Hugur og hönd - 01.06.2010, Blaðsíða 45

Hugur og hönd - 01.06.2010, Blaðsíða 45
Jóhanna Þ Ingimarsdóttir Nýtt efni nýir möguleikar - námsskeið í vefnaði Félag íslenskra vefnaðarkennara mun í vor standa fyrir námskeiði í vefnaði í samvinnu við Heimilisiðnaðarskólann. Námskeiðið er ætlað vefnaðarkennurum og þeim sem kunna að setja upp í vefstól enda er um framhaldsnámskeið að ræða. Það verður haldið í Heimilisiðnaðarskólanum að Nethyl 2e í Reykjavík og fer fram vikuna 7. til 11. júní. Kennsla fer fram alla dagana frá klukk- an 9 á morgnana til klukkan 17 síðdegis, og er námskeiðið alls 52 kennslustundir. Kennari námskeiðsins er dönsk kona, Lotte Dalgaard, sem hefur verið virkur text- íllistamaður allt frá sjöunda áratug síðustu aldar og hlotið bæði verðlaun og viðurkenn- ingar fyrir verk sín. Hún hefur unnið hvers konar kirkjuleg verk og einnig hefur hún unnið að tilraunum í vefnaði, meðal annars með samspil mismunandi efha í voðum. Verk hennar em í eigu opinberra stofnana auk þess sem hún hefur framleitt efni til fatagerðar sem má sjá á vefsíðunni www.titbit.dk og á mynd sem fylgir þessum pisdi. Dalgaard leggur áherslu á nýjungar í efn- isnotkun, tilraunir í vefnaði og nýja mögu- leika í veftækni sem myndar aðra áferð en þá sem hefúr verið hefðbundin. Hún notar bæði náttúruefni og gerviefni sem breyta áferð voðarinnar við þvott eða skolun í vatni en þá hlaupa sum efni en önnur ekki þannig að úr verður þrívíð áferð. Hún notar einnig málmþræði og gúmmí í bland við fyrrgreind efni í mismunandi vefnaðargerðum. Lotte Dalgaard hefur kennt víðsvegar í Danmörku, meðal annars í Skals en einn- ig á Norðurlöndum og annars staðar í Evrópu. Hún hefur gefið út bók um þann Vefnaður eftir Lotte Dalgaard. vefnað sem kenndur verður á námskeið- inu og hefur hún verið þýdd á ensku. I verslun Heimilisiðnaðarfélagsins verður sett upp sýning á verkum Dalgaard meðan á dvöl hennar hér á landi stendur. Það er von Félags íslenskra vefnaðar- kennara og Heimilisiðnaðarskólans að námskeiðið takist vel og að allir öðlist þá kunnáttu sem þeir sækjast eftir. Norrænt samstarf heimilisiðnaðarfélaga Ráðstefha í Osló 13. - 14. júní 2010 Norska heimilisiðnaðarfélagið (Norges husflidslag) gegnir nú for- mennsku í samtökum norrænna heimilisiðnaðarfélaga (Nordens husflidsforbund). Norræn ráðstefna heimilisiðnaðarfélaga verður haldin í Osló dagana 13. - 14. júní 2010. Ráðstefnan verður hald- in samhliða landsfundi norðmanna sem stendur yfir dagana 10. - 14. júní en félagið fagnar á árinu 100 ára afmæli sínu. Ráðstefnan mun fjalla um hvernig heimilisiðnaðarfélögin geta stuðlað að varð- veislu menningarerfða með því að hlúa að starfi fyrir börn og ungt fólk. Skráningarfrestur er til 1. maí. Sumarnámskeið í Sandefjord 4. - 10. júlí 2010 Jafnframt verða sumarnámskeið fyrir fullorðna og börn 4.-10. júlí. Námskeiðin fara fram í Skiringssal Folkehoyskole í Sandefjord sem er í Vestfold sunnan Osló. Lögð er sérstök áhersla að bjóða upp á úrval námskeiða þar sem börn geta tekið þátt með foreldrum sínum. Meðal þess sem í boði er má nefna tálgun, gerð hengirúma úr segli, bútasaum, snærisgerð, körfúfléttun, púðasaum, hnífs- skaftsgerð, vefnað, jurtalitun og útsaum. Auk þess er boðið upp á sérstök námskeið fyrir unglinga eldri en 14 ára í endurnýtingu og endurhönnun á notuðum fötum og flugdrekagerð. Nánari upplýsingar um ráðstefnuna og sumarnámskeiðin má nálgast á www.husflid.no. HUGUR 0G HÖND 2010 45

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.