Hugur og hönd - 01.06.2010, Blaðsíða 34

Hugur og hönd - 01.06.2010, Blaðsíða 34
Eva Hulda Emilsdóttir Gimb Ljósmyndir Vilhelm Gunnarsson Heitið gimb er hvorki vel þekkt í daglegu máli né sérlega þjált í munni. Margar gamalreyndar hannyrðakonur vita þó við hvað er átt þótt þær séu færri sem kunni handbragðið. Undanfarið hafa vinsældir gimbs aukist en aukinn almennur áhugi á hvers konar handavinnu á væntanlega sinn þátt í því. Upplýsingar um uppruna gimbsins liggja ekki á lausu en í ensku blaði frá árinu 1890 er talað um gimb sem gamla aðferð. Vitað er að gimb var mjög vinsælt á Viktoríutímabilinu (1837-1901) en þá voru notaðir hárprjónar eða gaffall úr beini og heklunál. Gimb er einskonar afbrigði af hekli en notast er við gimbugaffal og heklunál. Utkoman er kögurlengja og fer breidd hennar eftir stærð gimbugaffalsins. Grófleiki heklunálarinnar ræðst af því hvers konar garn á að nota og hvort kög- urlengjan eigi að vera þétt í sér eða laus. Hægt er að gimba alls kyns fatnað, teppi, blúndukanta, milliverk, dúka, skartgripi og margt fleira. Aðferðin er í grófum dráttum þannig að bandinu er vafið utan um gimbugaff- Eva Hulda aó gimba i handavinnuhorninu sínu. alinn og síðan heklað fast. Sé þetta ekki gert rétt raknar kögurlengjan upp þegar hún er tekin af gafflinum. Hægt er að nota fastapinna og ýmiskonar stuðla í heklinu og myndast mismunandi munst- ur og áferð eftir aðferðum. Möguleikarnir eru óteljandi og því gaman að prófa mis- munandi tegundir af hekli. Þegar gerðar hafa verið nógu margar lengjur, eru þær heklaðar saman á mismunandi vegu eftir því hver útkoman á að vera. Kantarnir á lengjunum eru ýmist hafðir með kögri eða heklaðir eftir því hvað á við. Auðvelt er að finna upplýsingar um gimb á netinu. Best er að slá upp enska heitinu á gimbi, „hair pin crochet" á leit- arvélum eins og www.google.is og nálg- ast þannig bæði kennslumyndskeið og uppskriftir. Eva Hulda Emilsdóttir er textílkenn- ari í Lækjarskóla í Hafnarfirði. Hún útskrifaðist af textíl- og hand- menntabraut Fjölbrautaskólans í Breiðholti, lærði bútasaum í Kaliforníu og lauk textílkennara- námi við Haandarbejdes Fremmes Seminarium í Kaupmannahöfn. Þar voru sérsvið hennar útsaumur og vélprjón. Hún hefur leiðbeint á ýmsum hannyrðanámskeiðum og að undanförnu hefur hún kennt gimb í Hannyrðaversluninni Nálinni og á Textílsetrinu á Blönduósi. Handverkshátíð við Hrafnagilsskóla verður haldin 6.-9. ágúst 2010 Umsóknarfrestur til þátttöku er 10. júní 2010 Upplýsingar má finna á heimasíðu Allar frekari upplýsingar gefur Dóróthea Jónsdóttir s. 864-3633 og á dorothea@itn.is 34 HUGUR OG HÖND 2010

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.