Hugur og hönd - 01.06.2010, Blaðsíða 30

Hugur og hönd - 01.06.2010, Blaðsíða 30
Þessir spjdtrungar eru allsherjar saumaskapur. Höfuð eru fyrst klippt til úr svampi og síðan saumað silkiefni utan um. Nef er saumað ogjyllt upp með fyllingarefni, augu saumuð á og augasteinar eru úr tölum. Munnarnir eru opnanlegir. Þessar brúður eru skafibrúður sem notaður voru í leikritinu Pápi veit hvað hann syngur hjá Leikbrúðulandi. Verkið byggir á sögu H. C. Andersens. landsbyggðina í ágúst og fram í septem- ber. Hann er til að mynda fastagestur á Þjóðhátíð og Fiskideginum mikla. „Það er gaman að sýna á stórum opnum svæðum, eins og til dæmis á Miklatúni. I fyrrasumar komu yfir 600 börn og það var mikil upplifun að sjá strollurnar koma úr öllum áttum“ segir Helga. „Flest barnanna koma árlega frá eins til sex ára aldurs þannig að þau þekkja Brúðubílinn vel. Þau eru alveg ótrúlega áhugasöm og góð, hlusta og taka vel eftir öllu. Ég passa líka að hafa alltaf einhver lög sem þau kunna og geta sungið með. Þau njóta þess vel að hjálpa Lilla apa, sem er óttalegur kjáni, þekkir alls ekki litina né tölustafina, hann er jú bara 5 ára! En í rauninni er hann 25 ára, en það vita krakkarnir ekki“. Margar gerðir af brúðum Brúðurnar hennar Helgu eru af ýmsum gerðum eins og geta má nærri. Stórar og litlar, feitar og mjóar, kallar, kellingar, krakkar og kvikindi. „Höfuðið á brúðunum er stundum gert þannig að ég nota mörg lög af pappír, til að mynda dagblaðspappír sem ég lími í pínulitlum bútum, eins og mósaík á höfuðið, sem ég hef áður mótað í leir. Þannig verður til skel sem er bæði létt og fín og auðvelt að mála eða setja efni yfir. Til eru margar gerðir af brúðum. Fingra- brúður, sem eru settar á fingurna og stjórn- að þannig, hanskabrúður, sem eins og nafnið bendir til, er farið í eins og hanska, skaftbrúður, sem eru með skafti upp í höf- uðið, marottenbrúður, sem eru með munn- hreyfingar og er stjórnað þannig að önnur hönd brúðustjórnandans stjórnar höfðinu og hin höndin er hönd brúðunnar. Þá bý ég til búning sem nær niður í mitti. Strengjabrúðum er svo stjórnað með strengjum. Það skemmtilega við brúðugerð er að það má búa til brúður úr einföldustu hlutum. Hægt er að nota dót sem til er á öllum heimilum eins og moppu, sleif, ausu, pappamál, hanska, sokk eða hvað- eina. Það er hægt að gera einfalda brúðu á stuttum tíma, á meðan það tekur kannski margar vikur að gera vandaða brúðu“. Indversk goðafræði lýsir því hvernig strengjabrúður urðu til. Guðinn Shiva og kona hans Parvatti fóru framhjá búð sem seldi brúður. Þarna voru þær með hang- andi útlimi og höfuð. Þau breyttu sér þá í anda og fóru í brúðurnar sem lifnuðu við og fóru að dansa. Sölumaðurinn vildi að þau héldu áfram að gæða brúðurnar lífi en þau sögðu að þar sem hann hefði sjálfur búið til brúðurnar yrði hann líka að lífga þær við. Hann hugsaði vel og lengi og að lokum fann hann lausnina, hann lífgaði þær við með strengjum. Marionetta = strengjabrúða þýðir litla María (brúðuleikhús á rætur sínar að rekja til kirkjunnar). Brúðusmiðurinn skapar brúðuna í sinni eigin mynd eða annarrar manneskju og hann gefur henni líf með því að stjórna henni eða hreyfa hana og ljá henni rödd sína. Þetta samband er heillandi og allt frá dögum Platons og Aristótelesar hefur margt verið sagt um samband brúðu- stjórnandans og brúðunnar. Skáldið Heinrich von Kleist skrifaði merkilega grein um samband brúðunnar og stjórn- andans og líkti því við samband Guðs og manns. Maðurinn skapar brúðuna og blæs í hana lífsanda sínum. Einn brúðleikhúsmeistari sagði þetta um brúðuleikhús: „Það sem er heillandi í brúðuleikhúsi er að það skírskotar til ímyndunarinnar á tvo vegu. Annars vegar vitsmunalega. Skynsemin segir okkur að hreyfingu t.d. glass sé stýrt af einhverjum. Hin hliðin er hafm yfir skynsemi. Við geymum minningar aftur úr forneskju, frá því við trúðum á anda, stokka og steina. Þessi hlið vill gjarnan trúa að glasið hreyfist af sjálfu sér en sé ekki stýrt“. Hannyröanámskeiö - hannyrðavara Laugavegi 8 - www.nalin.is NÁLIN HANNYSÐAVESSLUN 30 HUGUROG HÖND2010

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.