Hugur og hönd - 01.06.2010, Blaðsíða 28

Hugur og hönd - 01.06.2010, Blaðsíða 28
Vigdís Stefánsdóttir Brúðubíllinn - Helga Steffensen og brúðurnar Ljósmyndir Vilhelm Gunnarsson Helgu Steffensen þekkja flestir. Hún er konan á bak við Brúðubílinn, bílinn sem íslensk börn hafa beðið eftir á leik- völlum, almenningsgörðum og leikskól- um síðustu 30 árin. Aldrei hafa þau verið svikin um góða skemmtun hvern- ig sem viðrar enda tekur Brúðubíllinn sér ekki frí þó rigni eða hvessi svolítið. Það er líka margsannað að það er hægt að klæða af sér öll veður og svo gleymist að taka eftir því þegar leikurinn hefst. Glaður appelsínugulur litur er ríkjandi í eldhúsi Helgu Steffensen. Raunar er allt í eldhúsinu litríkt, rétt eins og Helga sjálf. A vegg hangir röndótt veggteppi og marglitur borðdúkur, smáhlutir, föndur og fleira skemmtilegt býður mann velkominn í hið heimilislega, ömmulega og Helgulega eldhús. Helga hefur alltaf haft áhuga á hand- verki. Sem krakki var hún sífellt að búa eitthvað til og notaði til þess allt sem fyrirfannst í bílskúrnum og náttúrunni í sveitinni. Hún teiknaði líka og klippti út dúkkulísur og lék leikrit með vinkon- unum. „Eg hef eiginlega alltaf verið að vinna eitthvað í höndunum, hekla, gera makrame, sauma út veggteppi og vefa“ segir hún. „Ég hef prófað margt, skera út í línoleumdúk og þrykkja til dæmis á föt og gardínur. Einu sinni bjó ég í Helga d vinnustofu sinni á heimili sínu. Þar er aSfinnajjöldann allan afbrúSum aföllum stœrðum oggerðum auk hrdefnis afýmsu tagi til brúSugerðar. blokk og gerði vatnslitamyndir af öllum krökkunum í blokkinni. Sum þeirra eiga myndirnar ennþá. En svo kom brúðulistin inn í spilið og þá var ekki að sökum að spyrja. Upp frá því hefur allt snúist um brúður, brúðuleikrit, brúðu- tjöld og svo auðvitað aðalatriðið, áhorf- endurna, börnin. Mér þykir mjög vænt Dúkkulísur eins og þessar eru skornar út úr þykkum pappa. Agœtt að Umafot á dúkkultsuna báðum megin. Prik er límt á svo að hœgt sé að stjórna persónunni neðanfrá. Þessarpersónur eru úr sögunni um Stúf en leikritið var sýnt í Brúðubílnum. ÞaS er gaman að nota imyndunaraflið við gerð brúða afþessu tagi. um starfið og börnin, það er afar gef- andi að taka þátt í og vinna að barna- menningu. Oft eru sýningar Brúðu- bílsins fýrstu leiksýningar sem börnin sjá. Hjá okkur læra þau að fara í leik- hús, að hlusta og horfa og líka að taka þátt í því sem fram fer á sviðinu”. Upphafið Fyrir mörgum árum þegar Helga vann hjá Sjónvarpinu tók hún þátt í nám- skeiði í brúðugerð hjá Kurt Zier sem hafði verið skólameistari Myndlista- og handíðaskólans. „Hann var mikill brúðuhönnuður og listamaður", segir Helga. „Við byrjuðum nokkrar saman hjá honum og fengum þar mjög góða undirstöðu í brúðugerð”. I framhaldi af þessu námskeiði var Leikbrúðuland stofnað 1968 en það fékk inni í kjallaranum á Fríkirkjuvegi 11 árið 1972. I Leikbrúðulandi voru auk Helgu, Erna Guðmarsdóttir, Bryndís Gunnarsdóttir og Hallveig Thorlacius. Leikbrúðuland átti 40 ára afmæli árið 2008 og síðustu sýningarnar „Selurinn Snorri“ og „Vinátta" eru enn á ferðinni í leikskólum og kirkjum. 28 HUGUR 0G HÖND 2010

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.