Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.2016, Blaðsíða 28

Hugur og hönd - 01.06.2016, Blaðsíða 28
r Höfundar: Anna Guðmundsdóttirog Katrín ÚIfarsdóttir • Ljósmyndir: Hrefna Harðardóttir Nena Banjanin Marijan hefur vakið athyglí fyrir stóru útsaumuðu teppin sín, sem eru ekki bara útsaumur heldur eru þau hekluð og síðan saumað út í þau. Þörfin fyrir að skapa er sterk og finnur sér farveg þó hindranir hafi verið I veginum. Hér verður tæpt á sögu konu sem lætur andstreymi ekki stöðva sig í sinni list- sköpun og hefur notast við þann efni- við sem hendi er næst. Verk hennar eru, eins og myndirnar bera með sér, full af gleði og birtu. Hópur flóttamanna, 24 talsins, kom til Akureyrar 25. mars 2003. Voru það Serbar sem höfðu búið í Króatíu en þurftu að flýja heimili sín eftir að stríðið á Balkanskaga braust út 1990. í þeim hópi var Nedeljka Banjanin Marijan frá Króatíu ásamt eiginmanni og tveimur ungum börnum. Fjöl- skyldan hafði dvalið átta ár í flótta- mannabúðum áður en þeim bauðst að koma til íslands. Nedeljka er alin uppísveitogvarbóndi áðurenstríðið braust út. Þau bjuggu rétt utan við bæinn Otocac í Króatíu. Þar ræktaði hún grænmeti fyrirfjölskylduna ogvar með mjólkurkýr, kartöflu- og hveiti- rækt. Nedeljka eða Nena eins og hún er jafnan kölluð lýsti fyrir okkurýmsum erfiðleikum sem mættu hópnum við komuna til íslands. Að sjálfsögðu skildi hún ekki orð í íslensku en gat bjargað sér á þýsku. Þegar Rauði krossinn tók á móti þeim við kom- una til Akureyrar voru þartvær konur, önnurfæreyskoghin íslensksem gátu talað við hana á þýsku. Hópurinn fékk formlega íslenskukennslu en það olli talsverðum erfiðleikum að kennari og nemendur skildu ekki orð í máli hvors annars. Nena rifjar upp á gam- ansaman hátt að á ýmsu hafi gengið í íslenskunáminu. Eitt af því fyrsta var að læra að bjóða góðan daginn og fylgdi með til útskýringar að það væri sagt snemma dags. Hún skrifaði allt samviskusamlega hjá sér og næst þegar hún hitti fólksem hún ætlaði að bjóða góðan dag sagði hún: „Góðan daginn snemma dags!“ Síðar bauðst henni ásamt annarri konu úr hópnum aðfara í Menntasmiðju kvenna á Akur- eyri í einn vetur. Þrátt fyrir þessi ár sem hún hefur dvalið á íslandi og íslenskukennsluna finnst henni enn erfitt að tala íslensku, því miðað við hennar móðurmál finnst henni orðaskipan í íslensku vera öfug við það sem henni er eðlilegt og hún þurfi alltaf að byrja á endanum á hverrisetningu. En einsogkemurfram síðar hefur Nena þó skrifað Ijóðabók á íslensku. Fjölskyldunni var útvegað húsnæði til að byrja með. Eftir árs dvöl höfðu þau 28

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.