Hugur og hönd - 01.06.2010, Blaðsíða 33

Hugur og hönd - 01.06.2010, Blaðsíða 33
síðan og í boði hefur verið íjölbreyttur fróðleikur. Fulltrúar frá Hannyrðaversluninni Kompunni á Sauðárkróki, Quiltbúðinni á Akureyri, verslununum Nálinni og Storkinum í Reykjavík og Sunneva Hafsteinsdóttir frá Handverki og hönnun hafa verið meðal gesta. Þá hafa heimakonur sagt frá og leiðbeint t.d. í þæf- ingu og prjóntækni og er óhætt að segja að þessi vettvangur, prjónakvöldin, hafi orðið eins og annars staðar á landinu, skemmtilegur, fróðlegur og fjölsóttur viðburður fyrir hannyrða- unnendur. Handverkshúsið Búsíiag Eitt af verkefnum Textílseturs er að efla framleiðslu á og koma á framfæri vönduðu handverki sem söluvöru. Síðastliðið sumar (2009) var opnað handverkshúsið Búsílag, lítið hús sem komið var fyrir í nágrenni við upplýsingamiðstöð ferðamanna á Bakkaflöt. I handverkshúsinu voru til sölu jafnt valdir hönnunargripir og handverk úr héraði sem og víðar af landinu. A komandi sumri verður Búsílagí húsnæði Kvennaskólans. Afar hentugt og aðgengi- legt rými er í kjallara hússins í þeim enda sem snýr að Heimilisiðnaðarsafninu og því mun skapast þar áhugaverður kjarni fyrir gesti og ferðalanga. A döfúnni f undirbúningi er að í Kvennaskólanum verði aðstaða fyrir stað- argesti, lista- og fræðimenn. Umbætur á húsnæði hafa staðið yfir undanfarið hálft ár og miðast þær við að það standist nútímakröf- ur er varðar aðgengi, öryggismál og allan aðbúnað. Eru þær breyt- ingar teiknaðar af Guðrúnu Jónsdóttur arkitekt og í samráði við Húsafriðunarnefnd. Á árum áður hýsti Kvennaskólinn á fimmta tug nemenda. Eftir lagfæringar er gert ráð fyrir að hægt verði að bjóða gistingu í herbergjum gömlu heimavistarinnar, en heldur færri gestum en fyrr á tímum. Auglýst verður eftir umsóknum um dvöl og vinnuaðstöðu í Textílsetrinu nú síðla vetrar (2010) en starfsemin mun hefjast næsta sumar. Vinnurými í Kvennaskólanum henta vel þeim sem hafa hug á að stunda rannsóknir eða þróun- arvinnu við textíla. Gamla vefnaðarloftið á 3. hæð hússins býður upp á útsýni sem hefur verið hvatning að frjóum verkum hvort sem er til hugar eða handar. Á 2. hæð hússins er stór salur með mikilli loffhæð og mun það nýtast sem fjölnota rými, þar er sex metra langt þrykkborð. Gamla heimavistin verður notuð bæði sem gistirými fyrir þátttakendur á námskeiðum og sem aðstaða fyrir fræðimenn. Styrkir af fjárlögum og frá sveitarfélögunum hafa fengist til þessara framkvæmda. Sumarið 2009 stóð börnum til boða að taka þdtt í námskeiði í tálgun úr ferskum viði. Hér málar ung snót litla krús sem hún hefur sjálf tálgað. Leiðbeinandi á námskeiðinu var Hrefha Aradóttir. Friðbjörg Kristmundsdóttir heggur ísundur viðarbút undir vökulu auga leiðbein- anda síns, Hrefnu Aradóttur. Myndin er tekin á námskeiði í tálgun úr ferskum viði sem haldið var sumarið2009. Fleiri viðburðir eru fyrirhugaðir á vegum Textílsetursins. Á döfinni er samstarf við Knitting Icelatid, nýstofnað fyrirtæki um ferðir erlends prjónaáhugafólks til Islands. Einum degi verður varið á Blönduósi þar sem hópurinn heimsækir Kvennaskólann og Heimilis- iðnaðarsafnið. Dagskráin er sérstaklega skipulögð með það fyrir augum að gestirnir upplifi stemningu fyrri tíma í Kvennaskólanum, hádegisverður mun reiddur fram í gamla matsalnum og svo gefst fólki færi á stuttu námskeiði í tóvinnu og spuna. f júní verður norræn prjónahátíð, Lykkjnr, í Norræna húsinu. í tengslum við þessa hátíð verður í boði dagsferð til Blönduóss í samstarfi við Textílsetrið. Hátíðin mun miðla fróðleik um prjón eins og það birtist í samtímanum með fjölbreyttum viðburðum og verður sannarlega mikil veisla fyrir prjónaunnendur. Tíðarandinn hefur orðið hvatning til þess að byggja upp og auka starfsemi á sviði textíls. Spennandi og fjölbreytt verkefni marka tímana framundan og við Textílsetrið er stefnt ákveðið að mark- miðum þeim sem efla textílmenntun og textílvitund lands- manna. Textílsetur Islands Kvennaskólanum Blönduósi, Árbraut 31 sími 452-4300 og 894-9030 textilsetur@simnet.is • heimasíða: www.textilsetur.is (íullkistim Sérverslun með kvensilfur Bjóðum eldri munsturgerðir Frakkastíg 10-101 Reykjavík Sími: 551 3160 - gullkistan@vortex.is HUGUROG HÖND 2010 33

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.