Hugur og hönd - 01.06.2010, Blaðsíða 27

Hugur og hönd - 01.06.2010, Blaðsíða 27
hleypir, ostagerlar ásamt mæliskeiðum og fleiri smáhlutum. Það sem kom mér mest á óvart við ostagerð- ina er að í byrjun er sama aðferð notuð sama hvaða gerð af osti á að gera. Mjólkin er alltaf hituð upp í 32°C og síðan blandað í hana sýruhvata. Það er vinnslan á síðari stigum eða endurhitunin á mjólkinni sem stjórnar því hvaða ostur verður til, að sjálfsögðu ásamt efnum eins og gerlum, hleypi og fleiru. Við gerð kotasælu þarf að endurhita mjólkina upp í 45-55°C á klukkutíma en við gerð fetaosts eingöngu upp í 32°C. Mér finnst skemmtilegast að gera kotasælu og fetaost því þar fær maður afurðina strax sem kotasælu og eftir tvo daga sem fetaost. Við gerð osta sem eiga að gerjast eins og camenbert og yrjuosta þarf að hafa gott pláss í ísskáp fyrir gerjunina ásamt biðlund í nokkrar vikur. Ekki að biðin sé vanda- mál í sjálfu sér, heldur er það fyrir- hyggjan því flestar uppskriftirnar að ostunum eru upp á 8 lítra af mjólk og mitt heimili borðar ekki það magn af gerjuðum ostum, sem hafa takmarkað geymsluþol. Brauðostagerð hef ég held- ur ekki lagt fyrir mig því þá osta þarf að geyma í 6-8 vikur áður en þeir verða neysluhæfir, fyrir utan að það svarar ekki kostnaði. Það má samt mæla með því sem skemmtun að búa til sína eigin brauðosta. Segja má að ostagerð sé bæði tímafrek og gef- andi, en helsti kostur hennar er nákvæm vitn- eskja um innihald ostsins ásamt því að ekkert er dásamlegra en að standa fyrir framan fullar krukkur af eigin fetaosti og kotasælu. Heimildir: Auðunn Hermannsson, munnleg heimild 21. nóvember 2009. Hallgerður Gísladóttir. (1999). Islenskmatarhefð. Reykjavík: Mál og menning. Njálssaga. (1954). Guðni Jónsson bjó til prentunar. Akureyri: Islendingasagnaútgáfan. www.landbunadur.is home.centurytel.net/thechronicle/gammalol.htm www.tine.no/6002.cms Sólborg Alda Pétursdóttir Föt sem framlag - verkefni á vegum Rauða krossins Eitt af fjölmörgum verkefnum sem deildir Rauða kross íslands vinna að nefnist „Föt sem framlag“. Tuttugu og fimm deildir af fimmtíu taka þátt í þessu verkefni sem felst í því að sjálfboðaliðar á öllum aldri, einir eða í hópum, sauma og prjóna fatnað sem ýmist er seldur á mörkuðum deilda eða í Rauða kross búðunum. Einnig eru útbúnir ungbarnafatapakkar sem sendir eru til neyðaraðstoðar erlendis. Hagnaður af sölu fatnaðarins er nýttur til neyðaraðstoðar, ýmist erlendis eða innanlands. Rauða kross búðirnar eru orðnar átta um land allt og yfirleitt eru haldnir markaðir hjá deildum að minnsta kosti einu sinni á ári. Ungbarnapakkarnir innihalda ákveðinn fatnað fyrir börn á fyrsta ári, meðal annars þykka peysu, nærfatnað, sokka, húfu, handklæði, teppi og taubleiur. Undanfarin ár hafa ungbarnapakkarnir verið sendir til Afríku, aðallega til Malaví. Þeim er dreift í gegnum heilsu- gæslustöðvar á hverjum stað, yfirleitt til nýbakaðra mæðra og á heim- ili fyrir munaðarlaus börn. í október 2009 barst neyðarbeiðni frá Rauða krossi Hvíta Rússlands um að senda þangað 2500 ungbarnapakka í desember, áður en kaldasta tímabil ársins gengur í garð. Yfirleitt eru búnir til um það bil 1000 pakkar á ári þannig að verulega þurfti að auka afköstin til að svara þessu kalli. Deildir brugðust fljótt við og hófu framleiðslu ungbarnapakka í gríð og erg. Auk Rauða kross deildanna voru virkjaðir hópar kvenfélaga og eldri borgara Rauði krossinn í Malaví dreifir ungbarnapökkum fá Islandi meðal annars til fátœkra mœðra í Chiradzulu og Mwanza. um allt land. Alls tókst að útbúa 2000 pakka sem voru sendir til Hvíta Rússlands um miðjan desember. Þetta sýnir styrk Rauða kross deilda um allt land, allir eru tilbúnir þegar á reynir. Þeir sem vilja taka þátt í verkefninu „Föt sem framlag“ er bent á að hafa samband við Rauða kross deildina í sinni heimabyggð eða við verkefnisstjóra á Landsskrifstofu Rauða krossins í síma 570 4000. HUGUR 0G HÖND 2010 27

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.