann. Fyrir fáeinum árum tók hún hliðarspor frá þessu sviði og hóf að skera út. Afrakstur þeirrar vinnu er meðal annars þau átta verk sem sýnd voru IngibjörgAgústsdóttir á vinnustofu sinni. Hér vinnur hún að verkinu Hrafnaþing sem verður á sýningu í Norska húsinu sumarið 2010. Fyrst teiknar hún nákvœma uppdratti áður en hafist er handa við smíði einstakra hluta verksins. Þegar allir hlutar eru tilbúnir eru þeir málaðir og settir saman í Ævintýrabox. Álfkonan á Geirfuglaskeri - I sögunni segir afiSuðurnesjamönnum sem réru út í Geirfuglasker til að sakja sér fugl til matar. Mennirnirþurftu skyndilega að snúa heim vegna veðurs þótt einn mann vantaði. Vorið eftir fóru þeir aftur út í skerið og hittu þá félaga sinn vel haldinn. Hann sagði fátt af dvöl sinni en síðar gerði álfkona hann að illhveli eftir að hann hafði neitaðfaðerni barns þeirra sem prest- ur spurði hvort eetti að skíra. Verkið er 44 cm á hœð og 51 cm á breidd. sumarið 2009. Þjóðsögurnar sem verkin byggjast á eru: Þóra hafmeyja, Guð launar jyrir hrafninn, Alfkonan í Geirfuglaskeri, Selshamurinn, Alfaskartið, Lagarfljótsormurinn, Hafgýgur og Búkolla. Þær er allar að finna í Þjóðsögum Jóns Árnasonar. En hvaðan koma hugmyndirnar að verkunum? Það segir listakonan okkur sjálf á heimasíðu sinni www.hibi.is-. “ Ahugi minn á handverki vaknaði fyrir alvöru þegar ég byrja að rannsaka íslenska faldbúninginn og handverk honum tengt. Búningahefðin, litirnir, munstur og íslenskur útskurður ásamt sögum og œvintýrum sem Ingibjörg amma mín sagði mér þegar ég var lítil hafa orðið innblásturinn íþessi útskurðarverk sem 10 ára sonur minn kallar œvintýrabox. ” Ekki er ólíklegt að álfkonur hafi átt þátt í því að draga þjóð- sögurnar inn á vinnuborð Ingibjargar. Hún hugsaði sér nefni- lega alltaf að álfkonur í þjóðsögum væru klæddar faldbúningi. Bláa œvintýrið er fyrsta útskurðarverk Ingibjargar. Það er nú í eigu Norska hússins og er þar til sýnis. Það varð til fyrir sýn- inguna / bláum skugga í Norska húsinu sumarið 2008 og þar er reyndar aðalpersónan álfkona klædd faldbúningi. Búningaáhuginn færðist þannig inn í útskurðarverkin auk þess að eiga þátt í að kveikja hugmyndina. 24 HUGUR0G HÖND2010

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.