Fréttablaðið


Fréttablaðið - 18.03.2020, Qupperneq 14

Fréttablaðið - 18.03.2020, Qupperneq 14
Arnar hefur í nógu að snúast. „Ég er grafískur hönnuður og slagverksleikari og vinn hjá hönnunarstofunni &&& sem ég starfræki ásamt tveimur öðrum hönnuðum. Ég hef óseðjandi áhuga á grafískri hönnun, hlut­ verki hennar í samfélaginu og hvernig hönnun stuðlar að betri lifnaðarháttum. Ég spila líka í hljómsveitinni Bjartar sveiflur með einstaklega prúðum og yndislegum piltum.“ Kærkomin fjölskyldueign Áður en Arnar f lutti í Þingholtin bjó hann víða. „Ég ólst upp í Breið­ holti við móann og Elliðaárnar. Þaðan f lutti ég fyrst á Ægisgötu, bjó við hliðina á Landakotsspítala, og svo seinna út til Barcelona þar sem ég stundaði nám. Síðan ég kom heim hef ég búið á Haga­ melnum og á Laugaveginum, áður en ég f lutti hingað á Bergstaða­ strætið árið 2018.“ Systur Arnars höfðu báðar búið um skeið í íbúðinni áður en hann flutti inn. „Þessi íbúð er kærkomin fjölskyldueign og hefur nýst vel bæði innan fjölskyldu og utan. Báðar systur mínar; Ásdís María, tónlistarkona og Anna Sóley, sviðsmyndahönnuður, ásamt f leiru góðu fólki, hafa búið hér á undan mér og sett mikinn og sterkan svip á íbúðina.“ Það sé raunar Önnu að þakka hversu hugguleg íbúðin er. „Allir í fjölskyldunni hafa lagt sitt af mörkum við að betrumbæta hana reglulega í gegnum árin með nostri hér og þar, en það er líklega Önnu Sóley að þakka að íbúðin lítur svona yndislega vel út í núverandi mynd,“ segir Arnar, þakklátur. „Húsið var byggt árið 1931 svo íbúðin er aldargömul, bókstaflega. Ég veit ekki um neina sögu nema þá sem við í fjölskyldunni erum að búa til sjálf. Hún er griðastaður okkar systkinanna og hvert og eitt hefur skilið eitthvað eftir fyrir hið næsta, hér er nóg af draumaföng­ urum, reykelsum og tarotspilum til að opna bás á Hjartatorgi.“ Innilegt andrúmsloft Framkvæmdir hafa helst snúið að grunnatriðum. „Pípulögn hefur verið tekin í gegn að hluta, létt á eldhúsinnréttingunni, en að öðru leyti hefur aðeins verið málað og lagað eins og gengur og gerist. Grunnatriði, bókstaflega, því mörg þessara atriða sneru að grunni hússins. Systir mín lét sérsmíða lítinn bekk undir eina súðina, sem hefur vakið mikla lukku enda mikill sælureitur í íbúðinni.“ Þá er sitthvað á döfinni. „Gluggar eru á dagskrá – þakið fer að þurfa viðhald.“ Það stendur ekki á svörum hjá Arnari þegar hann er beðinn um að lýsa andrúmslofti heimilisins. „Náttúruskotin naumhyggja. Hér er allt lágstemmt og lausnamiðað. Blærinn er rólegur og andrúmsloft innilegt – ég get ekki ímyndað mér betri stað til að vera í sóttkví núna næstu vikurnar, hér er bókstaflega endurnærandi að vera.“ List heimilisins kemur úr ýmsum áttum og þá ekki síst frá fólki sem er honum kært. „Ég reyni að hafa verk eftir vini og samferða­ menn eftir því sem plássið leyfir. Ég er svo lánsamur að vinna með mjög góðu fólki, við starf sem mér finnst bæði gefandi og mikilvægt og íbúðin er vitnisburður um það. Ég er með verk eftir okkur frá &&&, sem og aðra listamenn og hönnuði; Are We Studio, Sigga Odds, Loja Höskulds og Hildi­ gunni Birgisdóttur.“ Ljúfur niður stofunnar Uppáhaldsstaðurinn og hjarta heimilisins er stofan. „Litla stofan mín. Hún er minn griðastaður frá öngþveiti heims og huga. Ég er haldinn óbilandi forvitni og finnst nánast allt sem ég kynni mér áhugavert. Það getur verið erfitt að henda reiður á hugmyndunum, hugsununum og höfuðatriðum sem þeytast í gegnum hausinn á mér hverju sinni og stofan þjónar hlutverki íhugunar, vinnu og af­ slöppunar. Hún er sem ljúfur niður fyrir háværan hug.“ Hann á sér hins vegar engan uppáhaldshlut. „Ég held ég eigi mér engan eiginlegan uppáhalds­ hlut – ég tel varhugavert að tengjast hlutum um of. Ég bjó í mun stærri íbúð á Lauga­ vegi, drekkhlaðinni af drasli, en tamdi mér hófstilltari neysluvenjur þegar ég flutti hingað, þar sem þessi íbúð býður ekki upp á farma af farangri. Ég þurfti því að losa mig við ógrynni af dóti sem mér fannst í fyrstu óhugsandi að láta frá mér, en nú get ég ekki ímyndað mér að dragnast með það og fagna ég því að vera laus við allt hafur­ taskið, pínulítið eins og að vera laus úr spennitreyju.“ Hvað er efst á óskalistanum fyrir heimilið? „Straujárn, svo ég geti skilað mömmu hennar straujárni.“ Þá segir hann afar mikilvægt að nostra við heimili sitt, enda hafi það umtalsverð áhrif á líðan. „Það skiptir máli að vera samkvæmur sjálfum sér og að rýmið endur­ spegli það. Persónulega legg ég mikið upp úr næði, kyrrð og and­ rými til að ná góðri einbeitingu og fá form á hugsanir. Það er líka mikilvægt að umhverfið næri þig og geri þig stolt/stolta/stoltan af því sem þú ert, sama hvað öðrum finnst. Án stolts ertu ekki neitt.“ Arnar er ekki í nokkrum vafa um hvaðan hann sækir innblástur. „Minn stærsti innblástur er fólkið í kringum mig. Allt annað kemur í kjölfarið.“ Fólk er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið rit- stjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 550 5761 | Hjördís Erna Þorgeirsdóttir | hjordiserna@frettabladid.is s. 550 5767 | Oddur Freyr Þorsteinsson, oddurfreyr@ frettabladid.is s. 550 57686 | Sandra Guðrún Guðmundsdóttir, sandragudrun@frettabladid.is, s. 550 5762 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is, s. 550 5768 Útgefandi: Torg ehf Ábyrgðarmaður: Jóhanna Helga Viðarsdóttir Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652, Atli Bergmann, atli@frettabladid.is, s. 550 5657, Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@ frettabladid.is, s. 550 5654, Jóhann Waage, johannwaage@frettabladid.is, s. 550 5656, Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 694 4103, Hjördís Erna Þorgeirsdóttir hjordiserna@frettabladid.is Arnari líður vel heima hjá sér og segist ekki geta ímynd- að sér betri stað til að vera í sóttkví, komi til þess. Arnar Ingi segir systur sínar tvær hafa sett sterkan svip á íbúðina, þar sé nóg af draumaföngurum, reykelsi og tarotspilum. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Arnar segist hafa upplifað mikið frelsi eftir að hafa þurft að losa sig við ógrynni af dóti. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Arnar er mikill áhugamaður um samfélagslegt hlutverk hönnunar. Eldhúsið er lítið en notalegt og plönturnar gefa því hlýlegan blæ. Það er sem hver hlutur þjóni sínum tilgangi á fallegu heimili Arnars. Framhald af forsíðu ➛ 2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 8 . M A R S 2 0 2 0 M I ÐV I KU DAG U R

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.