Hugur og hönd - 01.06.2010, Blaðsíða 39

Hugur og hönd - 01.06.2010, Blaðsíða 39
Kvenfélagasamband Islands gefur öllum nýburum sem fæðast á Islandi á árinu 2010 handprjónaða húfu. Tilefnið er að nú eru liðin 80 ár frá því að kvenfélags- konur á íslandi stofnuðu Kvenfélaga- samband Islands (KI) sem sameiginlegan vettvang sinn og málsvara. Kvenfélagskonur hafa á vettvangi KI, héraðssambandanna og í einstökum kven- félögum síðasdiðin 140 ár beitt sér fyrir fjölmörgum góðum verkefnum, ekki síst í þágu barna og verðandi mæðra. Það fer því vel á því að kvenfélagskonur minnist merkra tímamóta Kvenfélagasambandsins með því að færa nýjum samfélagsþegnum hlýja húfu í upphafi lífsgöngu þeirra. Markmið húfu- verkefnisins er tvíþætt, annars vegar að láta gott af sér leiða með því að gefa öllum nýfæddum börnum handprjónaða húfu og hins vegar að vekja athygli á kvenfélögunum í landinu og starfsemi þeirra. Húfuverkefnið er skipulagt þannig að kvenfélagskonur um land allt prjóna húf- urnar eftir ákveðinni uppskrift sem Kvenfélagasambandið dreifir. Húfurnar eru prjónaðar úr Kambgarni frá Istex og merktar með merkimiða sem fylgir hverri húfu. A miðanum eru hamingjuóskir til foreldranna frá Kvenfélagasambandi Islands ásamt upplýsingum um verkefnið, leiðbeiningar um meðhöndlun húfunnar og nafn þeirrar konu sem prjónaði húfuna og kvenfélags hennar. Istex leggur Kvenfélagasambandinu til merkimiðana. Kvenfélögin skipa hvert sinn húfumeist- ara sem hefur það hlutverk að hvetja til húfuprjóns, safna húfunum saman og koma þeim áfram til húfumeistara við- komandi héraðssambands KI. Innan stjórnar KI eru einnig starfandi húf- umeistarar sem vinna með formönnum og húfumeisturum héraðssambandanna við að deila húfunum til fæðingadeilc ljósmæðra á stöðum þar sem tekið móti börnum. Ljósmæður sjá alfarið að afhenda foreldrum nýburanna húf ar fýrir útskrift af fæðingardeildun eftir fæðingar í heimahúsum. Áætlað er að um 5000 börn fæð landinu árið 2010 svo að húfuverks er nokkuð umsvifamikið. Mikill kr; er í húfuprjóni um land allt enda rr aðarmál að ávallt sé nóg til af húfur ekkert barn fari húfulaust heim. Koi og körlum utan kvenfélaga er velkc að taka þátt í verkefninu og er áh sömum bent á að hafa samband kvenfélög eða héraðssambönd á s búsetusvæði eða Kvenfélagasamf Islands til að gefa húfu. Húfuuppskriftina er að finna á vel unni www.kvenfelag.is. Heimilisiðnaðarsafnið Heimilisiönaðarsafnið á Blönduósi er eina sérgreinda textílsafnið á íslandi. Sýningar: Útsaumur, íslenskir þjóðbúningar, ullarsýning, Halldórustofa og árlega ný einkasýning. Opið alla daga frá 1. júní til 31. ágúst frá kl. 10.00 - 17.00 Heimilisiðnaðarsafnið • Textile Museum Árbraut 29, Blönduósi. • Sími 452 4067 textile@simnet.is • www.simnet.is/textile Þj óðbúningas tofan Nethyl 2E 110 Reykjavík Sími 551 8987 GSM: 898 4331 / 898 1573 upphlutur@simnet.is www.upphlutur.is Saumum allar gerðír íslenskra búninga. Mátum, breytum og metum eldri búninga. Tökum í umboðssölu gamla búninga og búningasili HUGUROG HÖND 2010

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.