Hugur og hönd - 01.06.2010, Blaðsíða 43

Hugur og hönd - 01.06.2010, Blaðsíða 43
Framstykkið er 3 raðir að hálsmáli. Sleppið reitum þar sem hálsmálið skal vera, prj hvora öxl fram og aftur. Bakstykki er 4 raðir og auk þess 2 reitir á hvorri öxl og hálfur reitur við hálsmál að aftan. Athugið hér þarf að sauma síðustu reitina við framstykkið. Athugið að þegar prjónað er fram og aftur á axlarstykki þá ná reitirnir ekki alltaf saman, til dæmis þar sem ermi mun koma. Suma reiti þarf að prjóna fram og aftur án þess að skeyta við strax, en þau samskeyti eru svo saumuð saman síðar. Ermar: Ermarnar eru prj út frá bolnum þegar búið er að ganga frá öxlum. Nú gildir önnur litasamsetning í umferðinni til að reitirnir haldi sama litamynstri og á bol. 1 hverri umf er því prj 2 reitir dökkgráir, 2 reitir ljósgráir eða 2 reitir fjólubláir og 2 reitir grænir, sem sagt 4 reitir í hring. Prj eru 4 hringir með 8 L í hverjum reit. I 5- hring skal fækka í 7 L í hverjum reit til að þrengja ermina svolítið og í 6. hring skal fækka í 6 L í hverjum reit. 7. og síðasti hringurinn er prjónaður með hálfum reitum. Frágangur og stroff: Stroff á ermum: Prj upp með grænu 28 L. Prj 1 umf br. Prj stroff: 2 L br grænar og 2 L sl fjólubláar, 8 umf. Prj 1 umf sl með dökkgráu, svo 2 umf br. Fellið af br. Kantur í hálsmáli og neðan á bol. Bolur: prj upp með dökkgráu 80 L og prj 4 umf br, fellið af br. Hálsmál: prj upp með grænu 40 L og prj 4 umf br, fellið af br. Þvoið peysuna úr ylvolgu vatni og leggið til þerris. Skammstafanir L=lykkja umf=umferð/umferðir sl=slétt prj=prjónið, prjónaður br=brugðið óprj=óprjónað Freyja og Snœvar. Vigdís Stefánsdóttir Prjónar - frá Fjölsmiðjunni Fjölsmiðjan er vinnusetur fyrir ungt fólk sem stendur á krossgötum. Þar gefst ein- staklingum á aldrinum 16-24 ára tæki- færi til að þjálfa sig fyrir vinnumarkaðinn eða áframhaldandi nám. Starfseminni er skipt upp í nokkrar deildir, þar á meðal hönnunardeild þar sem sköpunargleðin fær að njóta sín. Umhverfisvitund, nýtni og sjálfstæð hugsun er höfð að leiðarljósi í starfi deildarinnar en þar verða til ein- stakir handunnir munir með sál. Hildur Hinriksdóttir er deildarstjóri hönnunardeildar Fjölsmiðjunnar. Hún segist stöðugt leita að skemmtilegum hugmyndum og hafa á flakki sínu um netið séð fregnir um konur sem bjuggu til prjóna. „Mér leist vel á þá hugmynd að framleiða hér prjóna og fór í versl- unina Liti og föndur þar sem ég fann föndurprik úr harðviði. Við prófuðum að saga þau niður í hæfilegar lengdir og búa til á þau odda. Þetta virkaði vel og því var ákveðið að fara út í framleiðslu á prjónum“ segir Hildur. Vinnulagið við framleiðsluna var þróað frekar. „Við pússum prjónana vel og berum á þá ólífuolíu. Eftir að olían hefur farið vel inn í viðinn pússum við þá aftur“ segir Hildur. „Þar sem sumir vilja hafa oddana á prjónunum beitta á meðan aðrir vilja hafa þá flatari, ráðleggjum við fólki að nota naglaþjöl til að breyta þeim, það er mjög auðvelt“. Nú framleiðir Fjölsmiðjan bandprjóna og sokkaprjóna í stærðunum 3-25 mm. Reyndar eru ekki allir prjónar framleidd- ir í öllum grófleikum heldur þarf að sér- panta grófustu prjónana. Fjölsmiðjan býr líka til prjónamerki úr leir og raunar eru hausarnir á bandprjónunum líka úr leir. Einnig eru gerðar heklunálar sem Hildur segir reynast afburða vel, einkum fyrir íslenska ull en hún hefur sjálf notað þær mikið. Nýjasta framleiðsluvaran er heklunál fyrir rússneskt hekl. Rússneska heklið, sem upp á síðkastið hefur notið Bandprjónar með skrautlegum hausum úr leir. Engin tvöpör afprjónumfrá hjölsmiöjunni eru eins sem gerir prjónana persónulegri. vaxandi vinsælda hér á landi, er nokkurs konar blanda af hekli og prjóni þar sem lykkjunum er safnað upp á langa heklu- nál. Áhugasamir geta haft samband við Hildi á hildur@f)olsmidjan.is eða í síma Fjölsmiðjunnar. Fjölsmiðjan, Kópavogsbraut 5-7 Sími 544 4080, www.fjolsmidjan.is HUGUR 0G HÖND 2010 43

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.