Fréttablaðið - 06.04.2020, Page 28

Fréttablaðið - 06.04.2020, Page 28
Líklega er Magnús Þór Jónsson, Megas sjálfur, eini núlifandi Íslend-ingurinn sem almenn þjóðarsátt ríkir um að verðskuldi nafnbótina meistari. Hann verður 75 ára á morgun, fæddur 7. apríl 1945, og hefur á um hálfrar aldar tónlistarferli markað mörg og djúp spor í íslenska menn- ingarsögu eins og auðheyrt er á safnplötunni Syngdu eitthvað gamalt! Alda Music gefur plötuna út Megasi til heiðurs á afmælisdaginn og eðli mannsins og málsins sam- kvæmt er ekki um neina smáskífu að ræða, 42 laga tvöfaldan geisla- disk eða þriggja platna vínylsafn. „Safnplatan inniheldur hans þekktustu lög á tæplega 50 ára tón- listarferli en fyrsta platan hans kom út 1972,“ segir Halldór Baldvinsson útgáfustjóri sem átti völina og kvöl- ina. „Það var af nógu að taka og auð- vitað mjög erfitt að velja lögin á plötuna og mörg góð lög urðu því að víkja,“ segir Halldór sem átti þó því láni að fagna að Megas greip inn í þegar verið var að reyna að velja safninu nafn. „Þegar verið var að spá í hvað platan ætti að heita, þá kom Megas með hugmyndina um að nefna hana Syngdu eitthvað gamalt! en þar verður fólk bara að lesa í meiningu hans, eins og í textunum hans.“ Halldór segir að auk geisla- diskanna hafi verið ákveðið að gefa Syngdu eitthvað gamalt! út á þreföldum vínyl til þess að halda svipuðum lagafjölda óháð útgáfu- forminu en auk þess verður afmæl- isveislan aðgengileg á Spotify frá og með morgundeginum. toti@frettaladid.is 50 ára skammtur af Megasi Meistari Megas verður 75 ára á morgun og þá kemur út honum til heiðurs platan Syngdu eitthvað gamalt! þar sem mörgum þekktustu lögum hans hefur verið safnað saman. Plata 1 1 Heilræðavísur 2 Gamla gasstöðin við Hlemm 3 Björg 4 Ef þú smælar framan í heiminn 5 Fríða fríða 6 (Borðið þér) Orma frú Norma 7 Sút fló í brjóstið inn 8 Börn í borg 9 Svo skal böl bæta (ásamt Íkarus) 10 Vatnsrennibrautin 11 Fatlafól (ásamt Bubba Morthens) 12 Rósa ég kyssi 13 Gamli sorrí Gráni 14 Reykjavíkurnætur 15 Lóa Lóa 16 Krókódílamaðurinn 17 Paradísarfuglinn (ásamt Spilverki þjóðanna) 18 Skiptimynt í buddunni þinni 19 Saga úr sveitinni (ásamt Spilverki þjóðanna) 20 Freyjufár (ásamt Senuþjófunum) 21 Jólanáttburður Plata 2 1 Skutullinn 2 Ragnheiður biskupsdóttir 3 Mæja Mæja 4 Kölski og ýsan 5 Spáðu í mig 6 Lengi skal manninn reyna (ásamt Ágústu Evu Erlends dóttur og Senuþjófunum) 7 Tvær stjörnur 8 Við Birkiland 9 Fílahirðirinn frá Súrín 10 Þóra 11 Þú bíður (allavegana) eftir mér 12 Útumholtoghólablús (ásamt Spilverki þjóðanna) 13 Aðeins eina nótt 14 Bráðum kemur? (ásamt Senuþjófunum) 15 Orfeus og Evridís (ásamt Spilverki þjóðanna) 16 Gamansemi guðanna 17 Vertu mér samferða inn í blómalandið amma 18 Best og banvænst 19 Komdu og skoðaðu í kistuna mína 20 Ég á mig sjálf (söngurinn hennar Diddu) 21 Þóttú gleymir guði  Lagalisti á CD útgáfu: Ekki dauður! Þessi mynd birtist í Vísi 1978 þegar margir trúðu kjaftasögu um að Megas væri farinn yfir móðuna miklu. MYND/JA Megas átti hugmyndina að titlinum, Syngdu eitthvað gamalt!, á afmælis safnplötunni. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Megas og Bubbi 17. júní 1985. Megas á tónleikum 1985. MYND/VHV 6 . A P R Í L 2 0 2 0 M Á N U D A G U R20 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð LÍFIÐ

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.