Fréttablaðið - 06.04.2020, Qupperneq 9

Fréttablaðið - 06.04.2020, Qupperneq 9
OPNUNARTÍMAR UM PÁSKANA Páskaopnun allra Vínbúða á vinbudin.is Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU, AKUREYRI, SELFOSSI OG REYKJANESBÆ VÍNBÚÐIRNAR SKÍRDAGUR 9. APRÍL LOKAÐ FÖSTUDAGURINN LANGI 10. APRÍL LOKAÐ LAUGARDAGUR 11. APRÍL 11-18 PÁSKADAGUR 12. APRÍL LOKAÐ ANNAR Í PÁSKUM 13. APRÍL LOKAÐ MIÐVIKUDAGUR 8. APRÍL 11-19 DALVEGUR, SKEIFAN OG SKÚTUVOGUR 10-20 ÞRIÐJUDAGUR 7. APRÍL 11-18 DALVEGUR, SKEIFAN OG SKÚTUVOGUR 10-20 MÁNUDAGUR 6. APRÍL 11-18 DALVEGUR, SKEIFAN OG SKÚTUVOGUR 10-20 Við hvetjum viðskiptavini til að sýna aðgát og draga úr smithættu eins og kostur er. · Verslum utan annatíma · Munum 2ja metra regluna · Nýtum snertilausar greiðslur SÝNUM SKYNSEMI OG FYRIRHYGGJU Guðmundur Steingrímsson Í DAG Á ferðalagi mínu innan-húss á pálmasunnu-dagsmorgni hef ég viðkomu í stólnum v ið g lug gann og slaka á með kólumb- ískt kaffi og horfi út í íslensku snjó- mugguna. Ég er á leið inn í búr. Þar ríkir mikið ófremdarástand sem þarfnast skipulagningar. Að þeirri vinnuferð lokinni, ef af verður – en hún hefur staðið til í nokkra daga – verður stefnan tekin á sjónvarps- sófann þar sem við fjölskyldan ætlum í frí. Konan mín kemur við hjá mér á ferðalagi sínu frá baðherberginu að eldhúseyjunni og sýnir mér nýtt innlegg á samfélagsmiðlum frá NRK Kultur, þar sem norskir hljóðfæra- leikarar – hver og einn heima hjá sér á náttfötunum – spila kórónaútgáfu á Zoom af bandarísku ballöðunni All By Myself. Giska skemmti- legt. Frá Noregi liggur leiðin aftur heim. Ég sé frostbitið fólk bisa við að hlýða Víði og ganga með tveggja metra millibili með fram sjónum kappklætt í rokinu. Getur maður smitast í skafrenningi? Á sænska tónlistarappinu Spotify spilar Vík- ingur Heiðar franska píanótónlist. Ég skottast í tölvunni inn á breska netmiðla. Engin án annarra Kólumbía, Noregur, Bretland, Ísland, Bandaríkin, Svíþjóð, Frakk- land. Um þessar lendur ferðast ég innanhúss á andartaki. Ég býst við að allir tímar séu þversagnar- kenndir en á tímum sem þessum geta þversagnirnar orðið æpandi. Ein er þessi: Ár og dagur er síðan að við höfum séð landamærum lokað í Evrópu. Leit er að þeim sem bjóst á nokkurn hátt við því að mann- kynið myndi upplifa þjóðir draga sig svona rosalega inn í skeljar sínar eins og nú, þótt suma hafi vissulega dreymt um það. Ástandinu er líkt við stríð. Óprúttnir stjórnmála- menn sums staðar nýta sér kring- umstæðurnar til þess að auka völd sín og blása til einræðis. Það væri auðvelt að spá því að upp úr þessu öllu saman risi sundraður heimur. Þjóðir gegn þjóðum. En svo er það hitt. Agnarstutt íhugunarstund í stólnum, á ferða- lagi innanhúss, færir manni heim- inn allan inn í stofu, samofinn og landamæralausan. Þótt sérhags- munaöf l, innblásin af þjóðernis- kennd, vilji gjarnan finna einhvern f löt á þessu ástandi sem réttlætir upphrópun með hástöfum á öllum síðum samfélagsmiðla samtímis um að þau hafi nú aldeilis sagt okkur öllum fyrir fram að við yrðum að styðja við íslenska lambakjötið að eilífu, út af mikilvægi innlendra kótilettna í heimsfaraldri, þá blasir samt við að um allir þjóðir gildir hið fornkveðna, nú sem endranær, að engin er eyland. Ekki einu sinni Íslendingar. Engin þjóð getur án annarra verið. Kraftaverkaveröld Menningin er eitt. Á pálmasunnu- dagsmorgni breytist ég heima hjá mér í reglulegan Frímann Gunn- arsson, lesandi breska pressu með, gott ef ekki, indverskan silkiklút um háls. Þótt maður sæki vissulega kraft til þjóðar sinnar, sögu hennar og menningar, og njóti hæfileika Helga Bjöss og Bubba, þá er auð- velt að ímynda sér hvernig maður myndi smám saman mygla í sjálf- skipaðri sóttkví ef maður hefði Heimurinn innanhúss ekki aðgang úr lófanum að svo til allri menningu heimsins. Tígur- temjarinn í Flórída hefur ekki enn lagt leið sína inn á heimilið okkar, þótt við finnum hann nálgast, en Frú Maisel nokkur, grínisti í New York, er hér daglegur gestur. Apple TV er ferðaskrifstofa innanhúss. Betra dæmi eru þó vísindin. Sumir þjóðarleiðtogar hafa reynt að segja þegnum sínum þá sögu að lausnin við krísunni muni verða sú að mögnuð innlend lyfjaþróunar- fyrirtæki muni finna bóluefni á grunni innlendrar yfirburðaþekk- ingar. Reynt er að hólfa vísindin í þjóðir í þágu annarlegra stjórn- málamarkmiða. Trump talar svona. Freistingin er til staðar hér líka. En svona virka einmitt vísindin alls ekki. Magnaður vitnisburður birtist heimsbyggðinni um þessar mundir um það hvernig vísindin þekkja engin landamæri. Vísindamenn í öllum skúmaskot- um ferðast nú um heiminn innan- húss og deila þekkingu sinni í ótrú- legu alheimsátaki. Allir leggjast á eitt. Þjóðerni skiptir engu. Vísinda- fólk við Pittsburghháskóla, í sam- starfi við Pasteur stofnunina í París og ástralska líftæknifyrirtækið Themis setur niðurstöður sínar um mögulegt bólefni við COVID beint á netið fyrir alla aðra – Breta, Japani, Kínverja – að nýta sér í sínum rann- sóknum. Og Íslensk erfðagreining okkar er dótturfyrirtæki fjölþjóð- lega lyfjafyrirtækisins Amgen sem er staðsett í Kaliforníu og Kári er í bandarísku vísindaakademíunni. Heimurinn innanhúss er landa- mæralaus kraftaverkaveröld iðandi af menningu og vísindum. Sama hvað þjóðernishyggjulið hyggst belgja sig mikið að kórónavánni yfirstaðinni, þá verður enginn múr reistur þarna. Þessum lendum verð- ur ekki lokað. Þarna verður mann- kyni bjargað. Ekki af mér samt. Nú hef ég hugs- að mér að færa mig úr stólnum við gluggann og fara að eldhúseyjunni. Þaðan inn á bað. Kannski. Svo í sófann. Ég ætla að sleppa búrinu. S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 9M Á N U D A G U R 6 . A P R Í L 2 0 2 0

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.