Fréttablaðið - 06.04.2020, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 06.04.2020, Blaðsíða 30
SÍMAR AUGLÝSINGADEILDIR – AUGLÝSINGASTJÓRI: Gústaf Bjarnason gustaf@frettabladid.is ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 550 5050: Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson, hlynur@frettabladid.is , Sigfús Örn Einarsson sigfus@frettabladid.is, Örn Geirsson orn.geirsson@frettabladid.is FÓLK/ SÉRBLÖÐ SÍMI 550 5077: Atli Bergmann atli@frettabladid.is, Arnar Magnússon arnarm@frettabladid.is, Jóhann Waage johannwaage@frettabladid.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@ frettabladid.is, Ruth Bergsdóttir ruth@frettabladid.is. FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 550 5056: Hrannar Helgason hrannar@frettabladid.is, Viðar Ingi Pétursson vip@frettabladid.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 550-5055: Guðrún Inga Grétarsdóttir gudruninga@frettabladid.is ÉG ER ENN SVOLÍTIÐ AÐ NÁ TÖKUM Á FJARKENNSLU EN ÉG ER MJÖG ÞAKKLÁTUR FYRIR HVAÐ FÓLK SÝNIR MIKINN SKILNING OG ÞOLINMÆÐI Á ÞESSUM TÍMUM. LICATA sófar og stólar Ný og glæsileg lína í DORMA. Sófar, stólar og skammel úr fallegu og slitsterku áklæði. Aðeins 187.493 kr. LICATA hornsófi Hornsófi í Kentucky koníak áklæði. Hægri eða vinstri tunga. Svartir nettir járnfætur. Stærð: 262 x 226 x 82 cm Fullt verð: 249.990 kr. 25% AFSLÁTTUR HEIMA ER BEST TILBOÐ Heima er best verslaðu á dorma.is og við sendum þér það frítt Breyttur afgreiðslutími Rvk Mánudaga til föstudaga kl. 12–18 Laugardaga kl. 12–18 www.dorma.is Holtagörðum, Reykjavík Smáratorgi, Kópavogi Dalsbraut 1, Akureyri Skeiði 1, Ísafirði KLIKKAÐU Á VÖRU OG ÞÚ FERÐ BEINT INN Í VEFVERSLUN DORMA.IS HEIMA ER BEST tilboðin Heima er best verslaðu á dorma.is og við sendum þér það frítt STYTTU ÞÉR LEIÐ GEGN UM BÆKLINGINN OKKA R RÚM 2–13 | Mjúkvara og d únn 14–17 | Stólar 18–19 | S ófar 20–29 | Hillur, borð o g skápar 30–33 | Affari og smávara 34-42 Hv er ni g frí se nd in g h já D OR M A vi rk ar www.dorma.is V E F V E R S LU N ALLTAF OPIN Þú finnur nýjan bækling á dorma.is Hv er ni g frí se nd in g h já D OR M A vi rk ar á do rm a.i s LICATA 2ja og 3ja sæta sófar Aðeins 89.993 kr. Sófarnir eru í tvennskonar litum af Kentucky áklæði. Annarsvegar koniak og hinsvegar steingráu. Svartir nettir járnfætur. Stærð 2ja sæta: 159 x 94 x 82 cm. Stærð 3ja sæta: 199 x 94 x 82 cm 2ja sæta fullt verð: 119.990 kr. 3ja sæta fullt verð: 149.990 kr. 112.493 kr. Ég hef alltaf haft mikla þörf til þess að skapa, auk þess sem f lestir í f jölsk yldunni minni starfa í tónlist. Þau hafa öll verið mér mikill innblástur og þegar ég rataði inn í tónlistarnám sem krakki þá var ekki hreinlega ekki aftur snúið, segir Sævar Helgi Jóhannsson, sem gengur alla jafna undir listamanns- nafninu S.hel. Hann gaf út plötuna Disconnect núna í lok mars. Víðtæk reynsla Hann segist hafa nokkuð fjöl- breytta reynslu þegar það kemur að tónlistinni. „Ég hef til að mynda verið í hljómsveitum, spilað inn á tónlist annarra, útsett óperu fyrir rokk- hljómsveit, samið tónlist fyrir ýmis verkefni á borð við stuttmyndir, dansverk, leikhús og spilað með kór. Draumurinn væri að semja tónlist fyrir kvikmyndir, þætti eða leikhús í framtíðinni,“ segir hann. Sævar segist vera frekar róleg týpa almennt. „Ég er að klára BA-gráðu í tón- smíðum við Listaháskólann í vor og er ásamt því að kenna á píanó við Tónlistarskóla Sandgerðis. Ég nýt þess að fara á tónleika eða í leik- hús og finnst einstaklega gaman að dansa Lindy hop eða fara á Mánu- djass.“ Smellpassaði En hvernig kom samstarf hans með Whitelabrecs til? „Tónlistarmaðurinn Mikael Lind benti mér á plötuútgáfuna og ég sendi þeim fyrirspurn með ákveð- inn útgáfudag í huga, 28. mars. Það er alþjóðlegi píanódagurinn. Útgáfan sagðist aðeins gefa út á laugardögum og væri með langt plan fram í tímann. En svo bættu þau við að annar listamaður hefði forfallast einmitt á þessum degi og 28. mars væri einmitt laugardagur svo þetta smellpassaði,“ segir Sævar. Sævar leitaði inn á við þegar hann samdi plötuna. „Þessi plata endurspeglar vanga- veltur um einmanaleika og hvernig við upplifum sjálfið í tengslum við staði. Skiptir staðsetning uppruna yfirhöfuð máli? Einnig fjallar tón- listin um einmanaleikann sem að myndast í samfélagi sem er búið að týna sér í amstri dagsins.“ Plötuhönnun var í höndum þeirra Söruh Mariu Yasdani og Rak- elar Ýrar Stefánsdóttur. „Þær framleiddu einnig og leik- stýrðu tónlistarmyndböndum sem munu fylgja plötunni. Konseptið þeirra vinnur hönd í hönd við mús- íkina og þemað.“ Útskrift í vændum Sævar er nú búinn að færa sig yfir í fjarkennsluna í Tónlistarskólanum í Sandgerði, þar sem hann kennir. „Ég er enn svolítið að ná tökum á fjarkennslu en ég er mjög þakklátur fyrir hvað fólk sýnir mikinn skiln- ing og þolinmæði á þessum tímum. Annars er ég bara á fullu að klára lokaritgerð og svoleiðis fyrir LHÍ og held mér að mestu leyti heima á meðan á þessu stendur,“ segir hann. Sævar hefur í nógu að snúast „Ég er að einbeita mér að því að útskrifast úr LHÍ og svo tekur við samstarfsverkefni með tónlistar- manninum Mikael Lind. Síðast en ekki síst mun ég spila á Iceland Airwaves hátíðinni í nóvember. Plötuna Disconnect eftir S.hel er hægt að nálgast á öllum helstu streymiveitum. steingerdur@frettabladid.is Vangaveltur um einmanaleika Tónlistarmaðurinn Sævar Helgi Jóhannsson gengur undir lista- mannsnafninu S.hel. Hann gaf út plötu núna í lok mars í samstarfi við bresku útgáfuna Whelabrecs á alþjóðlega píanódeginum. Sævar Helgi hefur áður gefið út EP-plötuna Lucid, en hún kom út árið 2018. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK 6 . A P R Í L 2 0 2 0 M Á N U D A G U R22 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.