Hugur og hönd - 01.06.2010, Blaðsíða 38

Hugur og hönd - 01.06.2010, Blaðsíða 38
Katrín Úlfarsdóttir Listnámsbraut VMA - jákvæð blanda bók- og listnáms Kennslustund í fatasaumi. Sara Hjördís Georgsdóttir virðir jyrir sér verkejhið að baki hennar stendur Auður Reynisdóttir. Miklar vinsældir lisnámsbrauta gefa góða vísbendingu um miklvægi þess að bjóða upp á fjölbreyttar námsleiðir fyrir framhaldsskólanemendur. Sem dæmi má nefna að skólaárið 2008-2009 stunduðu um 1300 nemendur nám á listnámsbrautum í framhaldsskólum landsins og hefur þeim fjölgað jafnt og þétt síðan 1999 þegar þær urðu í fyrsta sinn hluti af aðalnámskrá framhalds- skóla. Ragnheiður Þórsdóttir kennslu- stjóri í Verkmenntaskólanum á Akureyri (VMA) lauk nýlega meistaranámi í menntunarfræðum frá Háskólanum á Akureyri. Rannsókn hennar beindist að upplifun og reynslu nemenda af námi á listnámsbraut Verkmenntaskólans. Meginniðurstaðan var sú að nemendur höfðu jákvæða reynslu af því að blanda saman bóklegu námi og listnámi. Verkmenntaskólinn á Akureyri hefur lengi boðið upp á nám í listum eða frá árinu 1989 er Mynd- og handmennta- braut var stofnuð við skólann. Enn sem komið er er VMA eini framhaldsskóli landsins sem býður upp á sérstakt hönnunar- og textílkjörsvið innan list- námsbrautar sem annars skiptist í myndlistarkjörsvið, hönnunar- og text- ílkjörsvið og tónlistarkjörsvið. Námið er skipulagt sem fjögurra ára nám til stúdentsprófs og markmið þess er und- irbúningur fyrir frekara listnám í sér- skólum eða háskólum. Skólaárið 2009- 2010 stunduðu um 190 nemendur nám á þessari námsbraut í VMA, þar af um 90 á hönnunar- og textílkjörsviði, svipaður fjöldi á myndlistarkjörsviði en fæstir á tónlistarkjörsviði. Mikil ásókn er í listnámsbrautina og ekki alltaf hægt að taka við öllum nemendum sem óska eftir að stunda þar nám. Ef miðað er við 140 eininga nám til stúdentsprófs þurfa nemendur á list- námsbraut að ljúka 86 einingum í bóknámi og 54 einingum í listnámi, þar af 19 einingum í bóklegum fagá- föngum (myndlistarsaga, listir og menning og hönnunarsaga). Á hönn- unar- og textílkjörsviði er megináhersla á textílgreinarnar: vefnað, fatasaum, þrykk, lita- og efnisfræði. Góð tenging skapast milli áfanga þar sem nemendur vinna gjarnan efni í vefnaðar- og þrykkáföngum sem síðan er notað í fatasaums- og í hönnunarverkefnum. Einn af styrkleikum lisnámsbrautar- innar er hvað kjörsviðin eiga vel saman en nemendur á myndlistarkjörsviði velja sér gjarnan áfanga á hönnunar- og textílkjörsviði og öfugt. Tækjabúnaður skólans er nokkuð góður og má sem dæmi nefna að skólinn á yfir tuttugu vefstóla sem koma að mestu leyti úr gamla Húsmæðraskólanum á Akureyri. Áhersla er lögð á að nemendur sem stunda nám á hönnunar- og textílkjör- sviði læri ekki aðeins hefðbundin vinnubrögð í textílgreinum heldur vinni einnig með nútímatækni. Þeir læra til að mynda bæði hefðbundinn útsaum, frjálsan útsaum og útsaum í saumavél. Mynstur fyrir vefnað eru unnin í tölvum og gaman er að segja frá því hér að nemendur hafa nýtt sér Islenska sjónabók sem Heimilis- iðnaðarfélagið gaf út í fyrra sem upp- sprettu í mynsturgerð. Mikill kostur er hve auðvelt er að yfirfæra mynstur af geisladiski sem fylgir bókinni inn á tölvu í mynsturgerðarforrit. Þó að stúdentspróf af listnámsbraut sé eins og áður segir fyrst og fremst hugsað sem undirbúningur fyrir frekara listnám er það einnig gott veganesti inn í annað nám á háskólastigi, svo sem kennaranám, iðjuþjálfun og aðrar greinar félagsvísinda. Niðurstaða rann- sóknar Ragnheiðar sem áður er getið var sú að vinnubrögð í textíl- og mynd- listargreinum styrktu bóknámið. Þetta átti ekki síst við um þá nemendur sem höfðu lítið sjálfstraust gagnvart bók- námi vegna námsörðugleika, svo sem lesblindu. Niðurstöðurnar eru í takt við áherslur í nýjum Iögum um framhalds- skóla sem áætlað er að taki gildi árið 2011. Þar er gert ráð fyrir mun meira sjálfstæði skóla en nú er og þar með möguleikum á að bjóða upp á fjöl- breyttari og einstaklingsmiðaðri náms- leiðir. Það er nefnilega þannig að eng- inn er góður í öllu, en allir eru góðir í einhverju og við Iærum öll á mismun- andi hátt sem einstaklingar. Heimild: Ragnheiður Þóra Þórsdóttir, 2008, Að virkja sköpunarkraftinn. MA-verkefni við Háskólann á Akureyri. 38 HUGUR OG HÖND 2010

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.