Hugur og hönd - 01.06.2010, Blaðsíða 32

Hugur og hönd - 01.06.2010, Blaðsíða 32
 / Baðstofu Kvennaskólans svífur andi liðins tíma yfir vötnum, gömul húsgögn, handverk og Ijósmyndir skapa hlýlegt andrúmslofi. Úr stofnskrá: Meginhlutverk með stofnun Textílseturs íslands er að efla rannsóknir og menntun á íslenskum textíliðnaði og hand- verki. Einnig að skapa háskólanemum, fræðimönnum og listafólki starfsaðstöðu fyrir vettvangsnám og rannsóknir á sviði textílfræða og jafnframt því að vera alþjóðlegt fræðasetur sem heldur ráðstefn- ur, málþing og námskeið um textíl. Undirrituð hóf störf hjá Textílsetri Islands í september 2008 á dögum örlagaríkra breytinga í samfélaginu. Eitt fyrsta verkefnið var að opna dyr Kvennaskólans fyrir hannyrðaunnendum frá Blönduósi og nágrenni og var fyrst boðið í prjónakafFi í október 2008. A þessu tímabili hefur verið unnið ötullega að markmiðum Textílseturs, samstarf við önnur setur og stofnanir ræktað, eldri verkefnum fylgt eftir og ný verkefni mótuð og sett á laggirnar. Af þessum verkefnum er það sennilega samstarfið við Háskólann á Hólum sem ber einna hæst. Snemma árs 2009 var stofnað háskólasetur á Blönduósi í textílfræðum og hafísfræðum sem bæði hafa aðsetur í Kvennaskólanum. Birna Kristjánsdóttir, MFA, sér- fræðingur í textílfræðum, var ráðin til Hóla og stefnt er að nánu samstarfi Textílseturs og háskólans um að efla rannsóknir og menntun í textílfræðum. Námskeið Menntun og fræðsla felst í því að hafa í boði námskeið fyrir fagfólk jafnt sem almenning á sviðum textíls og handverks. Námskeið hafa verið reglulega í boði tvo til fimm daga í senn, oftast um helgar, og henta því vel þeim sem hafa komið úr héruðum Norðvestanlands. Þau hafa verið vel sótt. I febrúar 2009 var fyrsta námskeiðið haldið. Kennd var roð- og leðurvinna í umsjá Signýjar Ormarsdóttur, fatahönnuðar og menningarfulltrúa Austurlands. Samstarf var við Sjávarleður á Sauðárkróki en þar fer meðal annars fram sútun á roði sem hefúr reynst einstakur efniviður fyrir handverksfólk og fatahönnuði. Námskeiðið sóttu áhuga- og handverkskonur en mikill áhugi er á roð- og leðurvinnu enda möguleikar á notkun þess í nytja- og listmuni fjölbreyttir. Námskeið í þæfingu var haldið í samstarfi við Istex og var það einnig fjölsótt. Sigrún Indriðadóttir, handverks- kona og bóndi, leiðbeindi á því námskeiði. Nokkrir nemendanna nýttu sér vel þekkinguna sem þeir áunnu sér og framleiddu muni til að selja í handverkshúsi Textílseturs síðastliðið sumar (2009). Haldin eru lengri námskeið (í anda Skals handavinnuskólans í Danmörku) þar sem áhugasamir geta komið saman fjarri amstri hversdagsins og setið við hannyrðir frá morgni til kvölds í því ein- staka umhverfi sem er í Kvennaskólanum. í júní var haldið fyrsta langa námskeiðið en námskeiðalotur með þessu sniði verða á dag- skrá þrisvar á ári; í febrúar, júní og október. Fyrstu námskeiðin voru í samstarfi við Heimilisiðnaðarskólann, Istex og Skógrækt Ríkisins. Þá var kennt í fyrsta sinn að knipla úr ullarþræði undir handleiðslu Ingibjargar Ágústsdóttur úr Faldafeyki, áhugahópi innan Heimilisiðnaðarfélagsins sem rannsakað hefúr sögu og gerð faldbúningsins, og Inda Benjamínsdóttir, einnig úr Faldafeyki, kenndi baldýringu. Hrefna Aradóttir handverkskona kenndi konum og börnum að tálga úr ferskum viði á námskeiði í samstarfi við Skógrækt Ríkisins og var það með svipuðum hætti og nám- skeiðin „Lesið í skóginn, tálgað í tré“. Margrét Linda Gunnlaugsdóttir hönnuður og þjóðfræðingur kenndi prjón og prjónahönnun í samstarfi við ístex. Námskeiðin stóðu yfir í fimm daga og voru þau fullskipuð. Þátttakendur nutu einstakrar veður- blíðu alla dagana og því var setið fram eftir á löngum, björtum kvöldum í góðum félagsskap á bökkum Blöndu í grennd við fjöl- skrúðugt fúglalífið. Lotunámskeiðin haustið 2009 voru einnig mjög vel sótt en þar var áhersla lögð á prjón í margvíslegum myndum, en einnig hekl, gimb og spuna. Námskeiðin voru haldin í samstarfi við hann- yrðaverslunina Nálina. Kennarar voru Ragnheiður Eiríksdóttir, hjúkrunarfræðingur og „prjónagúru* sem kenndi prjón. Edda Lilja Guðmundsdóttir textílkennari kenndi frjálst hekl, Katrín Osk Björnsdóttir textílkennari prjón og hekl, Eva Hulda Emilsdóttir handavinnukennari kenndi að gimba og Jóhanna Pálmadóttir handavinnukennari og bóndi kenndi að spinna á halasnældu. Mikil áhersla var lögð á að skoða nýjungar í prjóni og nýta sér vel fræðslu og tengslanet prjónara á internetinu sem blómstrað hefúr á síðustu árum. Þóttu námskeiðin í heild sinni bæði fróðleg og skemmtileg. Nú í febrúar 2010 er skráning á vetrarnámskeið í fúllum gangi en þá eru í boði námskeið í prjóni og hekli en auk þess í orkeringu. Skoðað verður hvernig beita má nýjum aðferðum í orkeringu og blanda þeim við prjón á nýstárlegan hátt. Prjónakaffi Frá því í október 2008 hefúr Prjónakaffið á vegum Textílseturs verið vettvangur þar sem heimafólk hittist reglulega og verður því haldið áfram. Á fyrsta kvöldi mættu yfir 60 konur til að hlýða á erindi og fróðleik Guðjóns Kristinssonar og Védísar Jónsdóttur frá Istex. Ullarþvottastöð Istex er nú sú eina á landinu og er starfsemin á Blönduósi. Sagt var frá og rætt um mikilvægi þess að hirða vel um þessi verðmæti sem íslenska ullin er og möguleikunum á nýt- ingu hennar í band, kembur, lopa, hönnun af hvers kyns toga og til útflutnings. Prjónakaffi Textílseturs hafa verið haldin reglulega Textílsetrið stóðfyrir handverkssölu í litlu smáhýsi hjá upplýsingamiðstöðinni á Blönduósi sumarið2009. Þegar velja átti nafa varð Búsílagfyrir valinu en orðið merkir búbót, p. e. eitthvað sem lagt er til búsins. Búsílag verður staðsett í kjallara Kvennaskólans sumarið 2010. 32 HUGUR OG HÖND 2010

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.