Hugur og hönd - 01.06.2010, Blaðsíða 36

Hugur og hönd - 01.06.2010, Blaðsíða 36
Anna Margrét Árnadóttir But fyrir bút - íslenska bútasaumsfélagið 10 ára Sú list að skera sundur efni og setja það saman aftur, bút fyrir bút, svo að úr verði bútasaumsverk, nytjahlurur eða listaverk, er handverk sem nýtur vaxandi vinsælda. A Islandi starfar fjöldi stórra og smárra bútasaumsfélaga og -klúbba en það starf, hinn félagslegi þáttur - vinátta, fundahöld, fræðsla og ferðalög ásamt fallegum efnum og litríku fólki - er það sem heillar. Aðdragandinn að stofnun Islenska bútasaumsfélagsins var sá að tvær konur kynntust á netinu. A námskeiði sem þær sóttu saman um sögu bútasaums haustið 2000 skráðu konur sig á lista um stofnun bútasaumsfélags. Hálfum mánuði seinna, þann 28. nóvember, mættu 148 konur á stofnfund í Norræna húsinu og við bætt- ust 80 stofnfélagar af landsbyggðinni. I lögum félagsins segir að tilgangur þess sé að „styrkja áhuga og útbreiða þekkingu á bútasaumi og halda uppi samstarfi búta- saumsfélaga og klúbba á Islandi“. I maí 2001 var haldin fyrsta sýningin á verkum félagsmanna í Ráðhúsi Reykjavíkur ásamt bútasaumshátíð með námskeiðum. Sýningar á vegum félagsins hafa verið haldnar annað hvert ár síðan þá. Islenska bútasaumsfélagið er samtök einstaklinga, félaga og klúbba. Frá byrjun heíúr félags- og kúbbastarf, útgáfa frétta- bréfa, sýningar, námskeiðshald og fræðsla verið máttarstólparnir í starfi félagsins. Starfsárið hefst með útgáfu fréttabréfs að hausti en þar er að finna dagskrá mánað- arlegra funda vetrarins, fjölda mynda, fræðsluefni, snið og greinar um búta- saumskonur og klúbbastarf. Aðalfundur félagsins er haldinn að vori og á svipuðum tíma er gefið út fréttabréf. Teppi fyrif hetjur Einn ánægjulegasti þátturinn í starfi íslenska bútasaumsfélagsins er verkefnið Teppi handa hetju. Verkefnið hófst árið 2002 en hliðstæð verkefni eru þekkt um allan heim. Saumuð eru bútasaumsteppi fyrir börn - öll vinna og efni gefin - og er frjálst val um hönnun og stærð, mynstur, liti og aðferð og hvort um er að ræða rúmteppi, lúruteppi eða veggteppi. Þar sem þiggjendur eru börn er mikilvægt að vanda ril verka og tryggja að teppið þoli þvott og mikla notkun. Skilyrði er að teppin séu þétt stungin og binding vel frágengin til að tryggja góða endingu. Fyrirtæki og einstaklingar sem vélstinga bútasaumsverk hafa á hverju ári gefið stungu á fjölda teppa og þannig lagt verk- efninu lið. Eins hafa mörg fyrirtæki staðið með verkefninu með því að gefa afslátt af efnum og vatti í teppin til þeirra sem taka þátt. Félagið afhendir teppin árlega til Umhyggju, félags til stuðnings langveik- um börnum, sem sér um að skrá og dreifa teppunum. Börnin fá sjálf að velja sér teppi til eignar. Margir einstaklingar og klúbbar hafa það sem fastan sið að taka þátt í þessu verkefni en teppin sem félagið hefur afhent Umhyggju eru orðin vel á annað hundraðið. Mörg félög og einstaklingar hafa gefið teppi í anda þessa verkefnis til einstak- linga, á sjúkrastofnanir og heilsugæslu- stöðvar, í Rjóðrið - hvíldar- og endurhæf- ingarheimili fyrir langveik og langveik fötluð börn og víðar. Mikilvægt er að 36 HUGUR OG HÖND 2010

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.