Fréttablaðið - 18.03.2020, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 18.03.2020, Blaðsíða 10
AÐALFUNDI Fylkis frestað Vegna samkomubanns hefur aðalfundi félagsins sem átti að vera þriðjudaginn 31. mars 2020 verið frestað. Ný tímasetning verður auglýst síðar. Aðalstjórn Fylkis SÓTTKVÍ & SAMKOMUBANN Sérblað Fréttablaðsins, Sóttkví og samkomubann, kemur út þriðjudaginn 24. mars. Í blaðinu geta fyrirtæki fjallað um stefnu sína og áherslur í sambandi við heimsfaraldurinn COVID–19. Nú þegar stór hluti þjóðarinnar þarf að einangra sig frá öðrum og halda sig heima velta eflaust margir fyrir sér hvað þeir geti gert til að líða sem best yfir þann tíma. Hvort sem það er hreyfing, mataræðið, bækur, góðir tölvuleikir o.s.frv. þá geta fyrirtæki og einstaklingar látið vita af vörum og þjónustu sem þau bjóða upp á í þessu blaði. Tryggðu þér gott auglýsingapláss í langmest lesna dagblaði landsins. FERMINGARGJAFIR Fimmtudaginn 15. mars gefur Fréttablaðið út bráðsniðugt aukablað sem innheldur ótal hugmyndir að fjölbreyttum fermingargjöfum. Allir sem hafa fermst vita að dagurinn og ekki síst gjarnar lifa í minningunni um aldur og ævi. Tryggðu þér gott auglýsingapláss í langmest lesna dagblaði landsins. Upplýsingar hjá auglýsingadeild Fréttablaðsins í síma 512 5402 eða sendu okkur póst á netfangið serblod@frettabladid.is Áhugasamir auglýsendur hafi samband við: Jón Ívar Vilhelmsson Sími 550 5654 jonivar@frettabladid.is Arnar Magnússon Sími 550 5652 arnarm@frettabladid.is Atli Bergmann Sími 550 5657 atlib@frettabladid.is Ruth Bergsdóttir Sími 694 4103 ruth@frettabladid.is 1 8 . M A R S 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R10 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SPORT Stjórn KSÍ fundar á morgun Stjórn KSÍ kemur saman á morgun og mun funda um framhaldið gagnvart innlendu mótahaldi. Bikarkeppnin á að byrja 8. apríl en ljóst er að hún mun ekki byrja enda samkomubann í gildi og verða að vera tveir metrar á milli manna. Það yrði hálf skrýtinn fótboltaleikur sem yrði spilaður þannig. KSÍ frestaði öllum leikjum sínum, sem og landsliðsæfingum, til 15. apríl. Beðið er frekari upp- lýsinga frá UEFA um hugsanlegar breytingar á fyrirkomulagi for- keppni Evrópukeppna. Hægt að halda miðunum Öllum leikjum A-landsliða karla sem fara áttu fram dagana 23.- 31. mars hefur verið frestað og áætlað er að þeir fari fram í byrjun júní. Þessi frestun nær til umspils- leiks íslenska A-landsliðsins gegn Rúmeníu í lokakeppni EM, sem fara átti fram 26. mars á Laugar- dalsvelli, og annarra umspilsleikja innan sömu dagsetninga. Á heima- síðu KSÍ segir að miðakaupendum standi til boða að halda miðunum, eða fá þá endurgreidda en frekari upplýsingar verða sendar til miða- kaupenda með tölvupósti. Beðið eftir ákvörðun UEFA Fyrir utan umspilsleikina og EM ákvað UEFA að fresta leikjum A-landsliða kvenna sem fara áttu fram í apríl og verða nýjar dag- setningar tilkynntar síðar, ásamt frekari breytingum á leikjadagatali A-landsliða kvenna. Úrslitakeppni EM kvenna 2021 verður frestað. Íslensku stelpurnar áttu að mæta Ungverjalandi og Slóvakíu í apríl. Leikjum U-21 árs landsliða var slegið á frest en Ísland átti leiki gegn Írlandi og Armeníu. Úrslita- keppni EM U21 landsliða karla verður færð á nýjar dagsetningar. FÓTBOLTI UEFA ákvað á símafundi með 55 aðildarríkjum að fresta komandi Evrópumóti um eitt ár. Umspilsleikurinn við Rúmena verð- ur á dagskrá í byrjun júní. Tillagan var samþykkt einróma samkvæmt Aleksander Ceferin, forseta UEFA, en tilkynning frá sambandinu barst í gær skömmu eftir fund. „Á þessum tímum þarf fótboltasamfélagið að sýna ábyrgð í verki, samhug og einingu. Heilsa stuðningsmanna, starfsmanna og leikmanna þarf að vera forgangsverkefni. Við í UEFA lögðum fram nokkra möguleika um hvernig er hægt að klára deildarkeppnir um alla álfuna. Ég er stoltur af viðbrögðum samstarfsmanna minna í evrópsk- um fótbolta. Það var góður andi þar sem allir viðurkenndu að þeir yrðu að fórna einhverju til að ná sem bestum úrslitum,“ sagði forsetinn. Hann bætti við að kostnaðurinn við að færa mótið væri gríðarlegur en sambandið muni eftir fremsta megni tryggja nauðsynlega fjár- muni fyrir grasrótarstarf innan 55 aðildarríkja. „Leiðarljós okkar var að hafa ekki hagnað í huga heldur að vinna í þágu fótboltans í Evr- ópu. Að fagna afmæli keppninnar á tómum völlum meðan álfan situr heima í einangrun gátum við ekki sætt okkur við.“ Í lokin sagði forset- inn að enn væru nokkur smáatriði sem eftir væri að leysa en það hafi verið tekið stórt skref fram á við. Frestunin gef ur deildum í Evrópu auka mánuð eða svo til að klára deildarkeppnirnar sínar, fari svo að COVID-19 faraldurinn fari minnkandi. Ómögulegt er að spá fyrir um hvort það gerist. Umspilsleiknum slegið á frest Evrópumótið, sem átti að fara fram í sumar, var fært fram um eitt ár. Umspilsleikurinn við Rúmena fer fram í byrjun júní. Frestunin gefur deildum Evrópu tækifæri til að klárast fari svo að tilfellum af COVID-19 fækki á næstu vikum – sem er alls óvíst að gerist. Aleksander Ceferin, forseti UEFA, með bikarinn eftirsótta sem verður spilað um á næsta ári. MYND/GETTY NFL Eftir 21 ár skilja leiðir Toms Brady og New England Patriots í dag þegar samningur hans rennur út í Foxborough. Brady tilkynnti á samskiptamiðlum sínum í gær að hann myndi yfirgefa Patriots fyrir næsta tímabil en næsti áfanga- staður væri ekki kominn á hreint. Hinn 42 ára gamli Brady er einn besti leikmaður í sögu deildarinnar og er á hreinu að það verður bitist um þjónustu hans. Alls hafa Pat- riots unnið sex meistaratitla með Brady innanborðs en enginn annar leikmaður í sögu deildarinnar hefur unnið titilinn oftar. Saga Brady í deildinni er á sinn hátt ótrúleg, hann var valinn með 199. valrétti í nýliðavalinu árið 2000 og var farinn að stýra sóknarleik liðsins ári síðar. Hann small sem f lís við rass í sóknarleik Patriots undir stjórn Bills Belichick og vann titil strax á fyrsta ári. Á nýafstöðnu tímabili virtist aldurinn vera far- inn að ná til Brady sem átti erfitt uppdráttar með takmarkað úrval útherja. Vörn Patriots f leytti liðinu í úrslitakeppnina þar sem liðið féll út við fyrstu hindrun. – kpt Sá besti laus allra mála Eftir að knattspyrnusamböndin luku sínum fundi var hringt í The European Club Association, sem samanstendur af stærstu félags- liðum álfunnar, og leikmannasam- tök Evrópu til að finna út úr hvernig er hægt að klára Meistaradeildina og Evrópudeildina. UEFA skipaði í kjölfar þess fundar vinnuhópa sem eiga að finna út úr því hvernig í ósköpunum er hægt að klára þær deildir. Spænska blaðið Marca sagði að úrslitaleikurinn myndi fara fram 27. júní í Istanbul en UEFA vildi ekki staðfesta það. Til að liðka enn frekar fyrir var Suður-Ameríkukeppninni einn- ig frestað til 2021 og því bíða nú allir tengdir fótboltanum eftir að COVID-19 faraldurinn hverfi – svo hægt sé að fara sparka í bolta á ný. benediktboas@frettabladid.is Ísland mætir Rúmeníu í undanúrslitum umspilsins í byrjun júní á Laugardals- velli, en úrslitaleikurinn fer svo fram 31. mars, annað- hvort gegn Búlgaríu eða Ungverjalandi.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.