Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.2013, Blaðsíða 8

Hugur og hönd - 01.06.2013, Blaðsíða 8
Gullkistan Hdfundur: Rána Gísladóttír SILFUR OG VÍRAVIRKI Dóra Guðbjört Jónsdóttir er vel þekkt hér á landi fyrir fjölbreytilega smíð sína úr eðalmálmum og þá ekki síst fyrir smíði á búningasilfri sem hún hefur sérhæft sig í. Tvær aðferðir eru henni handgengnar: Hið hefðbundna víravirki og steypuaðferð. En hún smíðar einnig hvers kyns skart og gripi af öðru tagi. Á vinnuborði hennar eru ótal smáhlutir sem sýna hve fjölbreyttar hugmyndirnar eru. Auk alls kyns stokka, milla og para liggja þar litlar kúlur, lásar og jafnvel fiskar. Silfurplötur, silfurvír og gasáhöld eru við höndina, sem og ótal tól og verkfæri. Verkstæði Dóru er á hæðinni fyrir ofan verslun hennar GULLKISTUNA við Frakkastíg 10. Gullkistan hefur verið starfrækt frá árinu 1870 og var þá í eigu Erlendar Magnússonar, gullsmiðs. Hann safnaði gömlum munstrum og mótum sem gerð voru fyrir sandsteypu og hafa fylgt verkstæðinu frá tíma hans. Hann rak verkstæði sitt fram til 1909 og þá tók við sonur hans, Magnús Erlendsson, einnig gullsmiður sem lært hafði hjá föður sínum og átti fyrirtækið til ársins 1930. Jón Dalmannsson, gullsmiður, keypti þá verkstæðið sem var í Þingholtsstræti 5. Jón var faðir Dóru og eignaðist við kaupin mjög marga gamla hluti, bæði verkfæri, mót og fleira. Hann flutti verkstæðið síðar að Vitastíg 20 og 1938 að Grettisgötu 6. Um tíma var það starfrækt að Grettisgötu 2, en flutti svo 1949 aftur að Grettisgötu 6 í nýtt hús sem þar var risið og þar rak hann jafnframt verslun. Árið 1952 flutti fyrirtækið í hús Fatabúðarinnar og hét þá Skrautgripaverslun Jóns Dalmannssonar, en þá verslun rak Jón ásamt Sigurði Tómassyni úrsmiði. Jón lést árið 1970 og dóttir hans Dóra Guðbjört Jónsdóttir Brjóstnæla, steypt silfur. Aldagamalt munstur sem heitir Drottningin afSaba. um verkefnin, bæði smíðina og afgreiðsluna. Dóra er mjög ánægð með húsið sitt: "Mér fannst svo ágætt að fá þetta gamla hús hér við Frakkastíg. Það hæfði vel gömlu verkstæði, það er byggt 1894 og er elsta íbúðarhúsið í götunni. Það var byggt sem hornhús við Laugaveg hér tveimur húsum neðar, en var síðan árið 1908 flutt hingað á undirstöðu úr handhöggnu grjóti. Lóðir voru áður stærri vegna kartöflu- og rabarbara-, rófna- og gulrótarræktar. Þegar þessi ræktun lagðist af hér og verslanir komu við Laugaveg var byggðin þéttuð." í gamla húsinu er engu fargað. Gömlu verkfærin eiga öll sinn fasta stað í gömlum veggskápum og smáhlutirnir í litlum, sérsmíðuðum skúffum þar sem allt er flokkað og vel aðgengilegt. Til viðbótar gömlum tækjum og tólum eru enn til reikningar frá árunum um aldamótin 1900 þar sem sést að frá Suður-Þýskalandi pantaði Erlendur Magnússon efni til smíða: Gull, silfur, steina og ýmislegt fleira. Sumir Armband, steypt silfur. Aldagamalt munstur sem ber nafnið Guðspjallamennirnir. tók þá við af honum. Dóra er fædd í Reykjavík árið 1930. Hún nam hjá föður sínum árin 1949-53 og við Konstfackskolan í Stokkhólmi 1950 og Vereinigte Goldschmiede- und Kunstgewerbeschule, Pforzheim í Þýskalandi. Dóra flutti verkstæðið að Frakkastíg 10 árið 1976 og nefndi það Gullkistuna. Þá voru starfandi þar fjórir gullsmiðir og tvær afgreiðslustúlkur. Nú sér Dóra sjálf reikningarnir eru með nafni hans. Ártölin 1874 og 1886 eru á verkfærum sem hann smíðaði sjálfur og nafn hans er einnig letrað á einhver þeirra. Hann smíðaði mörg áhöld - og þau eru í fullu gildi enn í dag. Gullsmíðin gegnum tíðina hefur fyrst og fremst byggst á búningasilfri. Og þar er valið um víravirki eða steyptar einingar. Dóra segir: "Eftir að saumakonur fóru að halda 8

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.