Hugur og hönd - 01.06.2010, Blaðsíða 46

Hugur og hönd - 01.06.2010, Blaðsíða 46
Guðbjörg Andrésdóttir Heimilisiðnaðarskólinn - fjölbreytt námsskeið við allra hæfi Ljósmyndir Solveig Theódórsdóttir Heimilisiðnaðarskólinn varð 30 ára árið 2009 en hann var stofnaður 1979. Starfsemi skólans er blómleg um þessar mundir enda hefur áhugi á handverki vaxið undanfarin ár. Námskeið skólans síðastliðið haust fóru vel af stað og urðu þau alls 55 á haustönn 2009 auk stuttra jólaföndurs- námskeiða. Námskeið voru haldin flest kvöld vikunnar í húsakynnum HFI að Nethyl 2e en húsnæðið hefur nú verið endurbætt þannig að það nýtist betur íyrir kennslu en áður. Fullbókað var á öll námskeið í þjóð- búningagerð kvenna, karla og barna. Einnig voru haldin öll námskeið sem tilheyraþjóðbúningasaumi. Vinsælustu námskeið haustannar voru Prjón fyrir byrjendnr og Prjóntœkni — frágangur á peysum en það er nýtt námskeið sem ýrt var úr vör vegna fjölmargra íyrir- Ahugasamur nemandi þiggur tilsögn í knippli. spurna. Handprjón er vinsælt sem aldrei fyrr og því mikilvægt að bregðast við eftirspurn eftir námskeiðum á því sviði. Tvo laugardaga fýrir jólaföstu voru haldin jólaörnámskeið. A þessum nám- skeiðum var kennd gerð jólasería, brjóst- sykursgerð, þæft jólaskraut svo og jóla- pokagerð og músastigar. Námskeiðin eru stutt og ódýr og hafa verið geysivinsæl. Skólinn hafði samstarf við Arbæjarsafn eins og verið hefur. Félagsmenn HFl aðstoða gesti safnsins við jólaföndur sem jafnan er einfalt og við flestra hæfi. Jólaföndrið fór að þessu sinni fram á Kornhlöðuloftinu alla sunnudaga á jóla- föstu. Á sama stað gafst félagsmönnum kostur á að vera með handverk af ýmsu tagi til sölu. Á vorönn 2010 verða nokkur ný námskeið á dagskrá. Fyrst er þar að nefna Skírnarkjólasaum þar sem kennt verður að draga í tjull og sauma skírn- arkjól. Mikil hefð er fýrir skírnarkjóla- saumi víða erlendis þar sem slíkir kjól- ar eru gjarnan fjölskylduerfðagripir og er það von skólans að grundvöllur sé fyrir slíku námskeiði nú. Boðið verður upp á Víkingabúningasaum en slík bún- ingagerð á vaxandi vinsældum að fagna meðal annars í tengslum við Víkingahátíðina í Hafnarfirði. Gimb er aðferð til einskonar kögurgerðar með þar til gerðum gimbugaffli og heklu- nál. Einnig eru fyrirhuguð örnámskeið í páskaföndri fyrir páska. Ætlað er að fýrirkomulagið verði með svipuðu sniði og jólaörnámskeiðin, stutt og skemmti- leg námskeið þar sem börn og foreldrar geta unnið saman. I vor verða nám- skeið fýrir vefnaðarkennara en nám- skeið í almennum vefnaði fóru af stað síðastliðinn vetur eftir nokkurt hlé. Að lokum má nefna að fyrirhugað er að hafa námskeið í jurtalitun á bandi í júní næstkomandi. Auk þeirra nám- skeiða sem hér eru nefnd eru öll hefð- bundin námskeið skólans í boði sem endranær. Nýtt - Heimilisiðnaðarskólinn stendur fyrir Hannyrðakvöldum þar sem félags- menn geta komið saman með þá handa- vinnu sem þeir eru með í gangi hverju sinni og átt góða stund saman. Hannyrðakvöldin eru haldin þriðja föstudagskvöld hvers mánaðar að Nethyl 2e kl. 20-22. Kvöldin hafa verið haldin frá því í október 2009 og hafa mælst vel fyrir og því er ráðgert að halda þeim áfram. Heimilisiðnaðarskólinn Nethyl 2e, 110 Reykjavík sími 551 7800 hfi@heimilisidnadur.is www.heimilisidnadur.is 46 HUGUR 0G HÖND 2010

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.