Fréttablaðið - 06.04.2020, Síða 10

Fréttablaðið - 06.04.2020, Síða 10
Sem fámenn þjóð björgum við kannski ekki heiminum ein og sér, en við getum lagt okkar lóð á þá vogarskál. Árneshreppur og Borgar­fjörður eystri eru lítil sam­félög sem eiga undir högg að sækja. Þau eru um margt dæmigerð fyrir samfélög sem hafa verið tekin inn í verkefnið Brothættar byggðir sem Byggðastofnun hefur staðið fyrir undanfarin ár. Í slíkum samfélögum eru oft svipuð vandamál, það er lítil endur­ nýjun meðal íbúa, erfitt er að halda Mikilvægi verslunar í brothættum byggðum sannast í veirufaraldri Gréta Thunberg er orðin heimsþekkt, sænska stúlk­an, sem greind var ein­ hverf og talaði ekki, nema þegar henni þótti nauðsyn til, en fór svo skyndilega að tala. Og talaði þá, svo að eftir var tekið. Hún fór í skóla­ verkfall til að vekja athygli á lofts­ lagsvanda heimsins, hrikalegasta verkefni, sem mannkynið hefur staðið frammi fyrir. Nú er þessi áður fátalaða stúlka orðin ræðu­ maður á öllum helstu loftslagsráð­ stefnum heims og brýnir ráðamenn til aðgerða í loftslagsmálum. Nú fyrir jólin kom út bókin Húsið okkar brennur, baráttusaga Grétu og fjölskyldu hennar, rituð af móð­ urinni, áhrifamikil lesning. Gréta krefst aðgerða í loftslagsmálum, aðgerða í stað orða. Hún segir allar staðreyndir um loftslagsvandann liggja fyrir og lausnirnar einnig, hvað þurfi að gera. Vísindamenn eru nær sammála um, að hlýnun andrúmsloftsins sé af manna­ völdum og loftslagsbreytingar séu farnar að hafa áhrif á veðurfar og líf fólks um allan heim. Við þurfum að vakna og gera breytingar, draga úr losun gróður­ húsalofttegunda strax, því verði ekkert að gert á næstu árum, fer af stað keðjuverkun sem enginn mannlegur máttur fær stöðvað. Þetta er neyðarkall, segir hún. Gréta vill að við tökum loftslags­ ógnina alvarlega, því annars gerist ekkert. „Fullorðna fólkið er alltaf að segja: „Við verðum að gefa unga fólkinu von. En ég vil ekki vonina ykkar. Ég vil að þið hagið ykkur eins og líf ykkar sé í hættu. Ég vil að þið hagið ykkur eins og það sé kviknað í húsinu ykkar. Af því að það er kviknað í því.“ Þannig talaði Gréta á alþjóðaefnahagsþinginu í Davos í janúar 2019. Samt boðar hún ekkert vonleysi eða uppgjöf, öðru nær, því enn þá er möguleiki á að breyta, en þá verðum við að bregðast skjótt við. Gréta hefur staðið í baráttu. Hún hefur fengið á sig gagnrýni fyrir að vera ung og óreynd, einhverf eða einfalda hlutina um of. Hún gerir sér þó grein fyrir því að hér er ekki um einfalt verkefni að ræða, að minnka losun á heimsvísu, þar sem í hlut eiga allar þjóðir heims sem búa við afar misjafnar aðstæður. Ríku iðnþjóðirnar eins og hennar eigið land, Svíþjóð, verða að ganga á undan, segir hún, og draga úr losun um 50 prósent næstu árin, á meðan þróunarríkin svonefndu fá afslátt og ráðrúm til að byggja upp innviði sína. Staðan hjá okkur Íslendingum er víst ekki sérlega góð um þessar mundir. Við erum ofarlega í losun af Norðurlandaþjóðunum. Við erum ekki að draga úr losun, heldur auka, þrátt fyrir metnaðarfulla aðgerða­ áætlun núverandi ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur í umhverf­ ismálum til ársins 2030, sem enn á eftir að sýna sig hvort reynist raun­ hæf. Víst er að við þurfum að gera betur í loftslagsmálum, ætlum við að standa við skuldbindingar okkar gagnvart Parísarsamkomulaginu. Bók Grétu Thunberg er vissulega áminning til okkar Íslendinga. Sem fámenn þjóð björgum við kannski ekki heiminum ein og sér, en við getum lagt okkar lóð á þá vogarskál. Saga Grétu sýnir okkur, svo ekki verður um villst, hversu miklu ein­ staklingurinn fær áorkað ef hann beitir sér. Gréta er farin að hafa áhrif vítt um heim með rödd sinni, líka hér á landi. Á hverjum föstudegi kemur nú saman hópur ungs fólks á Austurvelli með mótmælaspjöld og krefst aðgerða í loftslagsmálum að hætti Grétu Thunberg. Unga fólkið gerir sér ljóst, að það á mest í húfi, því þess er framtíðin. Þetta allt vekur vonir. Við þur fum að endurskoða margt, byrja hvert í sínum ranni, breyta hugsanagangi, lífsmáta og gildismati, temja okkur meiri auð­ mýkt og einfaldari lífsmáta, hætta að líta á peninga og hagvöxt sem hið eina er máli skipti, en íhuga lífsgildin, sem vísa til framtíðar. Því eins og Gréta segir. Nú verða allir að tala skýrt. Við höfum enn lausnir í hendi okkar, en tíminn er naumur, af því það er kviknað í húsinu okkar. Húsið okkar brennur. Húsið okkar brennur Loftlagsmálin – hvert stefnir? Sú fullyrðing Gunnlaugs í greininni að meðalhiti jarðar, sem er í dag 15 gráður, hafi ekki breyst frá árinu 1960 er ekki rétt. Verslanir skipta höfuðmáli í litlum samfélögum. Ekki aðeins til að gera íbúum auðveldara að nálgast að- föng, heldur verða verslanir oft á vissan hátt hjarta sam- félagsins. Gunnlaugur H. Jónsson reikn­ar út í grein sinni „Þróun hitastigs í eina öld“ í Frétta­ blaðinu 13. febrúar að í Reykjavík muni ekki hlýna næstu hundrað árin nema um 0,6°C. Hann segir það leiða af mælingum Veðurstofunnar. Þar komi í ljós að síðustu hundrað ár hafi meðalhiti í Reykjavík aðeins hækkað um 0,36°C. Þetta sé óveru­ leg hlýnun og rúmist – að hans mati – innan staðalfráviks á hitastigs­ sveiflum síðustu hundrað árin. Umhverfis­ og auðlindaráðu­ neyti birti viðamikla skýrslu (yfir 200 síður) árið 2018 um loftslags­ breytingar. Skýrslan var gerð undir handleiðslu Veðurstofu af sérstakri vísindanefnd – hópi fræðimanna á ýmsum sviðum, sjá (https://www. vedur.is/media/loftslag/Skyrsla­ loftslagsbreytingar­2018­Vefur­NY. pdf ). Þar er skýrt frá því hvernig manngerð hækkun á styrk gróður­ húsalofttegundar, einkum koltví­ sýrings og vatnsgufu, valdi smám saman greinilegri hlýnun jarðar og hvernig hún birtist á Íslandi í ýmsum myndum í náttúrunni. Skýrslan byggir á tiltækum gögnum á Íslandi, þá einkum Veðurstofunn­ ar, en styðst einnig við niðurstöður skýrslna Milliríkjanefndar SÞ um loftslagsbreytingar, IPCC, árin 2013 og 2014. Rétt er að benda á, að í ágripi skýrslunnar kemst Veðurstofan að allt annari niðurstöðu um veðurfarsbreytingar á Íslandi en Gunnlaugur: „Fram að miðbiki aldarinnar er líklegt að hlýni á landinu og umhverfis það og að árin 2046­2055 verði að meðaltali 1,3°C – 2,3°C hærri en árin 1986­ 2005. Umfang hlý nunar innar ræðst aðallega af losun gróður­ húsalofttegunda. Ef losunin verður mikil gæti hlýnunin í lok aldar­ innar (meðaltal áranna 2091­2100) numið meira en 4°C með ríf legum óvissumörkum þó.“ Sú fullyrðing Gunnlaugs í grein­ inni að meðalhiti jarðar, sem er í dag 15 gráður, hafi ekki breyst frá árinu 1960 er ekki rétt. Samkvæmt tölum IPCC var meðalhitinn 13,9°C árið 1960 og hefur þá aukist um 1,1°C á 60 árum. Þorsteinn J. Halldórsson eðlisfræðingur Ólafur Hallgrímsson fyrrverandi sóknarprestur Skúli Gautason Alda Marín Kristinsdóttir uppi skólastarfi og verslunarrekstri. Á báðum stöðum hafa nýlega verið endurreistar verslanir, en það var gert kleift með styrk úr byggða­ áætlun. Verslanir skipta höfuðmáli í litlum samfélögum. Ekki aðeins til að gera íbúum auðveldara að nálg­ ast aðföng, heldur verða verslanir oft á vissan hátt hjarta samfélagsins. Í Árneshreppi á Ströndum var nýlega endurreist verslun eftir að Kaupfélag Steingrímsfjarðar hafði lokað útibúi sínu þar. Stofnað var einkahlutafélag um reksturinn og urðu hluthafar alls 139, mun fleiri en íbúarnir í sveitarfélaginu. Einkum komu þar að brottf luttir íbúar úr Árneshreppi sem hafa sterkar taugar norður á Strandir og vilja samfélaginu allt hið besta. Félagið hlaut nafnið Verzlunarfjelag Árneshrepps og opnaði Sigurður Ingi Jóhannsson sveitarstjórnar­ ráðherra verslunina með pompi og prakt 26. júní á síðasta ári. Aðstæð­ ur í Árneshreppi eru mjög sérstakar vegna erfiðleika í samgöngum yfir vetrartímann. Engu að síður var ákveðið að halda versluninni opinni allt árið um kring, þó vissu­ lega sé styttur opnunartími yfir háveturinn. Einstaklega vel hefur tekist til við endurreisn verslunarinnar. Vel var hugsað fyrir því hlutverki verslun­ arinnar að vera staður þar sem fólk gæti hist og spjallað. Útbúið var kaffihorn þar sem hægt er að tylla sér og Thomas verslunarmaður er óþreytandi við að bjóða upp á nýbakað brauð og kökur og sinna öllum óskum viðskiptavinanna. Þannig hefur verslunin í Árnes­ hreppi aukið lífsgæði íbúanna og fest sig í sessi sem miðpunktur sveitarfélagsins. Á Borgarfirði eystri hafði verið samfelldur verslunarrekstur allt frá árinu 1918 svo ljóst var að mikil þjónustuskerðing var í vændum þegar matvöruverslun þorpsins lokaði dyrum sínum árið 2017. Frá Borgarfirði eystri eru 70 km í næsta þéttbýli, Egilsstaði, yfir fjallveg og um malarvegi að fara svo það er meira en að segja það að skjótast í búðina ef eitthvað vantar. Það er því ekki síst öryggisráðstöfun fólgin í því að verslun sé staðsett í byggðar­ laginu. Í kjölfar íbúaþings sem markaði upphaf sveitarfélagsins í verkefninu Brothættum byggðum veturinn 2018, tóku nokkrir íbúar og velunnarar staðarins sig saman og hófu undirbúning stofnunar félags um verslunarrekstur í firð­ inum. Verslunin var opnuð svo um mitt sumar 2018 en þá höfðu rúmlega 70 manns fest sér hlut í versluninni. Óhætt er að segja að reksturinn hafi gengið vel og íbúar og ferðamenn sem heimsækja þenn­ an magnaða stað hafa verið duglegir að nýta sér þá þjónustu sem versl­ unin veitir. Þar er jafnframt upplýs­ ingamiðstöð fyrir ferðamenn sem eru fjölmargir ár hvert enda Borgar­ fjörður eystri og nágrenni einstök útivistar­ og náttúruparadís. Yfir vetrartímann, þegar um hæg­ ist, er verslunin einnig kærkominn staður til að hittast, fá sér kaffisopa og ræða heimsmálin við samferða­ fólkið og fá nýjustu fréttir úr bæjar­ lífinu. Mikilvægi verslunar í þessum fámennu og tiltölulega afskekktu byggðarlögum verður ekki síst ljóst við þær aðstæður sem nú eru uppi. Íbúar sem mögulega hafa keyrt til stærri staða til að sækja aðföng veigra sér nú við ferðalögum sem eðlilegt er. Þá eru dæmi um það að íbúar í sóttkví hafi fengið vörur afgreiddar heim á tröppur og jafn­ vel að verslunarstjóri hafi komið og fært viðkomandi súkkulaði til að gera sóttkvína bærilegri. Þó svo að í þessari umfjöllun hafi einkum verið nefndar tvær verslanir til sögu á þetta við um fleiri brothætt byggðarlög og því hafa styrkir til verslunarreksturs m.a. í tengslum við potta byggðaáætlunar og frum­ kvæðisstyrki úr sjóði Brothættra byggða verið ómetanlegir fyrir íbúa byggðarlaganna, sérstaklega á síðustu misserum. 6 . A P R Í L 2 0 2 0 M Á N U D A G U R10 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.